Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 15:22 Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Samfylkingin Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar