Skoðun

Hver er þinn hirðir?

Ingólfur Gíslason skrifar

Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði.

Skoðun

Hversu lengi ætla stúdentar að sitja í traffík?

Berglind Bjarnadóttir skrifar

Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. 

Skoðun

Ís­lenska er lykill

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Skoðun

Stöndum með Palestínu­fólki! Fjöl­skyldurnar heim!

Askur Hrafn Hannesson skrifar

Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið.

Skoðun

Mann­réttindi. Upp­lýsinga­öflun lög­reglu um einka­mál­efni manna

Hreiðar Eiríksson skrifar

Með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er öllum sem staddir eru innan íslenskrar lögsögu tryggður réttur til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í 2. mgr. sömu greinar er mælt fyrir um að ekki megi gera tilteknar rannsóknaraðgerðir sem skerða friðhelgi einkalífs nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild.

Skoðun

Núna!

Tómas A. Tómasson skrifar

Átta hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð á biðlista eftir hjúkrunarrými í Reykjavík. Til þess að leysa þennan vanda þarf að byggja átta hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum. Ef ekkert er gert mun biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum vaxa á hverju ári.

Skoðun

Öll hreyfing skiptir máli

Alma D. Möller skrifar

Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta.

Skoðun

Af hverju vatns­vernd?

Jón Trausti Kárason skrifar

Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“

Skoðun

Tón­listar­skólar fyrir alla!

Magnús Lyngdal Magnússon skrifar

Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa).

Skoðun

Opið bréf til Ás­laugar Örnu

Hópur nemenda í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði HÍ skrifar

Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra.

Skoðun

Hroki og hleypi­dómar

Bergmann Guðmundsson skrifar

Nú í vikunni féll áhugaverður dómur hjá héraðsdómi Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Persónuvernd varðandi úrskurð stofnunarinnar á Seesaw-nemendakerfinu. Málið snerist um úrskurð Persónuverndar árið 2021 sem lagði m. a. 5 milljón króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og krafði borgina um að eyða öllum gögnum úr kerfinu sem var gert.

Skoðun

Enn eitt dauðs­fallið í sofandi sam­fé­lagi

Sigmar Guðmundsson skrifar

Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi.

Skoðun

Vega­gerð á villi­götum

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað.

Skoðun

Val milli lestrar eða hlustunar náms­efnis

Guðmundur S. Johnsen skrifar

Undanfarna mánuði hefur umræða um íslenskt skólastarf verið óvægin. Sótt hefur verið að kerfinu og jafnvel starfsfólki vegna alþjóðlegs samanburðar PISA. Víst má margt bæta en einnig er mikilvægt að benda á það sem vel hefur verið gert. Sláum skjaldborg um skólakerfið, kennara og stjórnendur og hvetjum þá til góðra verka.

Skoðun

Styðjum við konur á breytinga­skeiði og eftir tíða­hvörf

Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar

Breytingaskeiðið og tíðahvörf eru náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum. Á þessum tíma kemur flökt á kvenhormónin estrógen og prógesterone sem getur valdið því að sumar konur upplifa truflandi einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra.

Skoðun

Fíllinn í her­berginu

Isabel Alejandra Díaz skrifar

Í kringum síðustu alþingiskosningar átti sér hvergi stað heildstæð umræða um menntamál. Það var því engin leið fyrir okkur stúdenta eða háskólayfirvöld að vita hverjar áherslur stjórnmálaflokkana yrðu í málaflokknum.

Skoðun

Á­lit annara og al­manna­rómur auk í­myndar

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú.

Skoðun

Um til­vistarógn, for­dóma og Há­skólann á Bif­röst

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að verja drjúgum hluta starfsævinnar við þann skóla sem heitir í dag Háskólinn á Bifröst, en hét, þegar ég kenndi mitt fyrsta námskeið þar í fjarnámi haustið 1999, Samvinnuháskólinn.

Skoðun

Stór­efla þarf lög­gæsluna

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins.

Skoðun

Á­skorun til dóms­mála­ráð­herra

Ágústa Rúnarsdóttir,Gunnar Páll Júlíusson,Helgi Hlynsson og Jóhann Ágústsson skrifa

Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf.

Skoðun

Vitundar­vakning um fé­lags­fælni

Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn.

Skoðun

Enn um mál­efni Þóru Tómas­dóttur á RUV

Gunnar Ármannsson skrifar

Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins.

Skoðun

Þjóðar­sátt

Ásgerður Pálsdóttir skrifar

Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo.

Skoðun

Að byggja upp fanga eða rífa þá niður

Vilhelm Jónsson skrifar

Fangelsið á Hólmsheiði var vígt síðla árs 2016 og varð ríflega 30-35% dýrara en lagt var upp með og endaði í tæplega þremur milljörðum á þáverandi verðlagi. Fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn 2013 var áætl­aður tæpir tveir millj­arð­ar (1.930 millj­ónir króna).

Skoðun

Látum verkin tala!

Tómas A. Tómasson skrifar

Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar).

Skoðun