Handbolti

Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag

Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR.

Handbolti

Aron Rafn safnar í Haukarútu til Eyja

Haukar eru með bakið upp við vegg og þurfa að sækja sigur til Eyja ef þeir ætla að forðast sumarfrí og fá annan heimaleik á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu á móti ÍBV í Olís deild karla í handbolta.

Handbolti

Lovísa aftur í Val

Eins og við var búist hefur Lovísa Thompson samið á ný við Íslandsmeistara Vals í handbolta. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Handbolti

„Samfélagið hætti aldrei að moka“

Theodór Sigurbjörnsson rifjaði upp eldgosið í Heimaey þegar hann reyndi að útskýra fyrir sérfræðingunum í Seinni bylgjunni af hverju lið ÍBV virðist alltaf best þegar allt er undir í lok leikja.

Handbolti

Logi Geirs ætlar að mæta til Eyja í þyrlu

Eyjamenn geta orðið Íslandsmeistarar í handbolta karla á föstudaginn og þá unnið titilinn í fyrsta sinn á heimavelli. Í hin tvö skiptin hefur Eyjaliðið sótt Íslandsbikarinn til Hafnarfjarðar en nú geta þeir lyft honum út í Vestmannaeyjum.

Handbolti

Refirnir með góðan sigur í Hannover

Kiel er á ný komið í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir stórsigur á Erlangen í dag. Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan útisigur á Hannover-Burgdorf.

Handbolti

Magdeburg á toppinn án Íslendinganna

Magdeburg er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir tveggja marka sigur á Flensburg á heimavelli. Kiel getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri á Erlangen síðar í dag.

Handbolti

Álaborg í góðri stöðu eftir fyrsta leikinn

Álaborg vann góðan níu marka sigur á Frederecia í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Aron Pálmarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson komust báðir á blað í leiknum.

Handbolti

Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn

Þór­ey Anna Ás­geirs­dóttir, leik­maður Vals, var valin besti leik­maður úr­slita­ein­vígis Olís deildarinnar þetta tíma­bilið. Þór­ey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Ís­lands­meistara­titilinn.

Handbolti

Mynda­veisla: Titillinn á loft í Eyjum

Valur er Ís­lands­meistari kvenna í hand­bolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úr­slita­ein­vígi Olís deildarinnar í Vest­manna­eyjum í dag.

Handbolti