Menning

Fræbbblarnir rokka á málverkasýningu

Pönksveitin Fræbbblarnir munu koma saman og troða upp á opnun málverkasýningar Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur á Kexinu í kvöld. Nokkrir meðlimir sveitarinnar eru í matarklúbbi ásamt Guðrúnu sem kallaður er Goutons Voir.

Menning

Kjarnorkuárásanna á Japan minnst

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírosíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu í kvöld.

Menning

Sýnir afrakstur Asíureisu á Skólavörðustíg

"Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld.

Menning

Sýnir Leo DiCaprio og Bruce Willis á Akureyri

„Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis.

Menning

Goðsögn í bókmenntaheiminum fellur frá

Bandaríski rithöfundurinn og háðfuglinn Gore Vidal lést á heimili sínu í Los Angeles í gær 86 ára gamall, en hann var af mörgum talinn meðal fremstu rithöfunda Bandaríkjanna á 20. öld. Eitt verka hans olli straumhvörfum í menningarheiminum þar sem um var að ræða fyrsta skáldverkið vestanhafs þar sem aðalsöguhetjan var samkynhneigð.

Menning

Barnadagur í Viðey á sunnudag

Sunnudaginn 29. júlí verður barnadagurinn haldinn hátíðlegur í Viðey. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Viðey að bjóða yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og bjóða skemmtun og afþreyingu sem er þeim að skapi...

Menning

Málar til að halda geðheilsu

Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart.

Menning

Gefa út einstakt smárit um list

"Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta,“ segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni.

Menning

Sýnir einstök augnablik úr tískumyndatökum

"Ég byrjaði ekki að taka myndir fyrr en ég var tvítug og vissi þá ekki hvað ljósop var. Pabbi keypti myndavél og ég byrjaði að fikta,“ segir Aníta Eldjárn Kristjánsdóttir sem opnar sína fyrstu stóru ljósmyndasýningu í Artíma Galleríi í dag. Sýningin ber yfirskriftina Á milli mynda og prýða veggi gallerísins myndir sem fanga einstök augnablik úr nýlegum tískumyndatökum hennar.

Menning

Málverk fylgja lögum

Lítil málverk eftir tíu ára listamann, Odd Sigþór Hilmarsson, fylgja hverju lagi í umslagi nýrrar plötu hljómsveitarinnar Melchior. Málverkin eru nú til sýnis í Netagerðinni, Kongó Shop.

Menning

Safnadagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Íslenski safnadagurinn er í dag en þá vekja söfn um allt land athygli á starfsemi sinni. Dagskrá safnanna í dag er fjölbreytt og beri vitni um fjölbreytileika íslenskrar safnaflóru.

Menning

Þriggja ára með stórafmæli

"Við spurðum hann bara hvað hann vildi gera í tilefni dagsins og þetta var það sem hann óskaði eftir. Við erum ekki með góðan garð heima hjá okkur og datt því í hug að hægt væri að nýta þetta fallega og skjólsæla svæði undir afmælisveisluna. Hann valdi svo sjálfur tónlistaratriðin,“ útskýrir Tanya Pollock, móðir hins þriggja ára gamla Francis Mosa sem heldur upp á afmæli sitt í Hjartagarðinum í dag. Foreldrar drengsins skipulögðu í samráði við hann svokallað "block party“ og munu sjö tónlistarmenn stíga á stokk í tilefni dagsins.

Menning

Hvað veldur vinsældum erótískrar ástarsögu?

Önnur hver húsfrú í Bandaríkjunum er með erótísku ástarsöguna 50 shades of grey á náttborðinu hjá sér um þessar mundir. Sif Jóhannsdóttir hjá Forlaginu efast ekki um að bókin muni slá í gegn meðal íslenskra kvenna þegar hún kemur út í september á þessu ári.

Menning

Þetta er frekar melódískt verk og lætur vonandi þægilega í eyrum

Hafdís Bjarnadóttir rafgítarleikari er staðartónskáld Sumartónleika Skálholtskirkju þetta árið. Nýtt verk eftir hana verður frumflutt á laugardag af sönghópnum Hljómeyki og tveimur gítarleikurum. Hún er nýlega vöknuð á hinum helga stað þegar við sláum á þráðinn til hennar. "Ég hef búið hér í Skálholti þessa viku og það er alveg yndislegt. Maður kemst í svo góð tengsl við sjálfan sig og tónlistina að vera svona uppi í sveit. Þá er ekkert verið að taka til í geymslunni eða láta glepjast af annarri vitleysu. Ég nota líka sénsinn og hvíli Facebook á meðan," segir Hafdís Bjarnadóttir, gítarleikari og staðartónskáld Skálholts, glaðlegri röddu. Ný tónlist eftir hana verður frumflutt í Skálholtskirkju á laugardaginn við ljóð eftir Einar Má Guðmundsson. Sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur flytur og Hafdís sjálf og Ragnar Emilsson spila með á rafgítara.

Menning

Gefa út nýtt túristablað á frönsku

"Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum,“ segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. "Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku,“ segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli.

Menning

M&M býður myndlist heim

Ný bók eftir Hugleik Dagsson, Enn fleiri íslensk dægurlög, kemur út í dag. Samhliða verður opnuð sýning á verkum hans í nýju galleríi Bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi 18. "Hugleikur fær þann heiður að vígja galleríið okkar bæði með glænýjum myndum úr bókinni, sem hann er að gefa út í dag, og eldra efni,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. "Galleríið verður opnað formlega á þriðju hæðinni klukkan 17 í dag með tilheyrandi gleði. Frændi Hugleiks, Örn Eldjárn, ætlar meðal annars að spila nokkur lög fyrir gesti og gangandi.“

Menning

Mannætusöngleikur verðlaunaður í New York

"Ég held að þetta séu ein stærstu verðlaun sem íslensk leikhúsframleiðsla hefur fengið,“ segir Óskar Eiríksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Leikhúsmógulsins en framleiðsla þeirra, söngleikurinn Silence!, var í vikunni kosinn besti söngleikur í New York af The Broadway Alliance.

Menning

Myndirnar á Time Square

"Það var verið að auglýsa eftir listamönnum til að taka þátt í sýningunni og ég ákvað að senda inn nokkrar myndir. Almenningur kaus svo um það hverjir kæmust áfram og ég náði þeim kvóta sem til þurfti og fékk því að vera með,“ útskýrir Björn Árnason ljósmyndari en myndir eftir hann voru sýndar á Time Square í New York á mánudag.

Menning

Leita styrkja fyrir sýningarferð

„Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað.

Menning

Samdi nýja skáldsögu sem er framhald Borgríkis

"Það er ótrúlega skemmtilegt að skrifa bók með karakterum sem voru algjörlega lifandi í höfðinu á manni,“ segir rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð. Hann sendir í haust frá sér skáldsöguna Blóð hraustra manna. Hið óvenjulega er að hún er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. Til stendur að byggja framhaldmynd hennar, sem er í undirbúningi, að stórum hluta á sögu Óttars

Menning

Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar

Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið.

Menning

Líf og fjör á Grímunni

Uppskeru- og verðlaunahátíð leikarastéttarinnar Gríman fór fram með pompi og prakt í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Leiksýningin Tengdó var sigurvegari hátíðarinnar.

Menning

Fyrirlestur og bók um mannsheilann

„Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning.

Menning

Gleði á Kjarvalsstöðum

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ríkti mikil gleði á opnun sýningarinnar Gálgaklettur og órar sjónskynsins sem stendur yfir til 26. ágúst á Kjarvalsstöðum...

Menning

Reykvélin veitir leikhúsverðlaun

Leikverkið Tengdó eftir Val Frey Einarsson er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinnar, vefrits sem helgað er leiklist. Reykvélin veitir nú í fyrsta sinn leiklistarverðlaunin Leikvélina, en þau falla í skaut "eftirtektarverðustu og mikilvægustu“ leiksýningu ársins, að mati gagnrýnenda miðilsins.

Menning

Hádegiserindi í Hafnarhúsi

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og heimspekingur, flytur hádegisfyrirlestur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag undir yfirskriftinni Af auðveldi og myndlistarheimi – lærdómur dreginn af ástandinu.

Menning

Rúrí á ítölsku

Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku.

Menning

Nautn að sýna í skjaldborgarbíói

Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson bar sigur úr býtum í áhorfendakosningu á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði á dögunum. Grímur segir mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun fyrir mynd sem hann gerði án nokkurra styrkja.

Menning