Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar 4. desember 2024 08:00 Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun