Handbolti

Elín Jóna fann sig ekki í stóru tapi

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og stöllur hennar í danska liðinu Ringkøbing máttu þola stórt tap er liðið heimsótti Ajax frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 30-21, Ajax í vil.

Handbolti

„Betri heima en á parketinu í Safamýri“

„Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar.

Handbolti

Janus og Sigvaldi kynntir hjá Kolstad

Kolstad tilkynnti í dag um sex leikmenn sem munu ganga til liðs við félagið á næstu tveim árum. Meðal þeirra eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Handbolti

Aron og félagar snéru taflinu við í seinni hálfleik

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu góðan endurkomusigur er liðið heimsótti Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik komu Aron og félagar til baka og unnu góðan eins marks sigur, 31-30.

Handbolti

Elín Jóna fór á kostum í Íslendingaslag

Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Ringkøbing er liðið vann góðan átta marka sigur, 28-20, gegn Steinunni Hansdóttur og liðsfélögum hennar í Skanderborg í danska handboltanum í kvöld.

Handbolti