Skoðun

Bönnum fjáraflanir for­eldra fyrir börnin sín á Facebook

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrkja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook.

Skoðun

Kröfur fjár­mála­ráð­herra – ekki Óbyggðanefndar

Páll Magnússon skrifar

Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans.

Skoðun

Neyðar­á­stand í plast­málum

Emily Richey-Stavand skrifar

Plast er allstaðar. Plast er í matarpakkningum, í fötunum sem þú klæðist, í leikföngum barna þinna og ótal öðrum hlutum sem við notum öll daglega. Um 350.000 tonn af plasti eru framleidd á hverju ári á heimsvísu og talið er að framleiðslan eigi einungis eftir að aukast

Skoðun

Garða­bær og á­sýnd spillingar

Harpa Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa

Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins.

Skoðun

Stað­reyndir um Ra­pyd

Garðar Stefánsson skrifar

Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér.

Skoðun

Lifir lýð­ræðið gervi­greindina af?

Halldóra Mogensen skrifar

Systkini sitja saman við morgunverðarborðið og skrolla á sitthvoru tækinu á samfélagsmiðlum. Algrím samfélagsmiðlana mata þau með svo ólíkum upplýsingum um heiminn að þau gætu allt eins búið í sitthvoru stjörnukerfinu en ekki á sama heimili.

Skoðun

Á ein­hver heima í þessari í­búð?

Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands.

Skoðun

Ó­vissan í Evrópu

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 lauk kaldastríðinu og eitt stórveldi Bandaríkin varð ráðandi í heiminum. En heimurinn hefur tekið breytingum og er nú orðinn „multipolar“ með þrjú stórveldi. Í hópi þeirra eru Bandaríkin ríkust og valdamest, Kína fjölmennast og vaxandi efnahagsveldi, og loks Rússland veikara en hin tvö.

Skoðun

Öruggir inn­viðir sam­fé­lagsins

Böðvar Tómasson skrifar

Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og er þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem samfélagið veitir takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun.

Skoðun

Vöxtur tækni- og hug­verka­iðnaðar krefst sér­hæfðs mann­auðs

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa

Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum.  

Skoðun

Þeir unnu mikið af­rek

Ingólfur Sverrisson skrifar

Mitt gamla stálhjarta sló mörg aukaslög í gleði og stolti þegar málmsuðu- og tæknimennirnir luku því gríðarlega vandasama verki í nótt að smíða og tengja hjáveitulögn yfir nýja hraunið og koma heita vatninu aftur til íbúanna.

Skoðun

Hungur­sneyð er yfir­vofandi

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Á Gaza eru 335,000 börn í lífshættu vegna vannæringar - enginn á íbúi á Gaza fær daglega nauðsynlega næringu. Allir Gazabúar eru svangir, fjórðungur sveltur og streðar við að finna mat og drykkjarhæft vatn.

Skoðun

Skila­boð til náttúru­unn­enda Ís­lands

Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum.

Skoðun

Hver er hugur ís­lensku þjóð­kirkjunnar til þjóðar­morðs?

Alda Lóa Leifsdóttir skrifar

Árið 1985 þegar Desmond Tutu var biskup í Jóhannesarborg var útgefin yfirlýsing af hópi guðfræðinga með aðsetur í bænum Soweto í Suður Afríku. Yfirlýsingin eða skjalið nefnist Kairos Document og hafði gífurleg áhrif á afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku.

Skoðun

Gríptu mig, kæra Kerfi

Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Hér í upphafi vil ég láta þess getið, til að forðast allan miskilning, að bréf þau sem hér eru skrifuð til Kerfisins í þessari grein eru til að vekja athygli á Alzheimer sjúkdómnum og þeim áskorunum sem nýgreindir einstaklingar standa frammi fyrir sem og þeir sem lengra eru komnir í framvindu sjúkdómsins.

Skoðun

Hvers eiga aldraðir að gjalda?

Tómas A. Tómasson skrifar

Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það þarf að byggja 700 hjúkrunarrými til þess að taka á biðlistanum sem þegar hefur myndast. Ef litið er til næstu fimm ára er ljóst að þörfin eftir hjúkrunarrýmum mun aðeins aukast.

Skoðun

Skulda- eða kulda­dagar

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar

Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt.

Skoðun

Leiðandi leið­togar

Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað.

Skoðun

Ó­mark­tækt ríki?

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Ríki eru eins og einstaklingar dæmd af því sem þau gera. Eins og staðan er í dag hafa íslensk stjórnvöld - þar til bærir aðilar - veitt landvist og loforð um skjól, fólki sem býr við stöðuga lífsógn á Gaza, þar sem stórtækustu ofbeldisaðgerðir í langan aldur hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Þar af eru 72 börn.

Skoðun

Hita­veitu fyrir Kópa­vog

Ómar Stefánsson skrifar

Í desember 1964 var stofnuð Hitaveita Kópavogs. Nú tæpum 60 árum seinna er tímabært að setja hana í gang að nýju og byrja að leita að heitu vatni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Undanfarin ár hefur það gerst oftar en ekki að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðið um spara heita vatnið og sundlaugar hafa þurft að loka vegna skorts á heitu vatni.

Skoðun

Afl­raunir á Suður­nesjum

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. 

Skoðun

Hvað á að gera við afa?

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Undanfarið hefur Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, rekið kynningarherferð á tillögum fjárfesta um nýtt hverfi langt fyrir utan þéttbýlismörk með þeirri aðskilnaðarstefnu að þar eigi eingöngu að hýsa eldra fólk. Tillagan er kynnt undir því yfirskini að vera uppbygging á lífsgæðakjarna en um það bil allt við tillöguna er á skjön við þá hugmyndafræði.

Skoðun

Tákn­mál í hjarta mínu

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna.

Skoðun

Við viljum þau heim - strax!

Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa

Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út.

Skoðun