Liðin mættust í Svíþjóð í kvöld, þriðjudag, og reyndust gestirnir frá Þýskalandi mun sterkari aðilinn. Fór það svo að Flensburg vann 11 marka sigur, lokatölur 30-41.
Fjölmargir leikmenn gestanna áttu stórleik í kvöld. Jim Gottfridsson skoraði 6 mörk og gaf 9 stoðsendingar, Lasse Möller skoraði 7 mörk og gaf jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Emil Jakobsen 9 mörk og Johannes Golla 8 mörk. Teitur Örn skoraði svo 4 mörk og gaf eina stoðsendingu.
Liðin mætast aftur að viku liðinni, þann 30. apríl næstkomandi.