Gott skor á meistaramótunum | Rúnar lék 24 holur 10 höggum undir pari 6. júlí 2012 11:30 Haraldur Franklín Magnús er efstur hjá GR. Mynd/GVA Meistaramót stærstu golfklúbba landsins standa nú sem hæst og er keppni hálfnuð hjá flestum þeirra. Úrslitin ráðast á laugardaginn þegar lokahringurinn fer fram. Skor kylfinga er mjög gott, og efstu kylfingar eru allir töluvert undir pari, enda hefur veðrið leikið við keppendur það sem af er. Haraldur Franklín Magnús, nýkrýndur Íslandsmeistari í holukeppni karla, er efstur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þegar keppni er hálfnuð. Haraldur lék gríðarlega vel í gær þar sem hann lék á 66 höggum og er hann samtals á -7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er annar á -4 og Andri Þór Björnsson, sem hefur titil að verja, er á -3. Arnór Ingi Finnbjörnsson og Birgir Guðjónsson koma þar á eftir á -1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst í kvennaflokknum á -1. Berglind Björnsdóttir kemur þar næst á +7 og Ragnhildur Sigurðardóttir er þriðja á +10.Staðan í mfl karla og kvenna hjá Golfklúbbi Reykjavíkur eftir 36 holur 1. Haraldur Franklín Magnús, 137 högg (71-66) -7 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 140 högg (69-71) -4 3. Andri Þór Björnsson, 141 högg (71-70) -3 4. Arnór Ingi Finnbjörnsson,143 högg (73-70) -1 5. Birgir Guðjónsson,143 högg (71-72) -1 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 143 högg (70-73) -1 2. Berglind Björnsdóttir, 151 högg (75-76) +7 3. Ragnhildur Sigurðardóttir, 154 högg (77-77) +10Rúnar fékk 10 fugla á 24 holum Rúnar Arnórsson úr Golklúbbnum Keili, hefur leikið gríðarlega vel í meistaraflokki karla en hann er samtals á 7 höggum undir pari eftir 36 holur. Rúnar lék á 66 höggum eða 5 höggum undir pari á fyrsta hringnum og hann lék á 69 höggum eða -2 í gær. Rúnar náði ótrúlegri „skorpu" á fyrstu tveimur keppnisdögunum þar sem hann fékk 10 fugla á 24 holum. Rúnar byrjaði á því að fá skolla á 1. holuna á Hvaleyrarvelli á fyrsta keppnisdeginum. Hann bætti svo sannarlega upp með því að fá 6 fugla og 11 pör það sem eftir var. Á öðrum keppnisdegi fékk Rúnar fjóra fugla í röð á 4., 5., 6. og 7 braut áður en hann fékk skolla (+1) á þeirri 8. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Rúnari. Dagur Ebenezersson og Axel Bóasson erur jafnir í öðru sæti á -3, Björgvin Sigurbergsson er fjórði á parinu samtals. Birgir Björn Magnússon, sem er aðeins 15 ára gamall, er í fjórða sæti á +1. Í kvennaflokknum hjá Keili stefnir í einvígi hjá Tinnu Jóhannsdóttur og Signý Arnórsdóttur. Tinna er á +1 og Signý á +5. Þórdís Geirsdóttir er þriðja á +15. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék í flokki 17-18 ára á þessu móti og sigraði með yfirburðum en hún tók ekki þátt í keppni í meistaraflokki vegna landsliðsverkefna.Staðan í mfl karla og kvenna hjá Golfklúbbnum Keili eftir 36 holur 1. Rúnar Arnórsson 135 högg (66-69) -7 2.-3. Dagur Ebenezersson 139 högg (69-70) -3 2.-3. Axel Bóasson 139 högg (67-72) -3 4. Björgvin Sigurbergsson 142 högg (71-71) par 5. Birgir Björn Magnússon 143 högg (71-72) +1 1. Tinna Jóhannsdóttir, 143 högg (70-73) +1 2. Signý Arnórsdóttir, 147 högg (73-74) +5 3. Þórdís Geirsdóttir, 157 högg (79-78) +15Guðjón Henning efstur hjá GKG Landsliðsmaðurinn Guðjón Henning Hilmarsson er efstur hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en hann er samtals á -2 eftir 36 holur. Sigmundur Einar Másson kemur þar á eftir á +4 og Brynjólfur Einar Sigmarsson er þriðji á +8. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki á meðal keppenda að þessu sinni hjá GKG.Nökkvi og Ólafur Björn góðir á Nesvellinum Nökkvi Gunnarsson er efstur á meistaramóti Nesklúbbsins, en hann er samtals á -9 eftir að hafa leikið á 65 og 70 höggum. Ólafur Björn Loftsson er þar næstur á -8 (68-68) og Oddur Óli Jónasson er þriðji á -5 (69-70). Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Meistaramót stærstu golfklúbba landsins standa nú sem hæst og er keppni hálfnuð hjá flestum þeirra. Úrslitin ráðast á laugardaginn þegar lokahringurinn fer fram. Skor kylfinga er mjög gott, og efstu kylfingar eru allir töluvert undir pari, enda hefur veðrið leikið við keppendur það sem af er. Haraldur Franklín Magnús, nýkrýndur Íslandsmeistari í holukeppni karla, er efstur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þegar keppni er hálfnuð. Haraldur lék gríðarlega vel í gær þar sem hann lék á 66 höggum og er hann samtals á -7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er annar á -4 og Andri Þór Björnsson, sem hefur titil að verja, er á -3. Arnór Ingi Finnbjörnsson og Birgir Guðjónsson koma þar á eftir á -1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst í kvennaflokknum á -1. Berglind Björnsdóttir kemur þar næst á +7 og Ragnhildur Sigurðardóttir er þriðja á +10.Staðan í mfl karla og kvenna hjá Golfklúbbi Reykjavíkur eftir 36 holur 1. Haraldur Franklín Magnús, 137 högg (71-66) -7 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 140 högg (69-71) -4 3. Andri Þór Björnsson, 141 högg (71-70) -3 4. Arnór Ingi Finnbjörnsson,143 högg (73-70) -1 5. Birgir Guðjónsson,143 högg (71-72) -1 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 143 högg (70-73) -1 2. Berglind Björnsdóttir, 151 högg (75-76) +7 3. Ragnhildur Sigurðardóttir, 154 högg (77-77) +10Rúnar fékk 10 fugla á 24 holum Rúnar Arnórsson úr Golklúbbnum Keili, hefur leikið gríðarlega vel í meistaraflokki karla en hann er samtals á 7 höggum undir pari eftir 36 holur. Rúnar lék á 66 höggum eða 5 höggum undir pari á fyrsta hringnum og hann lék á 69 höggum eða -2 í gær. Rúnar náði ótrúlegri „skorpu" á fyrstu tveimur keppnisdögunum þar sem hann fékk 10 fugla á 24 holum. Rúnar byrjaði á því að fá skolla á 1. holuna á Hvaleyrarvelli á fyrsta keppnisdeginum. Hann bætti svo sannarlega upp með því að fá 6 fugla og 11 pör það sem eftir var. Á öðrum keppnisdegi fékk Rúnar fjóra fugla í röð á 4., 5., 6. og 7 braut áður en hann fékk skolla (+1) á þeirri 8. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Rúnari. Dagur Ebenezersson og Axel Bóasson erur jafnir í öðru sæti á -3, Björgvin Sigurbergsson er fjórði á parinu samtals. Birgir Björn Magnússon, sem er aðeins 15 ára gamall, er í fjórða sæti á +1. Í kvennaflokknum hjá Keili stefnir í einvígi hjá Tinnu Jóhannsdóttur og Signý Arnórsdóttur. Tinna er á +1 og Signý á +5. Þórdís Geirsdóttir er þriðja á +15. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék í flokki 17-18 ára á þessu móti og sigraði með yfirburðum en hún tók ekki þátt í keppni í meistaraflokki vegna landsliðsverkefna.Staðan í mfl karla og kvenna hjá Golfklúbbnum Keili eftir 36 holur 1. Rúnar Arnórsson 135 högg (66-69) -7 2.-3. Dagur Ebenezersson 139 högg (69-70) -3 2.-3. Axel Bóasson 139 högg (67-72) -3 4. Björgvin Sigurbergsson 142 högg (71-71) par 5. Birgir Björn Magnússon 143 högg (71-72) +1 1. Tinna Jóhannsdóttir, 143 högg (70-73) +1 2. Signý Arnórsdóttir, 147 högg (73-74) +5 3. Þórdís Geirsdóttir, 157 högg (79-78) +15Guðjón Henning efstur hjá GKG Landsliðsmaðurinn Guðjón Henning Hilmarsson er efstur hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en hann er samtals á -2 eftir 36 holur. Sigmundur Einar Másson kemur þar á eftir á +4 og Brynjólfur Einar Sigmarsson er þriðji á +8. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki á meðal keppenda að þessu sinni hjá GKG.Nökkvi og Ólafur Björn góðir á Nesvellinum Nökkvi Gunnarsson er efstur á meistaramóti Nesklúbbsins, en hann er samtals á -9 eftir að hafa leikið á 65 og 70 höggum. Ólafur Björn Loftsson er þar næstur á -8 (68-68) og Oddur Óli Jónasson er þriðji á -5 (69-70).
Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira