Innherji
Dagur í lífi Kristjáns á Osushi: „Alltaf stressaður yfir því að hrísgrjónin klárist"
Kristján Þorsteinsson er annar eigandi tveggja veitingastaða Osushi í Tryggvagötu og í Hafnarfirði. Hann segir hrísgrjón spila undarlega stóra rullu í lífi sínu og segir draum sinn hafa ræst þegar Brauð og Co opnaði bílalúgu.
Tryggvi Másson verður framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokkins
Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Innherja. Hann tekur við starfinu af Sigurbirni Ingimundarsyni.
Elsta uppboðshús í heimi framlengir margra milljarða króna samstarf við Gangverk
Gangverk og Sotheby’s hafa undirritað endurnýjaðan samning sín á milli um að Gangverk haldi áfram að hanna og þróa stafrænar lausnir fyrirtækisins. Um er að ræða samstarf upp á milljarða íslenskra króna.
Eyþór Arnalds: Ekki í fyrsta sinn sem samflokksmenn eru ósammála
Eyþór Arnalds hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála ræðir Eyþór um ástæður þess að hann hyggist sækja inn á ný mið í vor.
Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára
Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þrjú fyrirtæki með yfir 90 prósent af kolefnisspori eignasafnsins
Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur birt ítarlegt mat á UFS-þáttum eignasafnsins en á meðal þess sem matið varpar ljósi á er að sú staðreynd að rekja má meira en 90 prósent af kolefnisspori innlenda eignasafnsins til þriggja skráðra fyrirtækja.
Guðni í Apple umboðinu kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi
Félagið GE Capital í eigu Guðna Rafns Eiríkssonar, fjárfestis og eiganda Apple umboðsins á Íslandi, hefur bæst við hluthafahóp Skeljungs með kaupum á rétt yfir fimm prósenta hlut.
Halli á vöruskiptum við útlönd jókst um 86 milljarða í fyrra
Íslendingar fluttu inn vörur til landsins í fyrra fyrir samanlagt rúmlega 996 milljarða króna og nam aukningin um 29 prósentum frá árinu 2020, á gengi hvors árs fyrir sig, eða um 225 milljarðar.
Starfsemi háskólans skipt upp og framhaldsskólinn ekki nefndur í uppstokkun Stjórnarráðsins
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir brýnt að skilgreindar háskólastofnanir falli undir eitt og sama ráðuneyti en sé ekki dreift um stjórnkerfið í umsögn sinni um umfangsmiklar breytingar á Stjórnarráði Íslands sem kynntar voru við myndun nýrrar ríkisstjórnar í lok nóvember.
Staðfestir úrskurð héraðsdóms um að hafna nauðasamningi Gray Line
Landsréttur staðfesti fyrr í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember síðastliðnum um að hafna staðfestingu nauðasamnings Allrahanda GL sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því í júní árið 2020.
Fortuna Invest vikunnar: Get ég tekið þátt í útboði?
Umfjöllunarefni vikunnar eru útboð.
Vogunarsjóðurinn Taconic kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, hefur keypt rúmlega fimm prósenta hlut í Skeljungi sem rekur meðal annars 60 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi.
Stöðvaði styrkingu krónunnar með inngripum í fyrsta sinn í þrjá mánuði
Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar en hún hafði þá styrkst um nærri eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka.
Bankarnir hætti frekari greiðslum í Tryggingarsjóð innstæðueigenda
Til stendur að hætta gjaldtöku á innlánsstofnanir, sem eru einkum stóru bankarnir þrír, í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) og sömuleiðis á ekki að taka upp sérstakt gjald til fjármögnunar á nýjum skilasjóð.
Jón Arnór Stefánsson ráðinn til Fossa markaða
Jón Arnór Stefánsson, sem var besti körfuknattsleiksmaður Íslands um langt árabil, hefur haslað sér völl á nýjum starfsvettvangi og verið ráðinn til verðbréfafyrirtækisins Fossa markaða.
Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði
Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.
Veðtökuhlutfallið hefur ekki verið lægra um árabil í Kauphöllinni
Veðsetning hlutabréfa í Kauphöllinni hefur ekki verið minni í meira en fjögur ár ef hún er sett í samhengi við heildarmarkaðsvirði skráðra félaga. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar yfir veðsetningu hlutabréfa.
Birna Ósk um Boga Nils: „Hann tók þetta allt á kassann og hélt áfram“
Við upphaf kórónuveirufaraldursins gat enginn séð fyrir hversu mikil áhrif hann myndi hafa og hversu lengi faraldurinn myndi vara.
Listin að reka velferðarríki
Nútímasamfélög sækjast mörg hver eftir stöðu velferðarríkis, samtryggingu íbúanna. En rekstur þeirra fellur ekki að hvaða pólitísku stefnu sem er.
Sigríður tekur við af Baldri sem mannauðsstjóri Landsbankans
Sigríður Guðmundsdóttir, sem hefur meðal annars starfað um árabil sem fræðslu- og mannauðsstóri hjá Eimskip, hefur verið ráðin mannauðsstjóri Landsbankans.
Hlutabréfasjóður hjá Íslandssjóðum skaraði fram úr með 60% ávöxtun
Sjóðurinn IS EQUUS Hlutabréf, sem er í rekstri Íslandssjóða, var með hæstu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á árinu 2021 en hann skilaði sjóðsfélögum sínum tæplega 60 prósenta ávöxtun. Aðrir hlutabréfasjóðir, sem eru einnig opnir fyrir almenna fjárfesta, voru með ávöxtun á bilinu 35 til 49 prósent á síðasta ári.
Hátt hlutfall fjölgunar starfa í ferðaþjónustu byggt á ráðningarstyrkjum
Mikil fjölgun starfa hefur orðið í íslenskri ferðaþjónustu undanfarna mánuði en mjög hátt hlutfall er byggt á ráðningarstyrkjum.
Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni?
Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor.
Birna Ósk: Skortur á fólki með þriggja til fimm ára starfsreynslu
Það er skortur hér á landi á fólki með um þriggja til fimm ára starfsreynslu sem nýst getur í stjórnunar- eða sérfræðistörf eða til þess að þjálfa starfsmenn sem hafa nýlega lokið háskólanámi.
Fjármálastjóri Eskju og eigandi ÞG Verks taka sæti í stjórn Magns
Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi verktakafélagsins ÞG Verks, hafa tekið sæti í stjórn færeyska félagsins P/F Magn. Þetta kemur fram í frétt færeyska miðilsins KVF.
Stærsti hluthafinn selt í Play fyrir um milljarð en keypt í Icelandair
Akta sjóðir, sem voru á meðal þeirra fjárfesta sem leiddu fjármögnun Play á árinu 2021, hafa á síðustu þremur mánuðum selt yfir þriðjung allra bréfa sinna í flugfélaginu.
Ljós við enda ganganna í ferðaþjónustu en skuldirnar mesta áhyggjuefnið
Tekjur ferðaþjónustu eru áætlaðar um 240 milljarðar króna árið 2021 en tæplega 700 þúsund ferðamenn sóttu landið heim á árinu. Tap greinarinnar er talið nema um 24 milljörðum króna eftir skatta árið 2021.
Ríkisbréfaeign lífeyrissjóða jókst talsvert í fyrra
Lífeyrissjóðir bættu talsvert við hlut sinn í ríkisskuldabréfum á árinu 2021. Sjóðirnir áttu 41 prósenta af markaðsverði útistandandi ríkisskuldabréfa í lok nóvember í fyrra samanborið við 35 prósent í lok nóvember 2020. Þetta kemur fram í nýútgefinni stefnu ríkissjóðs í lánamálum til ársins 2026.
Gildi selur í Eimskip fyrir nærri milljarð
Gildi, þriðji stærsti hluthafi Eimskips, minnkaði hlut sinn í félaginu um tæplega eitt prósent í liðnum mánuði og fer eftir söluna með rúmlega ellefu prósenta eignarhlut.
Fyrrum liðsmenn Samtaka iðnaðarins á þingi tókust á
Áhugavert var að sjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi milli jóla og nýárs að fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson varaþingmaður Viðreisnar kaus gegn áframhaldi á Allir vinna, eins stærsta hagsmunamáls iðnaðarins þessi dægrin.