Yfirlýsing Hagsmunasamtaka brotaþola og Öfga Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir og Guðný S. Bjarnadóttir skrifa 4. júní 2024 19:00 Í ljósi nýs sýknudóms sem féll þann 3. júní sl. viljum við hjá Hagsmunasamtökum brotaþola og Félagasamtökunum Öfgum vekja athygli á að umræddur dómur er birtingarmynd þeirra hindrana sem þolendur mæta þegar þau kæra. Við viljum taka það fram að við erum ekki að tala fyrir hönd þolanda né aðstandenda í umræddu máli, heldur einungis að gagnrýna framgöngu réttarkerfisins. Hvernig kemst réttarkerfið að þeirri niðurstöðu að sýkna meintan geranda þegar vitnisburður þolanda er á öllum stigum metinn trúverðugur? Hvernig kemst réttarkerfið að þeirri niðurstöðu að sakborningur sé talinn trúverðugur og stöðugur í framburði þegar hvergi er reynt á hans framburð. Hann kemst upp með að gefa bara eina skýrslu, tjá sig ekkert frekar og vísa einungis í þessa einu skýrslu í meðferð málsins fyrir dómi. Í skýrslunni kemur fram að hann neiti fyrir brotið á sama tíma og hann gengst við aðstæðum sem brotaþoli lýsir. Þegar dómur er lesinn má sjá að framburður annarra vitna fær meira vægi en framburður brotaþola sem er lykil vitni í eigin máli og ávallt metin trúverðug af ákæruvaldinu. Vitnisburður móður er talinn óstöðugur og ótrúverðugur vegna smáatriða sem skipta ekki máli með tilliti til hvort meint brot hafi átt sér stað eða ekki. Vitnisburður móður er einnig notaður til þess að draga úr trúverðugri frásögn brotaþola. Það ætti ekki að skipta máli hver sótti brotaþola, hversu margar nætur brotaþoli gisti eða hversu oft brotaþoli fór upp í sumarbústað með meintum geranda. Það er óumdeilt að hann var með brotaþola upp í sumarbústað og brotaþoli segir að hann hafi brotið á sér. Ósamræmi í frásögnum yfir langt tímabil er ekki sönnun um ósannindi, sér í lagi þegar um er að ræða atvik tengd áföllum. Það er einnig ámælisvert hvernig reynt er að draga úr trúverðugleika brotaþola með því að draga fram heimilisaðstæður á þeim tíma, á sama tíma eru heimilisaðstæður sakbornings aldrei dregnar fram. Yfir hverjum er raunverulega verið að rétta? Er það móðir brotaþola og brotaþoli eða sakborningur? Það er vert að taka fram að sakborningar mega ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi, en brotaþolar og vitni verða að segja satt. Neitun sakbornings er oft eina vörnin og virðist í mörgum tilfellum vera nóg. Túlkun framburða brotaþola og móður speglast í túlkun dómara á orðum þeirra og þá er ekki hægt að líta framhjá orðspori þeirra sem dæmdu í umræddu máli þar sem túlkun getur leitt til sýknu. Jónas Jóhannsson hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín sem dómari og þar má nefna pleðurbuxna málið, þar sem hann segir eftirfarandi: „að frásögn ákærða í heild er skýrari og nákvæmari en frásögn brotaþola, þess að ekkert liggur fyrir um gerð og útlit leðurbuxna sem brotaþoli íklæddist um nóttina.“ Þykir þessi setning í niðurlagi þessa dóms sýna að dómari gefur smáatriðum sem hefur ekkert með brotið sjálft að gera meira vægi en frásögn brotaþola. Meðdómari Jónasar, Guðrún Oddsdóttir klínískur sálfræðingur, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ófagleg vinnubrögð í málefnum barna. Guðrún var tilkynnt til embætti landlæknis af tíu konum vegna starfa sinna árið 2022 en einhverra hluta vegna metin hæf til að sitja sem meðdómari í umræddu máli. Hvar stoppar hlutlægnin og hvar hefjast geðþóttaákvarðanir þegar álíka einstaklingar eiga í hlut? Þessi sýknudómur endurspeglar raunveruleika þolenda í kynferðisbrotamálum þar sem neitun sakbornings vegur ávallt þyngra en frásögn þolenda. Réttarkerfið reynir eftir fremsta megni að komast að þeirri niðurstöðu að brot hafi ekki átt sér stað frekar en að sinna skyldum sínum til að upplýsa mál svo hið sanna og rétta komi í ljós. Þar sem saksóknari þarf að gæta hlutleysis hefur brotaþoli engan málsvara innan kerfisins og engann sem sækir málið fyrir hans hönd. Sakborningar eru ekki krafnir um svör eða útskýringar og þar sem þeir þurfa ekki að segja satt að þá hlýtur sönnunarbyrði ákæruvaldsins að falla úr gildi og eftir stendur aðeins orð gegn orði. Réttarkerfið er illa í stakk búið til að takast á við kynferðisbrot sem oftast eru framin á bakvið luktar dyr. Það er ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns þegar staða þeirra innan kerfisins er bágborin með einungis um 3.48% sakfellingarhlutfalli. Brotaþolar sem greina frá reynslu sinni virðist sjaldan trúað og framburður þeirra dreginn í efa. Hvar er réttlæti þolenda? Þegar réttarkerfið stendur ekki með þolendum, heldur beinlínis vinnur gegn þeim, þá er mikilvægt að við gerum það. Við trúum þér. Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Í ljósi nýs sýknudóms sem féll þann 3. júní sl. viljum við hjá Hagsmunasamtökum brotaþola og Félagasamtökunum Öfgum vekja athygli á að umræddur dómur er birtingarmynd þeirra hindrana sem þolendur mæta þegar þau kæra. Við viljum taka það fram að við erum ekki að tala fyrir hönd þolanda né aðstandenda í umræddu máli, heldur einungis að gagnrýna framgöngu réttarkerfisins. Hvernig kemst réttarkerfið að þeirri niðurstöðu að sýkna meintan geranda þegar vitnisburður þolanda er á öllum stigum metinn trúverðugur? Hvernig kemst réttarkerfið að þeirri niðurstöðu að sakborningur sé talinn trúverðugur og stöðugur í framburði þegar hvergi er reynt á hans framburð. Hann kemst upp með að gefa bara eina skýrslu, tjá sig ekkert frekar og vísa einungis í þessa einu skýrslu í meðferð málsins fyrir dómi. Í skýrslunni kemur fram að hann neiti fyrir brotið á sama tíma og hann gengst við aðstæðum sem brotaþoli lýsir. Þegar dómur er lesinn má sjá að framburður annarra vitna fær meira vægi en framburður brotaþola sem er lykil vitni í eigin máli og ávallt metin trúverðug af ákæruvaldinu. Vitnisburður móður er talinn óstöðugur og ótrúverðugur vegna smáatriða sem skipta ekki máli með tilliti til hvort meint brot hafi átt sér stað eða ekki. Vitnisburður móður er einnig notaður til þess að draga úr trúverðugri frásögn brotaþola. Það ætti ekki að skipta máli hver sótti brotaþola, hversu margar nætur brotaþoli gisti eða hversu oft brotaþoli fór upp í sumarbústað með meintum geranda. Það er óumdeilt að hann var með brotaþola upp í sumarbústað og brotaþoli segir að hann hafi brotið á sér. Ósamræmi í frásögnum yfir langt tímabil er ekki sönnun um ósannindi, sér í lagi þegar um er að ræða atvik tengd áföllum. Það er einnig ámælisvert hvernig reynt er að draga úr trúverðugleika brotaþola með því að draga fram heimilisaðstæður á þeim tíma, á sama tíma eru heimilisaðstæður sakbornings aldrei dregnar fram. Yfir hverjum er raunverulega verið að rétta? Er það móðir brotaþola og brotaþoli eða sakborningur? Það er vert að taka fram að sakborningar mega ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi, en brotaþolar og vitni verða að segja satt. Neitun sakbornings er oft eina vörnin og virðist í mörgum tilfellum vera nóg. Túlkun framburða brotaþola og móður speglast í túlkun dómara á orðum þeirra og þá er ekki hægt að líta framhjá orðspori þeirra sem dæmdu í umræddu máli þar sem túlkun getur leitt til sýknu. Jónas Jóhannsson hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín sem dómari og þar má nefna pleðurbuxna málið, þar sem hann segir eftirfarandi: „að frásögn ákærða í heild er skýrari og nákvæmari en frásögn brotaþola, þess að ekkert liggur fyrir um gerð og útlit leðurbuxna sem brotaþoli íklæddist um nóttina.“ Þykir þessi setning í niðurlagi þessa dóms sýna að dómari gefur smáatriðum sem hefur ekkert með brotið sjálft að gera meira vægi en frásögn brotaþola. Meðdómari Jónasar, Guðrún Oddsdóttir klínískur sálfræðingur, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ófagleg vinnubrögð í málefnum barna. Guðrún var tilkynnt til embætti landlæknis af tíu konum vegna starfa sinna árið 2022 en einhverra hluta vegna metin hæf til að sitja sem meðdómari í umræddu máli. Hvar stoppar hlutlægnin og hvar hefjast geðþóttaákvarðanir þegar álíka einstaklingar eiga í hlut? Þessi sýknudómur endurspeglar raunveruleika þolenda í kynferðisbrotamálum þar sem neitun sakbornings vegur ávallt þyngra en frásögn þolenda. Réttarkerfið reynir eftir fremsta megni að komast að þeirri niðurstöðu að brot hafi ekki átt sér stað frekar en að sinna skyldum sínum til að upplýsa mál svo hið sanna og rétta komi í ljós. Þar sem saksóknari þarf að gæta hlutleysis hefur brotaþoli engan málsvara innan kerfisins og engann sem sækir málið fyrir hans hönd. Sakborningar eru ekki krafnir um svör eða útskýringar og þar sem þeir þurfa ekki að segja satt að þá hlýtur sönnunarbyrði ákæruvaldsins að falla úr gildi og eftir stendur aðeins orð gegn orði. Réttarkerfið er illa í stakk búið til að takast á við kynferðisbrot sem oftast eru framin á bakvið luktar dyr. Það er ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns þegar staða þeirra innan kerfisins er bágborin með einungis um 3.48% sakfellingarhlutfalli. Brotaþolar sem greina frá reynslu sinni virðist sjaldan trúað og framburður þeirra dreginn í efa. Hvar er réttlæti þolenda? Þegar réttarkerfið stendur ekki með þolendum, heldur beinlínis vinnur gegn þeim, þá er mikilvægt að við gerum það. Við trúum þér. Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun