Innherji
![](https://www.visir.is/i/A54B5CFACECE2C79BB6F24939935FDCE501D9B096458A8116CB1C077938A5A4A_308x200.jpg)
Áslaug Hulda þiggur ekki sætið í Garðabæ
Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem sóttist eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ á dögunum, ætlar ekki að þiggja annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta herma heimildir Innherja.
![](https://www.visir.is/i/1C021418DFF7D934C7BEE41B1315BFC40FA4450FD927FFE0805B0A080C808A30_308x200.jpg)
Kísilverið á Bakka réttum megin við núllið eftir hækkanir á verði kísilmálms
Kísilverið á Bakka skilaði jákvæðri rekstarafkomu í fyrra eftir „uppörvandi frammistöðu“ á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu þýska félagsins PCC, sem er aðaleigandi kísilversins.
![](https://www.visir.is/i/27B3E7DD2AFE019A40AB44A23A49436ED7804293FD180E3A8DFC6DD63DC110A0_308x200.jpg)
„Djúpstæð óánægja“ meðal lífeyrissjóða, innlend eignasöfn gætu orðið ósjalfbær
Ef það verða of miklar hömlur á fjárfestingar lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum þá er hætta á því að stórir sjóðir „neyðast til að fjárfesta í innlendum eignum umfram það sem þeir telja æskilegt“ út frá hagsmunum sinna sjóðfélaga. Við það skapast „talsverð hætta á ruðningsáhrifum og bólumyndun á innlendum eignamarkaði sem getur leitt til þess að innlend eignasöfn lífeyrissjóða verði að einhverju leyti ósjálfbær til framtíðar.“
![](https://www.visir.is/i/A2771E9687DB12804FCA864033FC58ED5A13DBFEC5AD0FE171625E7531DB5B29_308x200.jpg)
Nýsköpunarfyrirtækið Curio metið á fjóra milljarða við kaup Marels í fyrra
Marel greiddi 408 milljónir króna þegar félagið bætti við sig um 10,7 prósenta hlut í íslenska hátæknifyrirtækinu Curio, sem framleiðir fiskvinnsluvélar, í byrjun síðasta árs en eftir þau kaup fór Marel með helmingshlut. Miðað kaupverðið á þeim hlut var Curio því verðmetið á samtals rúmlega 3,8 milljarða króna í viðskiptunum.
![](https://www.visir.is/i/068F71A374E0B5D3319EC9DDCC1B5022309E7F191F027415E9B8557B342C2FEB_308x200.jpg)
Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum
Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita.
![](https://www.visir.is/i/7EBAB7F03EBF9BA81146E7C387D66555FA4518593A78199CCDC86CB5EB8FDC1B_308x200.jpg)
Marel borgaði yfir fimm milljarða fyrir hátæknifyrirtækið Völku
Áætlað kaupverð Marels á íslenska hátæknifyrirtækinu Völku, sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað, er samtals vel á sjötta milljarð króna. Tilkynnt var um kaup Marels á fyrirtækinu um mitt síðasta ár en þau kláruðust undir lok nóvembermánaðar eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gefið samþykki sitt fyrir samruna félaganna.
![](https://www.visir.is/i/D0F5EEB5B880FA20EB52484CF3BA4B0F9CD2785759DFA08DD40AEAB27217EFA6_308x200.jpg)
Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis „mjög jákvætt skref“
Seðlabanki Íslands telur að áform fjármála- og efnahagsráðherra um að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlendum eignum í áföngum allt fram til ársins 2038 séu „mjög jákvætt skref“. Það sé ljóst að þegar ferðaþjónustan tekur við sér af fullum krafti þá „munum við þurfa á lífeyrissjóðunum að halda við að kaupa þann gjaldeyri“ sem mun streyma til landsins.
![](https://www.visir.is/i/141140FAB0487FB84F113C6C05D590CD3FAD6ED19D76BB29A8E6B4A33D65400F_308x200.jpg)
Dagur í lífi Nönnu: Mikill aðdáandi to-do lista
Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Húsheildar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Henni finnst best að byrja daginn á að svitna og fátt notalegra en að elda kvöldmat heima á kvöldin. Hádeginu ver hún helst með vinum og leggur á ráðin.
![](https://www.visir.is/i/849A1BB23323C9121E1BE7B8CB87CFD54F1B049EBA61DB0A728739CB7F878FD8_308x200.jpg)
Þörf fyrir skrifstofur hefur ekki minnkað eftir faraldurinn, segir forstjóri Regins
Kórónuveirufaraldurinn hafði ekki marktæk áhrif á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði eða að minnsta kosti ekki eftir húsnæði sem uppfyllir auknar kröfur fyrirtækja og starfsfólks um gæði. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins.
![](https://www.visir.is/i/CF809BC1C8AC38EF0FF781B3C6FCB057EB231F070A1B34C34027CD65CD102DD8_308x200.jpg)
Almennir fjárfestar orðnir „ansi sjóaðir“
Örvar Snær Óskarsson, sjóðstjóri Eldgjár, blandaðs sjóðs á vegum Kviku eignastýringar, býst ekki við því að hræringar síðustu vikna á hlutabréfamarkaði muni fæla almenna fjárfesta frá markaðinum. Hann gerir ráð fyrir að áform um nýskráningar á þessu ári muni ganga eftir en þær hafa verið einn stærsti drifkrafturinn að baki aukinni þátttöku almennra fjárfesta.
![](https://www.visir.is/i/B096A1001E368C8464B29CAA92CB1E89FC3F4300862FF193ADABDB6EA3DB2B5C_308x200.jpg)
Bankið í ofninum: Leigubíla saknað á djamminu
Það heyrast hrakfallasögur úr miðborginni hverja helgi. Vandamálið er ekki að það þurfi að draga fólk af djamminu, heldur lendir það í því að verða innlyksa á djamminu og komast hvergi.
![](https://www.visir.is/i/6D69CC49BF4222F3228BCE55283631CD2A8E5DF0DC30837DBB942EED59C5A26B_308x200.jpg)
Hispurslaus kveðja Baldvins
Nýjan tón mátti merkja í hispurslausu ávarpi Baldvins Þorsteinssonar, fráfarandi stjórnarformanns Eimskips, í ársskýrslu Eimskips sem kynnt var fyrir aðalfund félagsins í gær.
![](https://www.visir.is/i/91DAD1C78192A109218F3998DBCFD00AE3349757B935FA2B8C0A275A93D4B3D7_308x200.jpg)
Stórtækra aðgerða þörf af hálfu spítalans til að mæta kostnaðarhækkunum
Ef ekki er gripið til stórtækra aðgerða af hálfu Landspítala og heilbrigðiskerfisins í víðara samhengi er því spáð að vinnuaflsþörf muni aukast um um það bil 36 prósent og kostnaður um um það bil 90 prósent í náinni framtíð.
![](https://www.visir.is/i/498822162CFA3F00261B6A17B886F6B0B76E3D6B2903B8C7BE328601F09F9562_308x200.jpg)
VÍS vill breikka tekjustoðir félagsins og „horfir til tækifæra á markaði“
VÍS hefur að „undanförnu haft til skoðunar möguleika til útvíkkunar á ýmiskonar fjármálatengdri starfsemi sem fellur vel“ að tryggingafélaginu.
![](https://www.visir.is/i/79151C7FFA708F5F4E6CCAA304995DF306C5EE6ABE4630C2262E3ED0C51F4AE4_308x200.jpg)
Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda
Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið.
![](https://www.visir.is/i/5FDE08916E404889B37CCE0ED3DA384DF33E32D22AF83DF540BAA5CFBF77BA65_308x200.jpg)
Tölvuþrjótur sendi 400 tilhæfulausa reikninga í nafni Orra Vignis
Um 400 einstaklingar tengdir framkvæmdastjóra Frumherja fengu senda tilhæfulausa reikninga í nafni hans nú í morgun. Bíræfinn einstaklingur bjó til reikning í nafni framkvæmdastjórans. Yfirmaður netöryggisráðgjafar hjá Deloitte segist merkja aukningu í veiðipóstum sem beint er að stjórnendum fyrirtækja.
![](https://www.visir.is/i/9F8100D40BB1B4CB81F64B04B49D8E5FC0E43B4649FF2B033D7B0EF1D755C3B8_308x200.jpg)
Fortuna Invest vikunnar: Hversu vel fylgdist þú með viðskiptafréttum?
Í þetta sinn athuga Fortuna Invest hversu vel lesendur Innherja fylgdust með viðskiptafréttum í vikunni.
![](https://www.visir.is/i/9D0BFD97ACC51ADACC2879A46C9F02260362CD14609A40A049B36FAAE264DC6E_308x200.jpg)
Skaðabótaskylda ríkisins vegna sóttvarnaraðgerða?
Ljóst er að heilbrigðiskerfið verður að aðlaga sig að verkefnum sínum en ekki samfélagið að heilbrigðiskerfinu. Í því samhengi er eðlilegt að velta því upp hvort rétt sé að líta á mögulegt álag á heilbrigðiskerfið sem málefnalega ástæðu fyrir skerðingu á stjórnarskrárvörðum réttindum landsmanna. Með öðrum orðum, hvort stjórnvöld geti notað vanrækslu á lögbundinni skyldu sinni til að réttlæta inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi landsmanna.
![](https://www.visir.is/i/8AEDB52C6CD1FEEF379D146913C7817D5B9B0CB8B4C2A503146460BA9E6EB2BE_308x200.jpg)
Veitingastaðir fá hvert höggið á fætur öðru á kostnaðarhliðinni
Mjög margir veitingastaðir eru í erfiðri stöðu um þessar mundir eftir að hafa glímt við hverja áskorunina á fætur annarri á síðustu tveimur árum. Miklar launahækkanir, í bland við hækkun aðfangaverðs, munu að öllu óbreyttu fara beint út í verðlagið eða leiða til frekari hagræðingaraðgerða. Þetta segir Gunnar Örn Jónsson, annar eigenda veitingastaðarins XO.
![](https://www.visir.is/i/2279CB3631CCDF14F0E91EF619FB2D3E2C5E263B482D6AB685255751058A9BB1_308x200.jpg)
Hrein framvirk gjaldeyrisstaða stækkaði um 139 milljarða frá byrjun árs 2021
Á síðasta ári mátti greina aukinn áhuga viðskiptavina hjá bönkunum á því að verja sig fyrir styrkingu krónunnar. Sést það bæði á framvirki stöðu bankanna í erlendum gjaldmiðli og fjölda samninga og mótaðila í slíkum samningum. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabanki Íslands birti í morgun.
![](https://www.visir.is/i/FA9E22FCDE623CFA06A5AAAA61220AF44937306DAC2C37B0D70191D1E8C7D7F4_308x200.jpg)
Það er hægt að eiga varasjóð þótt heimilið skuldi húsnæðislán
Raunveruleikinn er sá að skuldlaus heimili eru jafn sjaldgæf og skuldlaus fyrirtæki. Það eru bara einhyrningar eða erfðaprinsar og -prinsessur, ekki ég eða þú. Þannig þarf að eiga varasjóð þótt það séu skuldir á efnahagsreikningi heimilisins. Fjölskyldan þarf að eiga 5 til 6 mánaða útborguð laun á reikningi sem er aðgengilegur innan 3 til 6 mánaða.
![](https://www.visir.is/i/656BABB3F8BEFE045BDE35102A4A98C3EBE364E849667B5258CF41BEB4EDDAED_308x200.jpg)
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“
Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“
![](https://www.visir.is/i/80E05D2A50B8E401DDA5416DD1ECAE7980E388E28DF02E1420C7F64743AF51D6_308x200.jpg)
Enn „töluverður kraftur“ í kortaveltu heimila
Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 82,3 milljörðum króna og jókst um 13 prósent frá sama mánuði í fyrra, sem er álíka vöxtur og var í janúar. Ef litið er aftur til febrúar 2020 nemur aukningin 4,5 prósentum. Þetta má lesa úr nýbirtum kortaveltugögnum Seðlabanka Íslands.
![](https://www.visir.is/i/F5F4780ADF6ECA71C1D5E504BCD7C61861C8DDCAE01E5BEFE47076F09B929551_308x200.jpg)
Hafa „hert róðurinn“ til að semja við ESB um lækkun tolla á sjávarafurðum
Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum „hert róðurinn“ varðandi kröfu um bætt aðgengi fyrir íslenskar sjávarafurðir að mörkuðum innan Evrópusambandsins og haldið á lofti kröfu um fulla fríverslun fyrir sjávarafurðir. Þetta kemur fram í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Innherja.
![](https://www.visir.is/i/953092D6A8B3193B56336E2C9AA389ABC60C95DC7E461E64F19D3279C4E3A4C1_308x200.jpg)
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár
Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu.
![](https://www.visir.is/i/2F19F747160DF58BBEEC985BFDF1D00D7FEF77C88ED51619D799F4BB131C2C1B_308x200.jpg)
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“
Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu.
![](https://www.visir.is/i/1C7FA50B53FDB343848432D65A1C4CAF3754B867C80221664CBE1D864E5FD9AF_308x200.jpg)
Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða „ekkert síður áhættusamar,“ meiri sveiflur í ávöxtun
Raunávöxtun erlendra eigna íslensku lífeyrissjóðanna hefur sveiflast meira heldur en innlendra á árunum 2000 til 2020. Það skýrist að hluta til af því að vægi skuldabréfa, sem flöktir að jafnaði minna en hlutabréfa, er hátt í innlendum eignum sjóðanna en í tilfelli erlendu eignanna er hlutfall hlutabréfa talsvert meira.
![](https://www.visir.is/i/FFB231D3B4E1C88652B77BF56FAB02FE23F09D10858C8EB17A215B942394689C_308x200.jpg)
Einar Egils og Guðjón til Skots
Leikstjórarnir Guðjón Jónsson og Einar Egilsson hafa gengið til liðs við framleiðslufyrirtækið Skot Productions.
![](https://www.visir.is/i/73DC9528460E80B9B307DF8BE723DB72F262D772D73BB12F5E5A578B47C362A8_308x200.jpg)
Rapyd orðið verðmætasta fjártæknifélag Ísraels, verðið sexfaldaðist á rúmu ári
Ísraelska fjárftæknifyrirtækið Rapyd, sem tók yfir Kortaþjónustuna árið 2020 og bíður samþykkis yfirvalda vegna kaupa á Valitor, er verðmetið á 15 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði nærri tveggja billjóna íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt ísraelska viðskiptablaðsins Calcalist.
![](https://www.visir.is/i/5A8EC0F39CF322AC83E61F7F9AD561522A4E32C3A70919022F97BBE70A129889_308x200.jpg)
Ríkissjóður fær sérstaka arðgreiðslu frá Landsbankanum upp á sex milljarða
Bankaráð Landsbankans hefur lagt til sérstaka arðgreiðslu til hluthafa sem nemur 6.141 milljón króna sem til stendur að greiða út í lok næsta mánaðar. Sú greiðsla kemur til viðbótar áður boðuðum arðgreiðslum bankans vegna afkomu ársins 2021 upp á 14,4 milljarða.