Handbolti

Gummi Gumm bað um óskalag í Bítinu

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um sigurinn á Svartfjallalandi og frammistöðu Íslands á EM. Eftir viðtalið bað Guðmundur þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um óskalag.

Handbolti

Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi

Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel.

Handbolti

„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“

„Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM.

Handbolti