Lífið

Lengi lifir í gömlum glæðum

Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er.

Lífið

Rúrik og Pétur Jóhann þeir frægustu sem hún hefur hitt

Stella Karen Kristjánsdóttir er 23 ára Reykjavíkurmær búsett í Mosfellsbæ. Hún æfir borðtennis með meistaraflokki Víkings og landsliði Íslands. Stella segir að þáttaka hennar í keppinni um Ungfrú Ísland uppfylli æskudrauminn um að vera prinsessa þegar hún stígur á svið klædd fallegum kjól í Gamla Bíói þann 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Logi Berg­mann var tekinn

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. 

Lífið

New York Times lofar Snertingu

Sýningar á kvikmyndinni Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks hófust í Bandaríkjunum síðastliðinn föstudag. Í aðdraganda frumsýningarinnar hefur myndin hlotið frábæra dóma hjá þarlendum gagnrýnendum. 

Lífið

Sumarlegur fiskréttur á pönnu

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó ljúffengan og sumarlegan fiskrétt á dögunum. Rétturinn er einfaldur og kjörinn í matarboðið á björtu sumarkvöldi.

Lífið

„Hann er full­kominn eins og hann er“

„Það hefur reynst mér best að vera bara í núinu og ekki hugsa fram í tímann, heldur einblína bara á daginn í dag,“ segir Elísabet Green Guðmundsdóttir. Sonur hennar Huginn Ragnar er einn af örfáum einstaklingum hér á landi sem greinst hafa með Cornelia de Lange, sjaldgæft heilkenni og eru einkenni hans helst vaxtarskerðing og seinkun í þroska.

Lífið

„Ég var dóm­harður og ömur­legur gæi“

Hilmir Petersen Hjálmarsson öndunarþjálfari og bakari fór í gegnum áraraðir af þunglyndi, kvíða og lömuðu taugakerfi. Hann segir að erfiðleikarnir hafi verið dulbúin gjöf. Hilmir segist gerbreyttur maður í kjölfar andlegrar vakningar en hann var barinn niður aftur og aftur.

Lífið

„Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína“

Reykjavíkurmærin Dísa Dungal tók fyrst þátt í Ungfrú Ísland árið 2019 og segist full tilhlökkunar að stíga aftur á svið í Gamla Bíó þann 14. ágúst næstkomandi. Dísa er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. 

Lífið

Shannen Doherty látin

Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri.

Lífið

Dægra­stytting í heimsfaraldri upp­skar ó­vænta frægð

Systurnar og fiðluleikararnir Þórdís Emilía og Björney Aronsdætur halda uppi svokallaðri fiðludagbók á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær sýna myndefni frá æfingum sínum. Dagbókin hefur vakið athygli tónlistarunnenda hvaðanæva úr heiminum en fylgjendur þeirra eru sem stendur nærri sextíu þúsund talsins og myndböndin þeirra hlaupa mörg á hundruðum þúsunda áhorfa.

Lífið

„Þetta er rosa­leg sýning“

Flennistórt sirkustjald er risið í Vatnsmýrinni í Reykjavík þar sem sýningar fara fram um helgina. Fyrsta sýning sumarsins fór fram í kvöld og Tómas Arnar fréttamaður okkar var í tjaldinu.

Lífið

Sumarsmellur sam­kvæmt læknis­ráði

„Ég hef setið lengi á þessu lagi, en ég elska að gera lög sem hafa mikla orku og eru peppandi, sérstaklega inn í sumarið sem er uppáhalds árstíðin mín,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmunsson, sem er þekktur undir listamannsnafninu Doctor Victor, um nýja sumarsmellinn Your Light sem kom út í dag. 

Lífið

„Maður er að rifna af monti“

Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum.

Lífið

Simmi Vill birtir fyrstu myndirnar af ástinni

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og kærastan hans Hafrún Hafliðadóttir nutu lífsins saman í fríi erlendis á dögunum. Simmi birti skemmtilega myndafærslu úr fríinu á Instagram í gær. 

Lífið

Mundi ekki af­mælis­dag eigin­konunnar

Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar.

Lífið

Með gervifót og hafði aldrei gengið í há­hæluðum skóm

Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir er átján ára gömul. Hún er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Matthildur sem er með gervifót segist lengi hafa beðið eftir tækifærinu til að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland sem er nú að raungerast 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Úr­val ein­hleypra bænda á „Bænder“

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder.

Lífið

Vala Ei­ríks og Óskar Logi greina frá kyninu

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústssonar úr Vintage Caravan eiga von á dreng í nóvember. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Vala greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram á dögunum.

Lífið