Golf

Ískalt andrúmsloft þegar Tiger hitti Williams - myndasyrpa

Tiger Woods byrjaði skelfilega í Forsetabikarnum í golfi sem hófst í nótt í Ástralíu.Hann tapaði 7/6 í fjórmenning þar sem hann lék með Steve Stricker. Steve Williams, fyrrum aðstoðarmaður Tigers, var í sama ráshóp en hann er kylfuberi hjá Ástralanum Adam Scott. Það er alveg ljóst að nærvera Williams hafði ekki góð áhrif á Woods en ljósmyndarar Getty Images fylgdust vel með þeim félögum - enda hefur andað köldu á milli Tiger og Williams að undanförnu. Í myndasyrpunni má sjá hvernig þeir brugðust við.

Golf

Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum

Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi.

Golf

Erfið staða hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson er í 44.-60. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í Bandaríkjunum. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 en hann þarf að leika mun betur til þess að komast í hóp 15-20 efstu sem komast áfram að loknum fjórða keppnisdegi.

Golf

Birgir Leifur þarf að gera betur

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er jafn sex öðrum í 22. sæti á öðru stigi fyrir PGA-mótaröðina. Fyrsti hringurinn var leikinn í dag.

Golf

Tiger í þriðja sæti á opna ástralska - Chalmers vann

Greg Chalmers tryggði sér sigur á opna ástralska mótinu í goli í nótt þegar hann lék lokahringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Chalmers var að vinna þetta mót í annað sinn því hann vann það líka árið 1998. Hann kláraði mótið á þrettán höggum undir pari.

Golf

Woods hefur tekið forystu í Ástralíu

Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Golf

Eins árs keppnisbann hjá íslenskum kylfingi

Aganefnd Golfsambands Íslands hefur úrskurðað íslenskan kylfing í eins árs keppnisbann en hann var staðinn að því að breyta skori sínu á skorkorti eftir að því hafði verið skilað inn eftir keppni. Fréttavefurinn Kylfingur.is greinir frá.

Golf

Williams sleppur með skrekkinn

Yfirmenn PGA og Evróputúrsins hafa ákveðið að sleppa því að refsa kylfusveininum Steve Williams fyrir ummæli sem margir hverjir túlkuðu sem kynþáttaníð í garð Tiger Woods.

Golf

Williams biður Tiger afsökunar

Kylfusveinninn Steve Williams hefur ekki verið að gera neitt sérstaka hluti síðan hann var rekinn af Tiger Woods. Hann virðist eiga erfitt með að sætta sig við brottreksturinn og hefur verið í því að láta Tiger heyra það.

Golf

NBA deilan hefur áhrif á golfið hjá Michael Jordan

Michael Jordan, eigandi NBA liðsins Charlotte Bobcats, er án efa ekki sáttur við verkbannið í deildinni og deilu eigenda við leikmannasamtökin. Jordan gaf gær frá sér hlutverk aðstoðarfyrirliða bandaríska úrvalsliðsins í golfi sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlega úrvalsliðinu. John Cook mun taka við hlutverki Jordan en Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins.

Golf

Keppir á PGA mótaröðinni þrátt fyrir tvær hjartaígræðslur

Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims.

Golf

Birgir Leifur komst áfram

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í dag þáttökurétt á öðru stigi úrtökumótaraðar PGA-mótaraðarinnar. Birgir Leifur lék á 74 höggum í dag og það dugði til.

Golf

Birgir má ekki gera mörg mistök á lokahringum - er í 17.-18. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson teflir á tæpasta vað fyrir lokakeppnisdaginn á 1. stigi úrtökumóts PGA mótaraðarinnar í golfi. Birgir lék á 73 höggum á þriðja keppnisdegi eða 1 höggi yfir pari og er hann samtals á pari. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir tekur þátt á úrtökumóti fyrir sterkustu mótaröð heims en hann er í 17.-18. sæti en það má gera ráð fyrir að 22 efstu komist áfram af þessum keppnisvelli.

Golf

Birgir lagaði stöðu sína með fínum hring

Birgir Leifur Hafþórsson náði að laga stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 2 höggum undir pari eða 70 höggum.

Golf

Birgir Leifur í 26.-38. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi

Birgir Leifur Hafþórsson er í 26.-38. að loknum fyrsta keppnisdegi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 1 höggi yfir pari vallar í dag eða 73 höggum. Alls komast 22 kylfingar áfram á 2. stig úrtökumótsins af þessum velli.

Golf

Birgir Leifur reynir sig á úrtökumóti fyrir PGA í fyrsta sinn

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni.

Golf

Luke Donald skrifaði nýjan kafla í golfsöguna

Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum.

Golf

Rory losar sig við Chubby

Einn fremsti kylfingur heims, Rory McIlroy, ætlar að mjólka kúna fyrst hann er kominn á toppinn og til þess að fá sem mest út úr næstu árum hefur hann ákveðið að skipta um umboðsmann.

Golf

Ungviðið stólar of mikið á tæknina og aðstoðarmenn

Golfþing GSÍ er fram undan. Á þinginu verður lagt til að banna tæki sem mæla fjarlægðir í öllum aldursflokkum á Íslandsmótum. Einnig er lagt til að kylfusveinar og aðstoðarmenn verði lagðir af í aldursflokknum 15-18 ára.

Golf

Lengsti bráðbani í sögu PGA - Molder fékk 100 milljónir kr.

Bryce Molder sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á PGA móti í golfi í gær eftir maraþonbráðabana gegn Briny Baird. Þeir luku leik á 17 höggum undir pari og úrslitin réðust ekki fyrr en á sjöttu holu í bráðabana sem er sá lengsti í sögunni á bandarísku PGA mótaröðinni en hann stóð yfir um tvo tíma.

Golf

Áhorfandi handtekinn fyrir að kasta pylsu að Tiger Woods

Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum.

Golf