Skoðun

Mið­aldra á hjúkrunar­heimili!

Jóhanna Ólafsdóttir skrifar

Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru.

Skoðun

Sérðu það sem ég sé?

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Þeir tónar í minninu læddust inn í höfuðið á mér í morgunsárið, kölluðu það upp sem tákn um þetta með að sjá eitt og annað um lífið. Hegðun og viðmót sem var svo algengt.

Skoðun

Strand­veiðar - stór­lega styrktur at­vinnu­vegur

Ingvar Þóroddsson skrifar

Höfundur hefur í sumar ekki orðið varhluta af umfjöllun um hinar svokölluðu strandveiðar og háværar kröfur um að aukið sé verulega við aflaheimildir sem úthlutað er til strandveiða, að þær skuli jafnvel bara gefnar alveg frjálsar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, brást við með því að bæta tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðipottinn, en þó er ekki við öðru að búast en að áfram verði krafist þess að sífellt stærri hluti heildaraflans verði úthlutað til strandveiða.

Skoðun

Hver á vindinn?

Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið.

Skoðun

Tölum um mann­virkja­rann­sóknir

Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka.

Skoðun

Skólabyrjun og skjáhætta

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum.

Skoðun

Leyfið Estefaniu að vera hér á landi: Hvers vegna sendum við börn burt?

Kamma Thordarson skrifar

„Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag.

Skoðun

Fær­eyingar góð fyrir­mynd!

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum.

Skoðun

Mennta­mál eru byggða­jafn­réttis­mál

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifa

Menntun er ekki einungis samfélagsmál heldur einnig forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar og þar skipta öll skólastig máli. Menntamál skipa stóran sess þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðarinnar.

Skoðun

Tölum saman um skóla­starf

Arnbjörg Stefánsdóttir skrifar

Að vinna í grunnskóla er skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér en á sama tíma er það mjög vandasamt. Starfsfólk í skólum hefur mikil áhrif á líf barna og fjölskyldna þeirra og við munum öll eftir þeim kennurum sem hjálpuðu okkur að vaxa og við munum líka eftir þeim sem gerðu það ekki.

Skoðun

Frum­kvöðlar fram­tíðarinnar: Að breyta brestum og nýta nei­kvætt til ný­sköpunar

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Í íslenskri stjórnarskrá er ákvæði semsérstaklega fjallar um börn. Þannig segir í ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að börnum skuli í lögum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina ákvæðið í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem verndar einnsamfélagshóp umfram annan og er eina ákvæðið sem veitir efnislegan grundvöll til að takmarka mannréttindi annarra í þágu barna.

Skoðun

Ás­geir, gefðu okkur von!

Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar

Hún hefur smogið eins og dalalæða inn í nánast hvern krók og kima samfélagsins og hefur bæði vakið ugg og ótta. Váin hefur vomað yfir og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Vextir, verðbólga og vísitölur hvers konar hafa farið hækkandi og aukið á byrði almennings og fyrirtækja.

Skoðun

Það er hægt að lækka byggingar­kostnað á Ís­landi

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Sönn saga úr hversdagsleikanum: Ungur maður langaði að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Foreldrar hans, sem eru ágætlega stæð, vildu styðja við son sinn og varð úr að hann myndi leigja bílskúrinn sem var innréttaður sem íbúð. Leigan var 250.000 kr á mánuði, foreldrarnir lögðu einnig fram 250.000 kr á mánuði þannig að sparnaður upp í fyrstu íbúðina var hálf milljón á mánuði eða 12 milljónir á tveimur árum.

Skoðun

Ert þú „svo­lítið OCD“?

Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. 

Skoðun

Hvers virði eru þeir sem mennta þjóðina?

Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar.

Skoðun

Leitin að sjálfum sér

Erna Bjarnadóttir skrifar

Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“

Skoðun

Bústaðavegur verður Nikótínstræti — þökk sé Reitum og líf­eyris­sjóðunum

Eyrún Magnúsdóttir skrifar

Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært.

Skoðun

Viltu vinna of mikið í ár og enn­þá meira á næsta ári?

Steinunn Þórðardóttir skrifar

Má bjóða þér vinnu þar sem þú berð gríðarlega ábyrgð og öll mistök sem þú gerir, sama hversu smávægileg, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og limi annarra? Þar sem hver dagur er fullur af áskorunum og afdrifaríkum ákvörðunum og enginn tími dauður tími?

Skoðun

Sjálf­stæðis­flokkurinn er skrýtin skrúfa

Sigurjón Þórðarson skrifar

Um árabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengið með þá hugmynd að selja Landsvirkjun og eina alþjóðlega flugvöll landsmanna. Það er í sjálfu sér hálfklikkað að ætla að selja nánast eina hliðið inn og út úr landinu, en það er augljóst að nýr rekstraraðili, ekki ólíklega erlendur, mun ekki sæta neinni samkeppni að neinu tagi.

Skoðun

Ölfus, land tæki­færanna

Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Atvinnulífið blómstrar í Ölfusi. Sveitarfélagið og innviðir þess standa sterkum fótum og tækifærin eru fjölmörg. Eitt þeirra tækifæra sem blasa við er að ýta undir sérstöðu sveitarfélagsins sem býður upp á raunverulega einstakt svæði til brimbrettaiðkunar, ekki aðeins á landsvísu heldur á heimsvísu. Svæðið er hins vegar í mikilli hættu vegna þess að meirihluti sveitarfélagsins hefur samþykkt að moka yfir það landfyllingu.

Skoðun

Puigdemont snýr aftur til að gera það ljóst að bar­áttan fyrir sjálf­stæði Kata­lóníu heldur á­fram

Jordi Oriola Folch skrifar

Frá 1714 hefur Spánn litið á Katalóníu sem nýlendu, með ríkisfjármálarán upp á 22.000 milljónir evra árlega (10% af vergri landsframleiðslu Katalóníu!) og með kynþáttafordómum gegn Katalóníu. Og þetta hefur lifað til þessa dags og þess vegna þurfum við sjálfstæði Katalóníu. Við skipulögðum þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt árið 2017 og vegna kúgunarinnar í kjölfarið hefur Puigdemont forseti þurft að vera í útlegð í Belgíu í 7 ár.

Skoðun

Ylja og skaðaminnkun

Willum Þór Þórsson skrifar

Þau ánægjulegu tímamót áttu sér stað á dögunum að fyrsta staðbundna neyslurýmið hér á landi var formlega opnað. Rauði Kross Íslands rekur þjónustuna á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborgar í sérútbúnu húsnæði í Borgartúni 5.

Skoðun

Hættu að spyrja um spillinguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins taldi spillingu þrífast innan stofnana þess samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins árið 2013 eða 70%. Þar af 84% aðspurðra í Svíþjóð, 82% í Þýzkalandi og 80% í Austurríki. Hliðstætt hafði komið fram árin á undan. Viðbrögð Evrópusambandsins voru þau að hætta að spyrja um spillingu í stofnunum þess.

Skoðun

Bóndinn og snákurinn

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum.

Skoðun

Setjum Coda Terminal verk­efnið í í­búa­kosningu í Hafnar­firði

Arndís Kjartansdóttir skrifar

Í lok maí 2024 var auglýst kynning á umhverfismatsskýrslu vegna Carbfix - Coda Terminal verkefnisins í Hafnarfirði. Ég ákvað að horfa á kynninguna í streymi á netinu. Eftir kynninguna setti mig hljóða, átti að fara að setja niður 80 borholur steinsnar frá íbúabyggð við Vellina í Hafnarfirði?

Skoðun

Daginn eftir og hinir 364

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Nú er Gleðigöngunni lokið þetta árið, gaman hvað mörg gátu mætt, en baráttan heldur áfram, við megum aldrei sofna á verðinum né loka augunum fyrir hatursorðræðu og mismunun.

Skoðun

Hvernig komum við böndum á kapitalismann?

Reynir Böðvarsson skrifar

Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningu sem mér láðist þó að svara en hafði kannski lofað, „Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er.”

Skoðun

Yazan á heima hér!

Alma Ýr Ingólfsdóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa

Landssamtökin Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks. Okkar leiðarstef í allri vinnu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja.

Skoðun