Menning

Fiskarnir (19.feb - 20.mars)

Þér gengur vel að vinna í hóp í dag. Ekki vera of upptekinn af sjálfum þér og gefðu þér tíma til þess að hlusta á skoðanir annarra.

Menning

Vogin (23.sept - 23.okt)

Vinir þínir koma þér á óvart á einhvern hátt og þú hefur í nógu að snúast í sambandi við félagslífið í kvöld. Rómantíkin liggur í loftinu.

Menning

Steingeit (22.des - 19.jan)

Það ríkir einhver óánægja í kringum þig þó að hún eigi kannski ekki beint við þig. Reyndu að leiða hana hjá þér og vera jákvæður og skilningsríkur.

Menning

Krabbinn (22.júní - 22.júlí)

Þú gætir lent í snúinni aðstöðu í dag þar sem þú veist ekki hvort þú átt að beita kænsku eða sýna góðvild. Eitthvað gerir þig tortrygginn í ákveðnu máli.

Menning

Vogin (23.sept - 23.okt)

Þú prófar eitthvað sem þú hefur aldrei reynt áður og það verður til þess að þú sérð margt öðrum augum en áður. Þú ert hamingjusamur þessa dagana.

Menning

Vogin (23.sept - 23.okt)

Þú minnist gamalla tíma í dag og tengist það endurfundum við gamla vini. Nú er rétti tíminn til að fara í stutt ferðalag.

Menning

Krabbinn (22.júní - 22.júlí)

Þú hefur í mörgu að snúast og þarft á aðstoð að halda. Ástvinir þínir eru fúsir að veita þér aðstoð og skaltu ekki hika við að þiggja hana.

Menning

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)

Niðurstaðan í ákveðnu máli verður til þess að þú þarft verulega að hugsa þinn gang. Vertu hreinskilinn og segðu það sem þér býr í brjósti en gættu þess þó að hlusta líka á annað fólk.

Menning

Steingeit (22.des - 19.jan)

Börnin eru í aðalhlutverki í dag og þú þarft að gefa þeim mikinn tíma. Breytingar eru fyrirsjáanlegar á næstunni og ekki er ólíklegt að þú farir í stutt ferðalag.

Menning

Vogin (23.sept - 23.okt)

Þú færð fréttir sem valda þér miklum heilabrotum. Ættingi þinn kemur þér verulega á óvart og sýnir á sér algjörlega nýja hlið.

Menning

Steingeit (22.des - 19.jan)

Þú ert ekki hrifinn af því að fólk sé að skipta sér of mikið af þér. Þú ert dálítið spenntur og þarft að reyna að láta spennuna ekki ná tökum á þér.

Menning

Meyjan (23.ágúst - 22.sept)

Þér græðist fé á einhvern hátt en þó er ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. Grunur þinn í ákveðnu máli reynist réttur.

Menning

Krabbinn (22.júní - 22.júlí)

Þú ættir að líta í eigin barm áður en þú gagnrýnir fólkið í kringum þig. Þú átt auðvelt með að vinna með fólki í dag. Dagurinn einkennist af tímaskorti og þú verður á þönum fyrri hluta dagsins.

Menning

Vogin (23.sept - 23.okt)

Mikilla breytinga er að vænta í lífi þínu í margvíslegu tilliti. Þú færð upplýsingar sem reynast þér verulega gagnlegar.

Menning

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)

Vertu viðbúinn því að þurfa að taka svolitla áhættu. Aðrir líta til þín sem nokkurs konar leiðtoga og þú mátt ekki bregðast því trausti sem þér er sýnt.

Menning

Vatnsberinn (20.jan - 18.feb)

Einhver leiðindi verða vegna þess að einhverju verður ljóstrað upp sem átti að halda leyndu. Viðleitni þín til að reyna að heilla einhvern hefur mikil áhrif.

Menning

Nautið (20.apríl - 20.maí)

Þú ert fullur af orku þessa daga og er því treyst fyrir mikilvægum verkefnum í vinnunni. Það gæti leitt til verulegrar framþróunar í atvinnumálum þínum.

Menning

Nautið (20.apríl - 20.maí)

Þú nýtur þess ekki vel að vinna einn í dag og ert ekki ánægður með neitt sem þú gerir. Reyndu að vinna með skemmtilegu og gefandi fólki.

Menning

Meyjan (23.ágúst - 22.sept)

Fjölskyldan er þér efst í hugsa í dag svo og fréttir sem þú færð einhvers staðar að. Það reynist þér auðvelt að fá aðstoð við verk þín.

Menning

Nautið (20.apríl - 20.maí)

Gamlir félagar kætast saman í dag og fréttir berast af gömlum vini. Þú sinnir trúarþörf þinni meira en þú hefur gert undanfarið.

Menning