Skoðun

Hvað veist þú um þína hags­muni?

Einar G. Harðarson skrifar

Efnahagsmál heimsins eru flestum almennum manni nokkuð hulin. Gæti verið að hluti þeirra séu hulin af ástæðu; þeirri ástæðu að ef fólkið vissi hvað er í raun að gerast myndu þau vilja skipta sér af þó ekki væri nema með því að kjósa öðruvísi.

Skoðun

Stofnum hug­búnaðar­klasa í Kópa­vogi

Erlendur Geirdal skrifar

Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar.

Skoðun

Betri tækifæri til fjarvinnu og fjarnáms á landsbyggðinni

Alexandra Rós Jóhannesdóttir skrifar

Í blómlegu samfélagi eins og í Hrunamannahrepp þurfum við að velta fyrir okkur hvað við getum gert til þess að laða nýtt fólk til okkar og gera vel við íbúa sem búa hér fyrir. Það er grundvallarréttur hjá okkur eins og öðrum landsmönnum að það sé jöfn búsetuskilyrði í landinu.

Skoðun

Er Sunda­braut pólitískur ó­mögu­leiki?

Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar

Allir borgarbúar þekkja söguna um Sundabraut enda framkvæmdin verið til umræðu í bráðum hálfa öld og verið á lokastigi síðustu áratugi án þess að neitt gerist. Það er alveg sama hve margar viljayfirlýsingar núverandi meirihluti skrifar undir um lagningu Sundabrautar, alltaf skal hann tefja málið.

Skoðun

Er fjármálaráðherra í jarðsambandi?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar

Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál.

Skoðun

Ís­lensku­nám á vinnu­tíma fyrir starfs­fólk

Jóhanna Pálsdóttir skrifar

Viðreisn í Kópavogi telur að það séu sameiginlegir hagsmunir sveitarfélagsins og starfsmanna sem vinna í leik- og grunnskólum bæjarins að styðja við íslenskunám þeirra með því að bjóða upp á íslenskukennslu á vinnustað á starfstíma fyrir þau sem slíkt vilja þiggja.

Skoðun

Bætt skipu­lags­mál í Fjarða­byggð

Kristinn Þór Jónasson og Jóhanna Sigfúsdóttir skrifa

Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna.

Skoðun

Viðey í fortíð og framtíð

Ari Tryggvason skrifar

Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu.

Skoðun

Með lögum skal land byggja - þ.m.t. Kópavog!

Gunnar Jónsson skrifar

Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum.

Skoðun

Mat­væli eða ösku­haugar

Guðmundur Oddgeirsson skrifar

Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi.

Skoðun

Ætti grunnskólinn að hefjast fimm ára?

Hildur Björnsdóttir skrifar

Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk.

Skoðun

Flug­völlurinn á förum og ráð­herra í felum?

Bergþór Ólason skrifar

Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi.

Skoðun

Frí­stunda­bílinn fram og til baka

Ásta Sigríður Guðjónsdóttir skrifar

Í dag geta börn í Garðabæ tekið frístundabíl frá frístundaheimilum grunnskólanna í íþrótta- og tómstundastarf. Þetta einfaldar skipulag fyrir foreldra sem annars þyrftu að skutla börnum hingað og þangað um bæinn. Börnin komast þá á auðveldan og öruggan hátt í sínar tómstundir.

Skoðun

„And­verð­leika­sam­fé­lagið“

Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Ég og fjölskylda mín erum ein af þeim fjölmörgu fjölskyldum sem misstu allt sitt í hruninu. Faðir minn og móðir unnu af dugnaði og samvisku til að veita sér og börnum sínum gott líf. Þau söfnuðu peningum í stóra útborgun á íbúð sem var síðan öll étin upp í hruninu.

Skoðun

Af aldurs­for­dómum og mann­fyrir­litningu á HVEST

Halldór Jónsson skrifar

Það hefur án efa ekki verið auðvelt og því síður einfalt að starfa við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða síðustu áratugina. Heilbrigðisstörf eru öll mjög krefjandi, umhverfið þar vestra hefur um margt verið snúið og ekki síst var rekstur stofnunarinnar slíkur að fréttir af hatrömmum átökum milli einstakra starfsmanna og stjórnenda töldust ekki til stórtíðinda.

Skoðun

Upp­bygging inn­viða

Sandra Sigurðardóttir skrifar

Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt.

Skoðun

Geð­lyfja­notkun hjá börnum og í­búum hjúkrunar­heimila

Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar

Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum.

Skoðun

Blóm­leg at­vinnu­starf­semi í Hvera­gerði – allra gróði

Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifar

Rétt fyrir kosningar heyrum við stjórnmálamenn oft nota frasa eins og „Við viljum styðja við atvinnulifið í bænum“, enda er það eitt af meginhlutverkum stjórnvalda í smærra og stærra samhengi að styðja við grunnstarfsemi á hverjum stað.

Skoðun

Staf­rænt bruðl í borg bið­listanna!

Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Kolbrún Baldursdóttir skrifa

Í Reykjavík hafa biðlistar af öllu tagi ekki gert annað en að lengjast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu. Það kallast ófremdarástand.

Skoðun

Nota­lega flug­fé­lagið

Reynir Heiðar Antonsson skrifar

Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins.

Skoðun

Takk, kæri kennari!

Björn Páll Fálki Valsson skrifar

Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum.

Skoðun

Borgin er stoð­s­við – ekki aðal­leikari

Róbert Aron Magnússon skrifar

Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur.

Skoðun

Stöndum vörð um Hafnar­fjörð!

Guðmundur Árni Stefánsson skrifar

Það þarf öfluga velferð fyrir fólk þannig að kröftugt atvinnulíf nái að blómstra. En um leið þarf heilbrigt atvinnulíf að vera til staðar, þannig að velferðin njóti sín.

Skoðun

Skamm­tíma lækkanir á VSK slæmar fyrir neyt­endur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði.

Skoðun

Hækkum þjónustu­stigið og tökum aftur for­ystu í Garða­bæ

Sara Dögg Svanhildardóttir,Guðlaugur Kristmundsson og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa

Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu.

Skoðun

Komum skikki á leigu­markaðinn, áður en eitt­hvað brestur

Yngvi Ómar Sighvatsson og Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifa

Íbúðarhúsnæði á fyrst og fremst að vera heimili fólks en ekki fjárfesting fyrir efnafólk. Samtök leigjenda setja fram þá kröfu að sett verði á viðmiðunarverð fyrir útleigu húsnæðis hið fyrsta.

Skoðun

Borgar­línan verður hryggjar­­stykki al­­mennings­­sam­­gangna á höfuð­­borgar­­svæðinu

Annie Weinstock skrifar

Höfuðborgarsvæðið er sniðið meira að bílaumferð en búast mætti við. Þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn, árið 2019, sá ég fyrir mér borgarbrag sem væri meira í ætt við Stokkhólm, þar sem ég bjó í byrjun aldarinnar. Veðurfar er svipað og í Stokkhólmi en þar gat ég auðveldlega verið bíllaus og gekk, tók strætó eða notaði neðanjarðarlest til að komast leiðar minnar.

Skoðun

Kunnug­legt stef í Kópa­vogi

Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja.

Skoðun