Körfubolti

Þriðja tapið í röð hjá Tryggva og félögum

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza töpuðu sínum þriðja leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar að liðið heimsótti Barcelona í kvöld. Lokatölur 76-63, en Barcelona er enn með fullt hús stiga.

Körfubolti

„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“

Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor.

Körfubolti

Dagur Kár ekki með Grinda­vík í vetur

Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í efstu deild karla í körfubolta hér á landi í vetur þar sem hann hefur samið við spænska liðið Ourense Baloncesto. Hann segist spenntur fyrir vetrinum og telur þetta vera góða áskorun.

Körfubolti

Martin hafði betur gegn Tryggva

Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Báðir áttu mjög góðan leik er Valencia vann sex stiga sigur á Zaragoz, lokatölur 76-70.

Körfubolti

Tuttugu stig Söru dugðu ekki til

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við níu stiga tap gegn Cluj Napoca í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 66-57, en Sara var stigahæsti leikmaður vallarins.

Körfubolti

Haukar áfram í riðlakeppni EuroCup

Haukakonur eru komnar í riðlakeppni EuroCup í körfubolta þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn portúgalska liðinu Unaio Sportiva í kvöld, 81-79. Haukar unnu fyrri leikinn með fimm stigum á heimavelli og fara því áfram á samanlögðum árangri.

Körfubolti