Aþena vann loksins leik Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88. Körfubolti 25.2.2025 21:15
„Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Stjarnan vann góðan sigur á Grindavík í kvöld í Bónus-deild kvenna 77-64 en þetta var í annað sinn á viku sem liðin mætast. Körfubolti 25.2.2025 21:10
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Stjarnan og Grindavík eigast við í annað sinn á skömmum tíma, nú þegar búið er að skipta Bónus-deild kvenna í körfubolta í tvo hluta. Liðin leika í neðri hlutanum. Körfubolti 25.2.2025 17:30
Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót. Körfubolti 24.2.2025 11:32
Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. Körfubolti 24.2.2025 08:30
Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu. Körfubolti 24.2.2025 07:31
„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ „Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar. Körfubolti 23.2.2025 22:06
Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Ungverjar unnu sigur á Ítölum í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta í kvöld. Sigurinn dugir þó skammt því sigur Íslands á Tyrkjum gerir það að verkum að Ungverjar sitja eftir með sárt ennið. Körfubolti 23.2.2025 21:20
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. Körfubolti 23.2.2025 18:47
Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson komst á fimmtudagskvöldið í hóp þeirra elstu sem hafa skorað 25 stig eða meira í leik með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Körfubolti 23.2.2025 13:00
Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Allt stefnir í það að Gregg Popovich sé búinn að stýra sínum síðasta leik í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 23.2.2025 12:32
Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Los Angeles Lakers sýndi mátt sinn og megin í NBA deildinni í körfubolta í nótt með flottum sigri á öflugu liði Denver Nuggets. Körfubolti 23.2.2025 11:30
Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Ísland mætir Tyrkjum í undankeppni Eurobasket í Laugardalshöll annað kvöld en sigur tryggir Íslandi sæti í lokakeppninni. Körfubolti 22.2.2025 23:47
Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar mikilvægan leik í Laugardalshöllinni annað kvöld og það er ljóst að strákarnir fá góðan stuðning. Körfubolti 22.2.2025 10:19
Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi NBA hefur dæmt Bobby Portis, leikmann Milwaukee Bucks, í 25 leikja bann fyrir að brjóta lyfjareglur deildarinnar. Nafnaruglingur varð til þess að hann féll á lyfjaprófi. Körfubolti 21.2.2025 18:01
Slagur um stól formanns KKÍ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu. Körfubolti 21.2.2025 17:08
LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Hinn fertugi LeBron James skoraði fjörutíu stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Portland Trail Blazers, 102-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 21.2.2025 15:15
Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem lék 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, hefur ekki enn fengið leyfi til að spila með Selfossi í 1. deildinni. Ástæðan er dómur sem hann fékk fyrir að taka þátt í stóru svikamáli vestanhafs. Lögfræðingur Selfoss vonast til að Útlendingastofnun sjái að sér. Körfubolti 21.2.2025 09:00
Bætti skólamet pabba síns Körfuboltakonan Kate Harpring átti magnaðan leik með Marist gagnfræðiskólanum á dögunum og hún kom sér með því í metabækurnar. Körfubolti 21.2.2025 08:42
Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Hinn franski Victor Wembanyama mun að öllum líkindum ekki spila fleiri leiki á yfirstandandi leiktíð NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er með blóðtappa (e. deep vein thrombosis) í öxl. Körfubolti 20.2.2025 23:02
Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur. Körfubolti 20.2.2025 19:34
Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Íslenska karlalandsliðið í körfubolta gat tryggt sig inn á lokakeppni EM, EuroBasket, í þriðja sinn í kvöld. Ísland átti hinsvegar ekki erindi sem erfiði þegar upp var staðið. Eftir frábæra byrjun hrundi leikurinn og munurinn sem Ungverjar náðu að byggja upp og mikill og tap, 87-78, staðreynd og EM sætið í hættu. Körfubolti 20.2.2025 16:15
Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Ægir Þór Steinarsson spilar í kvöld sinn nítugasta landsleik fyrir Ísland og sama kvöld getur hann hjálpað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn. Körfubolti 20.2.2025 15:02
Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM. Körfubolti 20.2.2025 13:02