„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 12:00 Stjarnan fór vel af stað og nýju mennirnir koma vel inn í liðið. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja liðið hafa allt sem til þarf til að taka þátt í titilbaráttu í vor. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið. „Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
„Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira