Menning

Tómatuppskriftir

Tómatar eru bragðmestir ef þeir fá að þroskast á plöntunni og ekki síst ef þeir eru ræktaðir úti undir berum himni í mikilli sól. Bragð tómatanna breytist töluvert við eldun og verður sætara og mildara.

Menning

Öðruvísi myndlistarnámskeið

"Við unnum síðasta sumar á leikjanámskeiðum ÍTR þar sem við ferðuðumst á milli og kenndum myndlist, en nú höfum við ákveðið að setja á fót sérstök myndlistarnámskeið fyrir krakka" segir Sólveig Einarsdóttir en hún hefur skipulagt námskeiðin í sumar ásamt Guðnýju Rúnarsdóttur.

Menning

Anti-sportisti og nammifíkill

"Ég er algjör skömm fyrir Ísland þar sem ég hreyfi mig ekki og borða frekar óhollt þannig að ég er frekar léleg í þessum málum," segir Dagbjört Hákonardóttir, einn af umsjónarmönnum þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi.

Menning

Hið fullkomna par

Þessa dagana stendur yfir tilboð á AEG þvottavél og þurrkara hjá Bræðrunum Ormsson. Ef þetta fullkomna par er keypt saman þá færðu pakkann á aðeins 147.000 krónur. Þvottavélin er 1400 snúninga með íslensku stjórnborði, tekur 5,5 kg af taumagni og er með tuttugu og fjóru þvottakerfi.

Menning

Tilboð á gómsætu kjöti

Nú stendur yfir rosalegt kjöttilboð í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Afsláttur er allt frá 25 prósent og uppí 40 prósent á alls konar gómsætu kjöti. Til dæmis er hægt að fá fjallalæri sem var á 1298 krónur kílóið en er nú á 973 krónur kílóið.

Menning

Rómantísku borgirnar í Evrópu

Þegar Andrea Gylfadóttir söngkona er beðin að nefna uppáhaldsborgina sína á hún erfitt með að gera upp á milli borganna í Norður-Evrópu. "Ég hef farið til ýmissa borga í Bandaríkjunum og þó þær séu spennandi og öðruvísi þá heilla evrópskar borgir mig meira," segir hún.

Menning

Steggja- og gæsapartý

Sumrin eru vinsæll tími til að gifta sig og giftingu fylgir hin hefðbundna4steggjun eða gæsun. Mismunandi er hvað fólk gerir til að gleðja manneskjuna á síðasta degi hennar í frelsinu og veltur það allt0á manneskjunni og fólkinu í kriJgum hana.

Menning

Réttur klæðnaður í unglingavinnuna

Fyrir þá svartsýnu (sumir segja raunsæju) er rétt að líta í Húsasmiðjuna fyrir helgina þar sem regnföt eru á tilboði þessa dagana."Regnfatatilboðinu er ekkert sérstaklega beint gegn sautjánda júní enda eru þessir gallar alls ekki nógu sparilegir fyrir það tilefni "segir Sonja Viðarsdóttir, innkaupastjóri hjá Húsasmiðjunni.

Menning

Sumartilboð á framköllun

Nú hafa verslanir Hans Petersen í Kringlunni og á Laugavegi 178 tekið í notkun tvær gerðir af nýjum, stafrænum framköllunarvélum. Vélarnar eru af gerðinni Noritsu en Noritsu er einn helsti framleiðandi framköllunarvéla í heiminum í dag.

Menning

Sukiyaki í sumarblíðu

Hjónin Dúna og Tómas Boonchang reka veitingastaðina Ban Thai á Hverfisgötu og NaNa Thai í Skeifunni. Veitingastaðurinn Ban Thai (sem þýðir Taíhúsið) hefur verið starfræktur í þrettán ár við góðan orðstír.

Menning

Tilboð á hljóðfærum

Nú stendur yfir tilboð á hljóðfærum í versluninni Gítarnum að Stórhöfða 27. Í versluninni er yfirleitt reynt að vera með tilboð sem þessi reglulega og rík áhersla er lögð á gott verð á hljóðfærum.

Menning

Áhrifavaldurinn í lífi Freuds

Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar.

Menning

Dansinn dunar á leiksviðinu

"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu.

Menning

Dansa berfætt úti í garði

Björn Thors er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár en hann kemur til með að spreyta sig á aðalhlutverkinu í Hárinu í Austurbæ í sumar.

Menning

Með næstum allt á hreinu

Sýningin Með næstum allt á hreinu verður frumsýnd á Broadway 2. október næstkomandi. Verður hún að hluta til byggð á tónlistinni úr hinni vinsælu Stuðmannamynd Með allt á hreinu.

Menning

Bestu kaupin í kassavínum

Í nýjasta hefti Gestgjafans fjallar Þorri Hreinsson vínrýnir um kassavín og er niðurstaðan af úttekt hans að hvítvínið Gruntrum Riesling séu bestu kaupin í kassavínum í Vínbúðum hérlendis. Þorri mælir með víninu einu og sér, með léttum fiskréttum og austurlenskum mat.

Menning

Ólgandi menning í Hafnarfirði

"Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar.

Menning

Einfaldari og lægri gjaldskrá

Nú hefur Tryggingamiðstöðin kynnt breytingar á bílatryggingum. Markmið Tryggingamiðstöðvarinnar er að gera bílatryggingar eins einfaldar og gegnsæjar og hægt er.

Menning

Hlægilegt að verða rithöfundur

Steinunn Sigurðardóttir var aðeins nítján ára þegar fyrsta bók hennar, Sífellur, kom út. Heildarsafn með ljóðum Steinunnar kemur út á vegum Eddu útgáfu í dag.</font /></b />

Menning

Draugur í Morgunblaðshúsinu

Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu.

Menning

Mikilvægt að prufukeyra

Þegar bíll er keyptur, hvort sem hann er notaður eða nýr, er mjög mikilvægt að prufukeyra hann. Áður en farið er í aksturinn er gott að spyrja bílasalann í þaula um bílinn, kosti hans og galla.

Menning

Pústið segir sögu

Gufurnar sem koma úr púströrinu á bílnum geta sagt mikið til um ástand mótorsins. Til dæmis þegar bíll tekur upp á því að gefa frá sér blágráan reyk þegar honum er startað á morgnana, þá er það merki um að það hafi komist olía inn í sprengihólf (cylinder) vélarinnar á meðan bíllinn stóð ónotaður alla nóttina.

Menning

Sjúk í dýr

"Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla.

Menning

Litlir púkar í skóginum

Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn.

Menning