Tónlist

Músíktilraunir í 30. sinn

Músíktilraunir hefjast í þrítugasta sinn í Austurbæ í kvöld. 48 hljómsveitir taka þátt. Margir þekktir tónlistarmenn hafa verið í sigursveit keppninnar.

Tónlist

Stafrænir Bítlar

Teiknimynd Bítlanna, Yellow Submarine, frá árinu 1968 hefur verið endurunnin stafrænt og verður gefin út á mynddiski 28. maí. Plata með tónlist myndarinnar verður endurútgefin sama dag.

Tónlist

Uppselt á Bryan Ferry - Aukatónleikum bætt við

Miðsalan á tónleika Bryan Ferry í Hörpu, á hvítasunnudag 27. maí, hófst á hádegi í dag og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið framúrskarandi. Uppselt er á tónleikana og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við.

Tónlist

Syngja saman

Leikarinn Johnny Depp tekur lagið með vini sínum, tónlistarmanninum Marilyn Manson, á væntanlegri plötu þess síðarnefnda. Vinirnir syngja saman slagarann You're So Vain sem Carly Simon gerði frægan árið 1972.

Tónlist

Meðalaldur væntanlegra tónlistarmanna um sextugt

Enski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry bættist fyrir skömmu í stóran hóp eldri tónlistarmanna sem sækja Ísland heim á þessu ári. Meðal annarra sem stíga hér á svið eru James Taylor, Tony Bennett, Don McLean og Manfred Mann, sem eiga það allir sameiginlegt að vera komnir vel yfir sextugt. Inni á milli leynast yngri flytjendur en langyngst er þó Azealia Banks sem er rétt skriðin yfir tvítugt. Hún dregur meðalaldur þeirra sem hingað koma mikið niður en hann hljómar upp á 58,6 ár.

Tónlist

Miðasala á Bryan Ferry hefst á hádegi

Miðsalan á tónleika Bryan Ferry í Hörpu, á hvítasunnudag 27. maí, hefst á hádegi í dag á midi.is, harpa.is og í miðasölu Hörpu. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir miðum og því má gera ráð fyrir að þeir verði fljótir að rjúka út.

Tónlist

Frítt á Airwaves-tónleika á laugardag

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves býður upp á fría tónleika á NASA laugardagskvöldið 31. mars. Fram koma Sóley, Agent Fresco og breska gítarrokksveitin All the Young. Útvarpsstöðin XFM í London nefndi hljómsveitina eina af tólf bestu sveitunum sem stíga fram í dagsljósið á þessu ári, auk þess sem hún var tilnefnd sem efnilegasta sveitin hjá verslunum HMV.

Tónlist

Bryan Ferry til Íslands

Hvítasunnudaginn 27. maí mun Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, koma hingað til lands ásamt hljómsveit og halda tónleika í Hörpu. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og munu þeir marka upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans.

Tónlist

Ummi gefur út Bergmálið

Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson sendir á morgun frá sér smáskífulagið Bergmálið. Það verður að finna á annarri plötu listamannsins sem kemur út seinna á þessu ári.

Tónlist

Söng í fyrsta sinn í Las Vegas

„Ég var með risatónleika í Las Vegas,“ segir Geir Ólafsson, sem söng með 25 manna hljómsveit vinar síns Dons Randi í borginni í síðasta mánuði.

Tónlist

Ásgeir snýr aftur í tónlist til að fækka spjöldunum

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum.

Tónlist

Sóley hlaut hæsta styrkinn

Sóley Stefánsdóttir hlaut hæsta styrkinn hjá Kraumi í ár. Aðrir sem fengu háan styrk voru Sólstafir, Lay Low, Of Monsters and Men og hátíðin Eistnaflug.

Tónlist

Safnplata frá Bjartmari í sumar

"Það er kominn tími á þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson. Safnplata með 60 til 70 af hans bestu lögum verður gefin út 13. júní í tilefni sextugsafmælis hans þann sama dag. "Við byrjuðum að pæla í þessu eftir áramótin og ætlum að gera þetta í samvinnu við góða menn,“ segir Bjartmar sem hefur samið lög á borð við Týnda kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu og Fimmtán ára á föstu.

Tónlist

Tíu boða komu sína á Aldrei fór ég suður

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin um páskahelgina og sem fyrr er frítt inn. Þeir tíu flytjendur sem hafa boðað komu sína á hátíðina eru Mugison, Retro Stefson, Skálmöld, Dúkkulísur, Jón Jónsson, Pollapönk, Sykur, Muck, Gudrid Hansdóttir og Klysja. Alls spila þrjátíu flytjendur á hátíðinni.

Tónlist

Frusciante fjarverandi

John Frusciante, fyrrum gítarleikari Red Hot Chili Peppers, verður ekki viðstaddur þegar hljómsveitin verður vígð inn í Frægðarhöll rokksins í apríl.

Tónlist

Disney-tónskáld látið

Bandaríska tónskáldið Robert B. Sherman lést á mánudag, 86 ára að aldri. Sherman og bróðir hans, Richard, eiga heiðurinn af mörgum þekktustu lögum Disney-kvikmyndanna.

Tónlist

Melódískt og skrítið popp

Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi.

Tónlist

Armenía ekki með í Eurovision

Eftir miklar vangaveltur staðfesti Armenía þátttöku sína í Eurovision-keppninni í Bakú 17. janúar síðastliðinn. Nú hefur þjóðin þó dregið það til baka, eftir að armenskir söngvarar söfnuðu undirskriftum gegn þátttöku, og tilkynntu um að þeir kæmu ekki til með að taka þátt.

Tónlist

Micha Moor á Selfossi

Þýski plötusnúðurinn Micha Moor er væntanlegur aftur til landsins og spilar á 800 Bar á Selfossi föstudaginn 9. mars.

Tónlist

Fimm stjörnu tónleikar

„Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum styrktartónleika en okkur langaði að gera eitthvað sérstakt í tilefni 15 ára afmælis félagsins,“ segir Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður félags Einstakra barna.

Tónlist

Biophilia í nýrri útgáfu

Annan apríl hefst endurhljóðblönduð útgáfuröð með lögunum af plötu Bjarkar, Biophilia. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru These New Puritans, Matthew Herbert, El Guincho, Hudson Mohawke, Alva Noto, 16 Bit, Current Value, King Cannibal og pönk-rappsveitin Death Grips frá Kaliforníu.

Tónlist

Fimm trommarar taka þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni

Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure.

Tónlist