Skoðun

Hamingjan er það sem allir sækjast eftir

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar

Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti.

Skoðun

Hatur­s­orð­ræða og um­sögn Reykja­víkur­borgar

Helgi Áss Grétarsson skrifar

„Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel.

Skoðun

Vegna fyrir­hugaðrar upp­töku á notkun raf­byssa við lög­gæslu­störf á Ís­landi

Eva Einarsdóttir skrifar

Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf  á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. 

Skoðun

Með lögum skal land byggja en ekki með ó­lögum eyða

Askur Hrafn Hannesson og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa

Þann 23. janúar síðastliðinn kom Alþingi saman í fyrsta sinn eftir jólafrí. Eina málið á dagskrá er hið umdeilda útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram heldur það fimmta og er Jón Gunnarsson fjórði ráðherrann til að leggja það fram.

Skoðun

Dellu­at­hvarf Stefáns

Konráð S. Guðjónsson skrifar

Í átökum fólks á milli verður atburðarásin stundum furðuleg. Þegar mikið er undir skiptir miklu máli að geta sýnt fram á hvers vegna þitt sjónarmið skiptir máli. Stundum verður kappið of mikið og beinum eða óbeinum blekkingum er beitt, sem verða stundum til fyrir misskilning.

Skoðun

Far­sæld til fram­tíðar

Bóas Hallgrímsson skrifar

Hvernig búum við börn og ungmenni best undir lífið sem bíður þeirra? Hvaða veganesti kemur sér best fyrir æsku landsins? Hvaða ábyrgð bera skólar landsins, kennarar, frístundaheimili og frístundafulltrúar í þeim efnum?

Skoðun

Vg leggur smá­báta­sjó­menn á högg­stokkinn!

Inga Sæland skrifar

Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd.

Skoðun

Að­för að réttindum laun­þega

Birgir Dýrfjörð skrifar

Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert.

Skoðun

Nýjasta trendið er draugur for­tíðar

Sigmar Guðmundsson skrifar

Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni.

Skoðun

Gras­rót gegn út­lendinga­frum­varpi

Hópur fólks innan Vinstri grænna skrifar

Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli.

Skoðun

Jafn­réttis­bar­átta í 116 ár

Tatjana Latinovic skrifar

Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“.

Skoðun

Mennska er máttur - í heil­brigðis­kerfinu

Hlédís Sveinsdóttir skrifar

Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar.

Skoðun

Ís­lenskt ra­f­elds­neyti í eigu þjóðarinnar

Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Fyrir áramótin mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að taka til frumathugunar stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Líta má við þessa frumathugun til starfsemi Equinor í Noregi, fyrrum Statoil, sem er nú 67% í eigu norska ríkisins.

Skoðun

Miley Cyrus, laukurinn og framhjáhöldin

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Miley Cyrus gaf út nýtt lag og myndband nú á dögunum sem hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum. Æðislegt lag sem yfirfyllir Tiktok-ið mitt þessa dagana. Annað hvort myndband hjá mér núna er yfirfullt af einstaklingum í öllum sínum fjölbreytileika, dansandi að innlifun eftir takti lagsins. Það verður að segjast að þetta er skref upp á við frá brjáluðu lauk kerlingunni sem einhverra hluta vegna var alltaf að poppa upp hjá mér.

Skoðun

Fram­farir í þágu þol­enda of­beldis

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samstarfi við dómsmálaráðherra, hafa tekið höndum saman í að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis viðeigandi stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu.

Skoðun

Hvað myndirðu gera ef barnið þitt kæmi heim með sýnilega áverka?

Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Sem betur fer reyna langflestir foreldrar allt sem þau geta til að vernda og verja börnin sín fyrir því sem veldur þeim skaða. Börnum af minni kynslóð var til dæmis kennt að varast ókunnuga á götum úti, fara aldrei upp í bíl með ókunnugum og svo auðvitað var stúlkum kennt að passa sig og setja sig ekki í aðstæður sem gætu leitt af sér ofbeldi. Það heppnaðist ekki alltaf, en það voru verkfærin sem foreldrar okkar höfðu. Óþokkar í myrkum húsasundum voru óöryggið og óttinn sem bar að varast.

Skoðun

Næsta stopp er: Há­skóla­strætó

Viktor Pétur Finnsson skrifar

Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda.

Skoðun

Fjöl­skyldu­vænar breytingar í Hvera­gerði

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar

Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum.

Skoðun

Sólveig Anna og Trump

Sveinn Waage skrifar

Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið.

Skoðun

Flotið vakandi að feigðarósi

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi.

Skoðun

Hvar verður þú 18. ágúst 2036?

Stefán Pálsson skrifar

Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni.

Skoðun

Var­úð í við­skiptum. Skrúð­klæði. Jóns­bók.

Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Húseigendur hafa gjarnan mörg járn í eldinum og þurfa óhjákvæmilega að semja við ýmsa um ótalmargt. Má nefna kaupsamninga um hús og lóðir, húsaleigusamninga, verksamninga um byggingu, endurbætur, viðhald, viðgerðir og rekstur húsa, tryggingarsamninga, þjónustusamninga af ýmsum toga, sölusamninga við fasteignasala, samninga um sérfræðiaðsoð og ráðgjöf.

Skoðun

Of­beldi mæðra gegn börnum sínum og feðrum þeirra

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Ég skrifa þessa grein eftir að hafa talað við fjölda feðra sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi bæði í sambandi og eftir skilnað. Ég skrifa hana því í dag þá sé ég þetta sem mjög alvarlegt samfélagslegt vandamál sem þarf að hætta fyrir velferð barna okkar.

Skoðun

Upp­lýsinga­gjöf í sjálf­bærni

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar

Undanfarin misseri hefur aukin umræða verið um sjálfbærnitengda upplýsingagjöf. Hér á landi er nokkur fjöldi fyrirtækja skyldugur samkvæmt lögum að veita sjálfbærni upplýsingar. Þá hefur Evrópusambandið samþykkt ný lög um upplýsingagjöf í sjálfbærni sem munu verða leidd í lög hér á landi, þó enn sé ekki ljóst hvenær það verður.

Skoðun

Stelpurnar okkar verða mömmur

Steinunn Jóhannesdóttir skrifar

Fyrirliði íslenska landsliðsins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur um árabil verið meðal sterkustu leikmanna liðsins, bæði í sókn og vörn, skorað fjöldann allan af mörkum í um 140 landsleikjum, skapstór og tapsár, eins og hún hefur sjálf orðað það, í mínum augum algjör nagli.

Skoðun

Ríkið á­kveði ekki aðild barna að trú­fé­lögum

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður.

Skoðun