Jól

Jólaöndin hans Eyþórs

Eyþór Rúnarsson, matreiðslumeistari og þáttastjórnandi Eldhússins hans Eyþórs á Stöð 2 bjó til ómótstæðilega heilsteikta önd með sveppa og trönuberjafyllingu ásamt ljúffengri sósu og kartöflum í hátíðarbúning.

Jól

Hentugt fyrir litla putta

Þórdís Elva ­Þorvaldsdóttir skreytir piparkökur árlega ásamt fjölskyldu mannsins síns í Grindavík.

Jól

Heimilið undirlagt eftir tíu daga bakstur á piparkökum

Vigdís Sigurðardóttir býr á Ítalíu og vinkonu hennar, sem rekur eigið fyrirtæki í bænum, langaði að gefa viðskiptavinum sínum íslenskar piparkökur fyrir jólin. Kökurnar áttu að vera ætar og fallegar. Vigdís tók að sér verkið en segir að við undirbúninginn hafi nánast allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis.

Jól

Krans sem kostar ekki neitt

Brynja Emilsdóttir textílhönnuður segir dýrmætan efnivið leynast í skápum og skúffum sem auðveldlega megi nýta í kransagerð með krökkunum fyrir jólin. Þær mæðgur Brynja og Röskva Sif, sex ára, bjuggu til skemmtilegan krans úr afgöngum

Jól

Stórborg er markmiðið

Blaðamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson setur upp jólaþorp á heimili sínu ár hvert. Þorpið stækkar með hverju ári. Markmið Kjartans Atla er að eignast nógu mörg hús til að geta búið til jólastórborg.

Jól

Önnur fædd mikið jólabarn en ekki hin

Dagný og Drífa Skúladætur eru líkar að mörgu leyti enda eineggja tvíburar. Þær eru þó ólíkar að því leyti að Dagnýju finnst jólatíminn vera einn besti tími ársins en Drífa segist aldrei hafa verið mikið jólabarn.

Jól