Golf

Krefjandi og langur golfdagur að baki í Eyjum

Keppendur á Egils gull mótinu í Vestmannaeyjum hafa lokið leik í dag en spilaðar voru 36 holur í dag. Á morgun fer þriðji og síðasti hringurinn fram þegar síðustu 18 holurnar verða leiknar en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni.

Golf

Berglind á eitt högg á Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn

Berglind Björnsdóttir úr GR er með eins högg forskot fyrir lokahringinn á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni. Berglind hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 149 höggum eða 9 höggum yfir pari.

Golf

Að birta til hjá McIlroy - efstur eftir 2 daga í Memphis

Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð.

Golf

Íslenskur kylfingur varð mús að bana

Sjöunda holan á golfvellinum á Blönduósi er væntanlega með þeim eftirminnilegri sem kylfingurinn Guðmundur Ingvi Einarsson hefur spilað. Guðmundur fékk fugl á holunni auk þess að verða mús að bana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Kylfingur.is.

Golf

Birgir Leifur um miðjan hóp

Birgir Leifur Hafþórsson lék á pari á fyrsta keppnisdegi móts í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram í Kärnten í Austurríki.

Golf

Snjallsímar orðnir plága á golfmótum

Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína.

Golf

Umboðsmaður Tigers keyrði ölvaður

Umboðsmaður Tiger Woods, Mark Steinberg, er hæstánægður með gengi skjólstæðings síns og svo mikið að hann ákvað að halda fullvel upp á gengi Tigers um helgina.

Golf

Sögulegur sigur hjá Tiger | Jafnaði Nicklaus

Tiger Woods fór á kostum á lokadegi Memorial-mótsins í kvöld og tryggði sér sögulegan sigur. Þetta var 73. sigur Tigers á PGA-mótaröðinni og hann hefur þar með jafnað sjálfan Jack Nicklaus.

Golf

Jaidee vann Wales Open

Tælendingurinn Thongchai Jaidee hristi af sér slæma byrjun á lokadegi Wales Open og vann mótið með einu höggi.

Golf

Keyrði 1.500 kílómetra eftir pútter

Skotinn Colin Montgomerie mun ekki taka þátt á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Hann gerði samt sitt besta til þess að komast á mótið og meðal annars gerði sér far eina 1.500 kílómetra eftir pútter. Það gekk ekki.

Golf

Donald efstur á heimslistanum | 120 milljónir kr. fyrir sigurinn

Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst.

Golf

Eimskipsmótaröðin: Birgir Leifur sigraði eftir harða baráttu

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals.

Golf

Eimskipsmótaröðin: Þetta var fullkomið golfhögg

"Þetta var fullkomið golfhögg,“ sagði Einar Haukur Óskarsson kylfingur úr Keili sem gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut Hólmsvallar í Leiru í dag á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Það sem er merkilegt við höggið hjá Einari er að hann er fyrsti kylfingurinn sem nær draumahögginu af hvítum teigum á þessum velli enda er þessi par 3 braut ekkert lamb að leika sér við. Um 210 metra löng

Golf

Ólafía Þórunn: Sátt við sigurinn | Tekur tíma að komast í íslenska gírinn

"Ég er sátt við sigurinn og sérstaklega þar sem ég var með 36 pútt, ég hefði viljað hafa þau færri. Ég er búinn að jafna þetta vallarmet tvisvar og ég var aðeins farin að velta því fyrir mér að reyna að bæta það eftir að hafa verið þrjá undir pari eftir 9 holur,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eftir sigurinn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu tímabili.

Golf

Eimskipsmótaröðin: Ísak slakaði á með kærustunni yfir Júróvisjón

"Ég eyddi gærkvöldinu bara með kærustunni að fylgjast með Júróvisjón,“ sagði Ísak Jasonarson úr Keili þegar hann mætti til leiks á lokakeppnisdegi fyrsta mótsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ísak er á 17. aldursári og er ekki með bílpróf en hann er ekkert stressaður yfir því að vera í síðasta ráshópnum í dag með einum reynslumesta kylfing landsins. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak eru jafnir í efsta sæti á 72 höggum en þeir léku báðir á pari Hólmsvallar í Leiru í vondu veðri í gær.

Golf

Fín veðurspá fyrir lokadaginn á Eimskipsmótaröðinni

Veðurspáin fyrir lokadaginn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi er mun betri en það sem kylfingarnir upplifðu í gær á Hólmsvelli í Leiru. Skor keppenda var frekar hátt á öðrum hringnum en fyrsta umferð mótsins var felld niður á föstudag vegna veðurs. Spáð er 3-4 m/s á sunnudag og sólskini. Síðasti ráshópurinn í kvennaflokknum fer af stað kl. 12.30 en síðasta karlaráshópurinn fer af stað 14.30. Gera má ráð fyrir því að keppni í kvennaflokki ljúki um kl. 17 og tveimur tímum síðar í karlaflokknum.

Golf

Guðrún Brá: Miklar æfingar í vetur eru að skila árangri

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í hópi bestu kylfinga landsins í kvennaflokki þrátt fyrir ungan aldur. Guðrún Brá er fædd árið 1994 er því á 18. aldursári en hún er líkleg til afreka á Eimskipsmótaröðinni i golfi sem hófst um helgina á Hólmsvelli í Leiru.

Golf

Ísak og Birgir Leifur deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili í íslenska golfinu. Birgir fékk örn (-2) á 18. holuna í dag sem hann lék á 3 höggum. Ísak er aðeins 16 ára gamall og kemur hann með látum inn á fyrsta stigamótið. Theodór Emil Karlsson úr Kili Mosfellsbæ og Ottó Sigurðsson úr GKG eru einu höggi á eftir efstu mönnum en þeir léku báðir á 73 höggum.

Golf