Afglapavæðing? Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 7. janúar 2024 10:02 Það er eitthvað sérkennilegt að gerast í samfélaginu þegar íbúar lítils bæjarfélags eins og Seyðisfjarðar þurfa að fara í flókinn og rándýran málarekstur til að mæta ofríki og beinlínis lögbrotum stjórnvalda.Þegar við Seyðfirðingar heyrðum fyrst af áformum erlends fyrirtækis og hlaupastráka þeirra um að smella litlum 10 þúsund tonnum af norskum eldislaxi í fjörðinn okkar, tók það ekki nema 2-3 daga að virkja íbúa bæjarins og að safna undirskriftum undir þessa einföldu kröfu: „Við undirrituð leggjumst alfarið gegn öllum áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði“ Fólk gekk hús úr húsi, bankaði á dyr og bað um undirskrift allra sem höfðu náð kosningaaldri. Flestir skrifuðu undir undir og þykkum bunka lista var skilað til okkar nýja yfirvalds í Múlaþingi. Þrátt fyrir breið bros og kurteislegt viðmót voru því miður strax bornar brigður á þennan eindregna vilja íbúa. Kannski var þetta ekki að marka, kannski voru þeir Andrés önd og Mikki mús báðir á þessum listum. Í framhaldinu sýndi okkar nýja sveitarstjórn, sveitarstjórn Múlaþings, þó þá ábyrgð að fela Gallup að athuga hvort þetta væri raunverulega svona. Vildi fólk virkilega ekki fórna náttúrufari og staðarmenningu sinni fyrir aukna hagsæld og meint ný störf? Niðurstaðan var skýr . 75% aðspurðra voru afdráttarlausir í sinni afstöðu gegn laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum. Við Seyðfirðingar vorum sem sagt ekki ginkeyptir og við vildum ekki fleiri skyndilausnir. Síldarárin voru í sinni rómantísku fortíðarbirtu enn í fersku minni bæjarbúa. Brjáluð vinna en bærinn var nánast í henglum, þegar þeim ágæta og beinmarga fiski var nánast útrýmt af miðunum og við þurftum að hysja upp um okkur, þvo af okkur hreistrið og finna ný bjargráð. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Við vissum þó að samfélagið bjó yfir auði sem lá í einstöku náttúrufari og kaupstað sem bjó yfir dýrmætum húsaarfi og frjóum hugmyndum. Það var bærinn okkar og varð svo bærinn allrar þjóðarinnar sem og ungs fólks víðsvegar að úr heiminum, sem kaus að setjast þar að. Staðurinn hafði skapað sér orðspor, sem ekki verður hannað á auglýsingastofum. Fallegu gömlu húsin, sem eitt sinn höfðu verið þyrnir í augum sumra, höfðuðu til unga fólksins og það hafði ráð á að kaupa þau og eignast þak yfir höfuðið. Bærinn umbreyttist fyrir atorku íbúanna í stolta og litríka heimabyggð og varð einn rómaðisti áfangastaður á Austurlandi. Þangað sótti bæði innlendir og erlendir gestir. Vinnufúsar hendur tóku til við að skrapa, mála og bæta. Gömlu húsin vörpuðu öndinni léttar og öðluðust nýtt líf og sum nýtt hlutverk. Trésmíðaverkstæðið varð alþjóðlegu sýningarými, gamli Útvegsbankinn að rómantísku hóteli, verslunarhús Jóns G. hýsir tvo landsþekkta veitingastaði, gamall síldarbraggi hýsti unga ferðalanga, starfsfólk sýslumannsembættisins flutti úr hreysi í höll. Pósthúsið varð að hóteli og símstöðin að ráðhúsi. Gamli Spítalinn að heimavist fyrir framsækinn Listaskóla. Félagsheimilið gekk líka endurnýjun lífdaga og bauð upp á einu opinberu bíósýningar sem mögulegt var að sjá á landinu frá Akureyri og allt suður til Selfoss. Jafnvægi hafði náðst og flestir undu glaðir við sitt. En nú mæta spekúlantar með peningaglóð í glyrnum og finnst að þeir verði að sjá aumur á okkur, skaffa okkur lífsviðurværi og útvega örfá störf í kringum lúsétna og þrautpínda laxa í sjókvíum í okkar langa, þrönga og lygna firði. Til að að leggja áherslu á þessa brýnu nauðsyn brugðu kvótaeigendurnir á það ráð að loka bolfiskvinnslu staðarins, sem rekin hafði verið í áratugi á Seyðisfirði og fluttu vinnsluna yfir til Grindavíkur, að sögn til hagræðis og á flótta undan hugsanlegri ofanflóðavá. Þessu góða fólki mætir nú innanflóðavá á öðru landshorni. Verði þeim að góðu. Þegar við Seyðfirðingar gengum gengjum í eilífðarhjónaband með ólíkum byggðarlögum; Fljótsdalshéraði, Djúpavogi og Borgarfirði eystri var okkur lofað að það væri aðeins hagræðing sem einfaldaði stjórnsýslun en áfram gætum við sungið með okkar nefi og ráðið okkar innri málefnum. En þrátt fyrir það eru nú hagsmunir annarstaðar í þessu stóra og sameinaða sveitarfélagi meira aðkallandi en hagsmunir Seyðfirðinga. Nú hefur ekki borist einn einasti lúsétinn laxasporður í laxasláturhúsið á Djúpavogi í marga mánuði, vegna blóðþorra og annara plága, í marga mánuði og erlenda verkafólkið, sem þar er við störf, hefur þurft að dunda sér við að mála og þrífa og gera klárt fyrir 10 þúsund tonnin af laxi, sem búist er við að komi úr sjókvíunum í Seyðisfirði. En ég segi ykkur kæru félagar, það mun aldrei verða. Höfundur er félagi í VÁ, arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Sjókvíaeldi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað sérkennilegt að gerast í samfélaginu þegar íbúar lítils bæjarfélags eins og Seyðisfjarðar þurfa að fara í flókinn og rándýran málarekstur til að mæta ofríki og beinlínis lögbrotum stjórnvalda.Þegar við Seyðfirðingar heyrðum fyrst af áformum erlends fyrirtækis og hlaupastráka þeirra um að smella litlum 10 þúsund tonnum af norskum eldislaxi í fjörðinn okkar, tók það ekki nema 2-3 daga að virkja íbúa bæjarins og að safna undirskriftum undir þessa einföldu kröfu: „Við undirrituð leggjumst alfarið gegn öllum áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði“ Fólk gekk hús úr húsi, bankaði á dyr og bað um undirskrift allra sem höfðu náð kosningaaldri. Flestir skrifuðu undir undir og þykkum bunka lista var skilað til okkar nýja yfirvalds í Múlaþingi. Þrátt fyrir breið bros og kurteislegt viðmót voru því miður strax bornar brigður á þennan eindregna vilja íbúa. Kannski var þetta ekki að marka, kannski voru þeir Andrés önd og Mikki mús báðir á þessum listum. Í framhaldinu sýndi okkar nýja sveitarstjórn, sveitarstjórn Múlaþings, þó þá ábyrgð að fela Gallup að athuga hvort þetta væri raunverulega svona. Vildi fólk virkilega ekki fórna náttúrufari og staðarmenningu sinni fyrir aukna hagsæld og meint ný störf? Niðurstaðan var skýr . 75% aðspurðra voru afdráttarlausir í sinni afstöðu gegn laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum. Við Seyðfirðingar vorum sem sagt ekki ginkeyptir og við vildum ekki fleiri skyndilausnir. Síldarárin voru í sinni rómantísku fortíðarbirtu enn í fersku minni bæjarbúa. Brjáluð vinna en bærinn var nánast í henglum, þegar þeim ágæta og beinmarga fiski var nánast útrýmt af miðunum og við þurftum að hysja upp um okkur, þvo af okkur hreistrið og finna ný bjargráð. