Erlent

Fréttamynd

Í­huguðu að leyfa páfa að deyja í friði

Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bættu blaða­manni ó­vart í Signal-hóp um á­rásir á Húta

Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 1.100 hand­teknir í mót­mælunum í Tyrk­landi

Yfir 1.100 manns hafa verið handteknir í Tyrklandi frá því að gríðarleg mótmæli brutust út í landinu 19. mars síðastliðinn, í kjölfar handtöku Ekrem İmamoğlu. Að minnsta kosti tíu blaðamann voru handteknir í Istanbul og Izmir.

Erlent
Fréttamynd

Réttar­höld hafin yfir Depardieu

Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu.

Erlent
Fréttamynd

Tekur við stöðu starfandi for­seta á ný

Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins.

Erlent
Fréttamynd

Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar

Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík.

Erlent
Fréttamynd

Í­huga að sleppa taumnum á NATO lausum

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu

Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andes­fjöllum

Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum.

Erlent