Innlent Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Margmenni kom saman við húsnæði kærunefndar útlendingamála síðdegis til að mótmæla brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Foreldrar þeirra og systkini fá að dvelja áfram hér á landi. Rætt verðu við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.12.2024 18:17 Vonbetri eftir daginn í dag „Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“ Innlent 11.12.2024 17:43 Leita einstaklings í Tálknafirði Björgunarsveitir frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal hafa verið kallaðar út til leitar í Tálknafirði vegna einstaklings sem ekki hefur náðst í um tíma. Innlent 11.12.2024 17:21 Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. Innlent 11.12.2024 15:26 Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur. Innlent 11.12.2024 15:06 „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. Innlent 11.12.2024 14:47 SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. Innlent 11.12.2024 14:14 Telja sólarorku ekki vera auðlind Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Innlent 11.12.2024 14:00 Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11.12.2024 13:39 Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Innlent 11.12.2024 13:02 Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Enn er allt keyrt á varaafli í Vík og Mýrdal eftir að Víkurstrengur bilaði aðfaranótt mánudags þar sem strengurinn liggur plægður ofan í Skógá. Viðgerð hófst í gær og er áætlað að hún taki tvo daga. Innlent 11.12.2024 12:17 Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Innlent 11.12.2024 11:49 Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Í hádegisfréttum verður rætt við aðalhagfræðing Landsbankans sem segir að verri afkoma ríkissjóðs, sem greint var frá í gær, séu ekki góðar fregnir fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við búinu. Innlent 11.12.2024 11:37 Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum. Innlent 11.12.2024 10:27 Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Innlent 11.12.2024 10:06 Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. Innlent 11.12.2024 08:55 Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. Innlent 11.12.2024 07:02 Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Málefni Úkraínu, þróun mála í Sýrlandi og samskipti við Bandaríkin voru efst á baugi á fjarfundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór í gær. Innlent 11.12.2024 06:55 Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þriggja þjófnaða úr verslunum í póstnúmerinu 108. Innlent 11.12.2024 06:16 Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Innlent 10.12.2024 23:23 Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. Innlent 10.12.2024 23:02 Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. Innlent 10.12.2024 19:35 Viku frestur til að kæra kosningarnar Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Innlent 10.12.2024 19:31 Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Gífurleg endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi í undanförnum tveimur kosningum. Á nýkjörnu þingi verða einungis tuttugu þingmenn sem setið hafa meira lengur en eitt kjörtímabil á Alþingi. Innlent 10.12.2024 19:31 Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. Innlent 10.12.2024 19:23 Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Innlent 10.12.2024 18:45 Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Innlent 10.12.2024 18:33 Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Afkoma ríkissjóðs er mun verri en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir og hallalaus fjárlög ekki inn í myndinni samkvæmt fjármálaáætlun hennar. Formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu hafa áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.12.2024 18:01 Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Innlent 10.12.2024 17:01 Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Innlent 10.12.2024 16:31 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Margmenni kom saman við húsnæði kærunefndar útlendingamála síðdegis til að mótmæla brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Foreldrar þeirra og systkini fá að dvelja áfram hér á landi. Rætt verðu við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.12.2024 18:17
Vonbetri eftir daginn í dag „Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“ Innlent 11.12.2024 17:43
Leita einstaklings í Tálknafirði Björgunarsveitir frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal hafa verið kallaðar út til leitar í Tálknafirði vegna einstaklings sem ekki hefur náðst í um tíma. Innlent 11.12.2024 17:21
Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. Innlent 11.12.2024 15:26
Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur. Innlent 11.12.2024 15:06
„Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. Innlent 11.12.2024 14:47
SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. Innlent 11.12.2024 14:14
Telja sólarorku ekki vera auðlind Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Innlent 11.12.2024 14:00
Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11.12.2024 13:39
Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Innlent 11.12.2024 13:02
Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Enn er allt keyrt á varaafli í Vík og Mýrdal eftir að Víkurstrengur bilaði aðfaranótt mánudags þar sem strengurinn liggur plægður ofan í Skógá. Viðgerð hófst í gær og er áætlað að hún taki tvo daga. Innlent 11.12.2024 12:17
Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Innlent 11.12.2024 11:49
Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Í hádegisfréttum verður rætt við aðalhagfræðing Landsbankans sem segir að verri afkoma ríkissjóðs, sem greint var frá í gær, séu ekki góðar fregnir fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við búinu. Innlent 11.12.2024 11:37
Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum. Innlent 11.12.2024 10:27
Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Innlent 11.12.2024 10:06
Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. Innlent 11.12.2024 08:55
Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. Innlent 11.12.2024 07:02
Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Málefni Úkraínu, þróun mála í Sýrlandi og samskipti við Bandaríkin voru efst á baugi á fjarfundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór í gær. Innlent 11.12.2024 06:55
Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þriggja þjófnaða úr verslunum í póstnúmerinu 108. Innlent 11.12.2024 06:16
Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Innlent 10.12.2024 23:23
Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. Innlent 10.12.2024 23:02
Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. Innlent 10.12.2024 19:35
Viku frestur til að kæra kosningarnar Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Innlent 10.12.2024 19:31
Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Gífurleg endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi í undanförnum tveimur kosningum. Á nýkjörnu þingi verða einungis tuttugu þingmenn sem setið hafa meira lengur en eitt kjörtímabil á Alþingi. Innlent 10.12.2024 19:31
Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. Innlent 10.12.2024 19:23
Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Innlent 10.12.2024 18:45
Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Innlent 10.12.2024 18:33
Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Afkoma ríkissjóðs er mun verri en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir og hallalaus fjárlög ekki inn í myndinni samkvæmt fjármálaáætlun hennar. Formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu hafa áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.12.2024 18:01
Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Innlent 10.12.2024 17:01
Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Innlent 10.12.2024 16:31