Körfubolti

Fréttamynd

Aþena vann loksins leik

Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sex fara fyrir Ís­land á sitt fyrsta stór­mót

Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur

Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er stærra en að vinna ein­hverja titla“

„Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur Ung­verja á Ítalíu dugði skammt

Ungverjar unnu sigur á Ítölum í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta í kvöld. Sigurinn dugir þó skammt því sigur Íslands á Tyrkjum gerir það að verkum að Ungverjar sitja eftir með sárt ennið.

Körfubolti
Fréttamynd

Slagur um stól for­manns KKÍ

Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin: Skemmti­legra að tryggja þetta fyrir fullri höll

Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur.

Körfubolti
Fréttamynd

Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“

Ægir Þór Steinars­son, leik­maður ís­lenska lands­liðsins í körfu­bolta segir mikilvægt fyrir liðið að ein­beita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ung­verja­landi í undan­keppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ís­land getur tryggt sér far­miða á EM.

Körfubolti