Innherji
Félag sem fjárfestir í rafmyntum fær heimild hjá Seðlabankanum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur skráð félagið Viska Digital Assets, sem er að setja á fót fagfjárfestasjóð með áherslu á rafmyntir og bálkukeðjutækni, sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Nova kallar eftir skýrum reglum um inngrip vegna Huawei
Fjarskiptafélagið Nova hefur kallað eftir því að stjórnvöld setji skýrar leikreglur um heimild hins opinbera, sem má finna í frumvarpi að fjarskiptalögum, til að hafa afskipti af því hvaða birgjar megi útvega búnað í fjarskiptainnviði á Íslandi. Jafnframt leggur Nova til að stjórnvöldum verði skylt að bæta fjarskiptafélögum tjón af íþyngjandi inngripum en það gæti í versta falli hlaupið á mörgum milljörðum króna.
Gangverk landar samningum við bandarískt stórfyrirtæki
Íslenska hugbúnaðarhúsið Gangverk hefur náð samningum um að hanna og þróa stafrænar lausnir fyrir bandarískan risa á sviði heimahjúkrunar, TheKey. Um er að ræða samstarf upp á mörg hundruð milljónir króna.
Hreggviður og Höskuldur komu að kaupunum á Promens
Fjárfestarnir Hreggviður Jónsson og Höskuldur Tryggvason voru í samfloti við framtakssjóðina SÍA IV og Freyju í kaupunum á Promens og fara nú með tæplega fimm prósenta óbeinan eignarhlut í plastsamstæðunni.
Heiðar veltir Gildi úr sessi sem stærsti hluthafi Sýnar
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, er orðinn stærsti hluthafi fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins eftir að hafa keypt bréf fyrir 115 milljónir í dag.
Seðlabankinn merkir aukna fylgni milli innlendra og erlendra hlutabréfa
Á undanförnum árum hefur fylgnin á milli verðs innlendra og erlenda hlutabréfa farið vaxandi. Tengsl innlendrar og alþjóðlegrar hagsveiflu hefur aukist á tímabilinu og umhverfi fjárfesta um allan heim hefur þróast með svipuðum hætti vegna keimlíkra viðbragða stjórnvalda við farsóttinni og vaxandi verðbólgu.
Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair
Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair.
Ofgreiðsla skatta við slit félaga og réttur til endurgreiðslu
Það er óhætt að fullyrða að með nýlegum úrskurðum hafi yfirskattanefnd tekið af skarið og kveðið á um það með afdráttarlausum hætti að sú framkvæmd sem ríkisskattstjóri hefur viðhaft við slit félaga um árabil fái ekki staðist.
Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað
Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu.
BBA//Fjeldco varar við frumvarpi sem girðir fyrir erlenda fjárfestingu
Erlend fjárfesting mun dragast saman ef lagafrumvarp, sem gerir það að verkum að margir af stærstu hlutabréfafjárfestum heims geta ekki fjárfest í íslensku atvinnulífi, verður samþykkt í óbreyttri mynd. Þetta kemur fram í umsögn Einars Baldvins Árnasonar, meðeiganda lögmannastofunnar BBA//Fjeldco, um frumvarp til breytingar á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna.
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi
Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti.
Stærsti einkafjárfestirinn selur sig út úr Íslandsbanka
Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hefur á síðustu vikum selt nær allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka fyrir vel á þriðja milljarð króna. Félagið var fyrir söluna stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans með rétt rúmlega eins prósenta hlut.
Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu
Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní.
Andri Fannar til ADVEL lögmanna
Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur gengið til liðs við ADVEL lögmenn. Þar mun hann starfa sem ráðgjafi samhliða áframhaldandi störfum sínum við HR.
Íslenskir framtakssjóðir klára kaup á Promens fyrir um 15 milljarða
Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem eru nánast alfarið í eigu lífeyrissjóða, fara í sameiningu fyrir kaupum á starfsemi Promens hér á landi en viðskiptin kláruðust fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja.
Afskiptasami ráðherrann og löngunin til að handstýra hagkerfinu
Hið undarlega hlutverk hagfræðinnar, skrifaði nóbelsverðlaunahafinn Friedrich A. Hayek í lauslegri þýðingu undirritaðs, er að varpa ljósi á hversu lítið menn vita í raun um það sem þeir ímynda sér að geta hannað.
Stefnt að útboði Nova í næstu viku og vilja selja fyrir sjö til níu milljarða
Stefnt er að því að hlutafjárútboð Nova muni hefjast í næstu viku en stjórnendur og ráðgjafar fjarskiptafyrirtækisins, sem hafa fundað með fjárfestum og markaðsaðilum í vikunni, horfa þar til þess að selja hluti í félaginu fyrir á bilinu um sjö til níu milljarða króna, samkvæmt heimildum Innherja.
Bankasýslan taldi sér „skylt“ að upplýsa um „læk“ á færslu um útboð ÍSB
Bankasýslan ríkisins taldi sér „skylt“ að afhenda Ríkisendurskoðanda upplýsingar um að Hersir Sigurgeirsson, dósent við Háskóla Íslands, hefði sett „læk“ við færslu á Facebook þar sem framkvæmd útboðs við sölu á stórum hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka var harðlega gagnrýnd og eins störf Bankasýslunnar.
SAF reyndi að siga Samkeppniseftirlitinu á veiðifélög
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem féllst ekki á að beiðni samtakanna um að settar yrðu kvaðir á veiðifélög vegna útleigu veiðihúsa.
Hærri vextir og meiri áhættufælni lækkar verðmat á Íslandsbanka
Gerbreytt vaxtaumhverfi ásamt aukinni áhættufælni fjárfesta þýðir að ávöxtunarkrafa á eigið fé Íslandsbanka hækkar talsvert, eða úr 11,3 prósentum í 12,3 prósent, og við það lækkar nokkuð verðmatsgengi bankans, að mati Jakobsson Capital.
Mikill vöxtur í fyrirtækjalánum utan hins hefðbundna bankakerfis
Stöðugur vöxtur er í lánum fagfjárfestasjóða til fyrirtækja á sama tíma og bankakerfið hefur einnig tekið við sér í að stórauka á ný lán til atvinnulífsins. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa heildarútlán slíkra sjóða, sem eru einkum fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, til atvinnufyrirtækja aukist um 60 prósent og námu þau 155 milljörðum í lok apríl.
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar
Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Fjárfestingafélagið Silfurberg fjármagnar nýjan vísissjóð
Fjárfestingafélagið Silfurberg, sem er í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, stendur að fjármögnun á nýjum vísissjóði, Berg Energy Ventures, sem fjárfestir í fyrirtækjum sem vinna að lausnum gegn loftlagsvandanum.
Guðmundur Fertram gegnir stjórnarformennsku hjá indó
Guðmundur Fertra Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, varð fyrr á þessu ári stjórnarformaður indó, nýja sparisjóðsins sem mun hefja starfsemi í haust.
Fjármálastjóri Kviku kaupir í bankanum fyrir um 10 milljónir
Ragnar Páll Dyer, fjármálastjóri Kviku, keypti í morgun hlutabréf í bankanum fyrir tæplega 10 milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar keypti hann samtals 500 þúsund hluti á genginu 19,7 krónur á hlut.
Fyrsta fjármögnunin í íslenskum rafíþróttum gengin í gegn
Rafíþróttafélagið Dusty gekk í síðustu viku frá sinni fyrstu hlutafjáraukningu og er hún jafnframt fyrsta hlutafjáraukningin í rafíþróttum á Íslandi. Dusty, sem hefur hingað til verið fjármagnað með eigin rekstri og stofnframlögum eiganda, fékk 30 milljóna króna innspýtingu frá fjárfestingafélaginu Umbrella ehf. sem verðmetur rafíþróttafélagið á 150 milljónir króna.
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða
Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna.
Forstjóri Kviku selur bréf í bankanum fyrir nærri 70 milljónir
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, seldi hlutabréf í Kviku í dag fyrir nærri 70 milljónir samkvæmt tilkynningu sem var send til Kauphallarinnar. Seldi hann 3,3 milljónir hluta á genginu 20,4.
Nærri 20 prósenta samdráttur hjá Medis
Rekstrartekjur Medis, sem er dótturfélag lyfjarisans Teva Pharmaceutical Industries, námu 191 milljón evra á síðasta ári, jafnvirði 26,4 milljarða króna, og drógust þær saman um rúmlega 19 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Lítið um innlausnir fjárfesta úr sjóðum þrátt fyrir verðhrun á mörkuðum
Annan mánuðinn í röð minnkuðu fjárfestar við stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum en hreint útflæði úr þeim var samanlagt tæplega 900 milljónir króna í apríl.