Innherji

Nova kallar eftir skýrum reglum um inn­grip vegna Huawei

Fjarskiptafélagið Nova hefur kallað eftir því að stjórnvöld setji skýrar leikreglur um heimild hins opinbera, sem má finna í frumvarpi að fjarskiptalögum, til að hafa afskipti af því hvaða birgjar megi útvega búnað í fjarskiptainnviði á Íslandi. Jafnframt leggur Nova til að stjórnvöldum verði skylt að bæta fjarskiptafélögum tjón af íþyngjandi inngripum en það gæti í versta falli hlaupið á mörgum milljörðum króna.

Innherji

Seðlabankinn merkir aukna fylgni milli innlendra og erlendra hlutabréfa

Á undanförnum árum hefur fylgnin á milli verðs innlendra og erlenda hlutabréfa farið vaxandi. Tengsl innlendrar og alþjóðlegrar hagsveiflu hefur aukist á tímabilinu og umhverfi fjárfesta um allan heim hefur þróast með svipuðum hætti vegna keimlíkra viðbragða stjórnvalda við farsóttinni og vaxandi verðbólgu.

Innherji

Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair

Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair.

Innherji

BBA//Fjeldco varar við frum­varpi sem girðir fyrir er­lenda fjár­festingu

Erlend fjárfesting mun dragast saman ef lagafrumvarp, sem gerir það að verkum að margir af stærstu hlutabréfafjárfestum heims geta ekki fjárfest í íslensku atvinnulífi, verður samþykkt í óbreyttri mynd. Þetta kemur fram í umsögn Einars Baldvins Árnasonar, meðeiganda lögmannastofunnar BBA//Fjeldco, um frumvarp til breytingar á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna.

Innherji

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi

Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti.

Umræðan

Stærsti einkafjárfestirinn selur sig út úr Íslandsbanka

Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hefur á síðustu vikum selt nær allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka fyrir vel á þriðja milljarð króna. Félagið var fyrir söluna stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans með rétt rúmlega eins prósenta hlut.

Innherji

Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní.

Innherji

Andri Fannar til ADVEL lögmanna

Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur gengið til liðs við ADVEL lögmenn. Þar mun hann starfa sem ráðgjafi samhliða áframhaldandi störfum sínum við HR.

Klinkið

Mikill vöxtur í fyrirtækjalánum utan hins hefðbundna bankakerfis

Stöðugur vöxtur er í lánum fagfjárfestasjóða til fyrirtækja á sama tíma og bankakerfið hefur einnig tekið við sér í að stórauka á ný lán til atvinnulífsins. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa heildarútlán slíkra sjóða, sem eru einkum fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, til atvinnufyrirtækja aukist um 60 prósent og námu þau 155 milljörðum í lok apríl.

Innherji

Fyrsta fjármögnunin í ís­lenskum raf­í­þróttum gengin í gegn

Rafíþróttafélagið Dusty gekk í síðustu viku frá sinni fyrstu hlutafjáraukningu og er hún jafnframt fyrsta hlutafjáraukningin í rafíþróttum á Íslandi. Dusty, sem hefur hingað til verið fjármagnað með eigin rekstri og stofnframlögum eiganda, fékk 30 milljóna króna innspýtingu frá fjárfestingafélaginu Umbrella ehf. sem verðmetur rafíþróttafélagið á 150 milljónir króna.

Innherji

Nærri 20 prósenta samdráttur hjá Medis

Rekstrartekjur Medis, sem er dótturfélag lyfjarisans Teva Pharmaceutical Industries, námu 191 milljón evra á síðasta ári, jafnvirði 26,4 milljarða króna, og drógust þær saman um rúmlega 19 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

Innherji