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Við vissum þó að samfélagið bjó yfir auði sem lá í einstöku náttúrufari og kaupstað sem bjó yfir dýrmætum húsaarfi og frjóum hugmyndum. Það var bærinn okkar og varð svo bærinn allrar þjóðarinnar sem og ungs fólks víðsvegar að úr heiminum, sem kaus að setjast þar að. Staðurinn hafði skapað sér orðspor, sem ekki verður hannað á auglýsingastofum. Fallegu gömlu húsin, sem eitt sinn höfðu verið þyrnir í augum sumra, höfðuðu til unga fólksins og það hafði ráð á að kaupa þau og eignast þak yfir höfuðið. Bærinn umbreyttist fyrir atorku íbúanna í stolta og litríka heimabyggð og varð einn rómaðisti áfangastaður á Austurlandi. Þangað sótti bæði innlendir og erlendir gestir. Vinnufúsar hendur tóku til við að skrapa, mála og bæta. Gömlu húsin vörpuðu öndinni léttar og öðluðust nýtt líf og sum nýtt hlutverk. Trésmíðaverkstæðið varð alþjóðlegu sýningarými, gamli Útvegsbankinn að rómantísku hóteli, verslunarhús Jóns G. hýsir tvo landsþekkta veitingastaði, gamall síldarbraggi hýsti unga ferðalanga, starfsfólk sýslumannsembættisins flutti úr hreysi í höll. Pósthúsið varð að hóteli og símstöðin að ráðhúsi. Gamli Spítalinn að heimavist fyrir framsækinn Listaskóla. Félagsheimilið gekk líka endurnýjun lífdaga og bauð upp á einu opinberu bíósýningar sem mögulegt var að sjá á landinu frá Akureyri og allt suður til Selfoss. Jafnvægi hafði náðst og flestir undu glaðir við sitt. En nú mæta spekúlantar með peningaglóð í glyrnum og finnst að þeir verði að sjá aumur á okkur, skaffa okkur lífsviðurværi og útvega örfá störf í kringum lúsétna og þrautpínda laxa í sjókvíum í okkar langa, þrönga og lygna firði. Til að að leggja áherslu á þessa brýnu nauðsyn brugðu kvótaeigendurnir á það ráð að loka bolfiskvinnslu staðarins, sem rekin hafði verið í áratugi á Seyðisfirði og fluttu vinnsluna yfir til Grindavíkur, að sögn til hagræðis og á flótta undan hugsanlegri ofanflóðavá. Þessu góða fólki mætir nú innanflóðavá á öðru landshorni. Verði þeim að góðu. Þegar við Seyðfirðingar gengum gengjum í eilífðarhjónaband með ólíkum byggðarlögum; Fljótsdalshéraði, Djúpavogi og Borgarfirði eystri var okkur lofað að það væri aðeins hagræðing sem einfaldaði stjórnsýslun en áfram gætum við sungið með okkar nefi og ráðið okkar innri málefnum. En þrátt fyrir það eru nú hagsmunir annarstaðar í þessu stóra og sameinaða sveitarfélagi meira aðkallandi en hagsmunir Seyðfirðinga. Nú hefur ekki borist einn einasti lúsétinn laxasporður í laxasláturhúsið á Djúpavogi í marga mánuði, vegna blóðþorra og annara plága, í marga mánuði og erlenda verkafólkið, sem þar er við störf, hefur þurft að dunda sér við að mála og þrífa og gera klárt fyrir 10 þúsund tonnin af laxi, sem búist er við að komi úr sjókvíunum í Seyðisfirði. En ég segi ykkur kæru félagar, það mun aldrei verða. Höfundur er félagi í VÁ, arkitekt og hótelhaldari.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar