Tónlist Múlinn í kvöld á Rósenberg Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21. Tónlist 30.10.2008 08:00 Andfélagslegur og kynlaus „Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa,“ segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó“ hans sem syngur á plötunni. Tónlist 30.10.2008 04:00 Spila án Plants Rokksveitin Led Zeppelin er á leið í tónleikaferð en söngvarinn Robert Plant verður ekki með í för. Bassaleikarinn John Paul Jones sagði í samtali við BBC að Plant hafi ákveðið að fara ekki með og nýs söngvara væri nú leitað. Tónlist 29.10.2008 04:45 Með 50 manna kór Rokkararnir í Oasis spiluðu með fimmtíu manna kór sér við hlið á tónlistarhátíð BBC, Electric Proms, í London fyrir skömmu. Kórinn söng með í sex lögum, þar á meðal Wonderwall og Champagne Supernova, og þótti þetta óvenjulega uppátæki takast mjög vel. Tónlist 29.10.2008 04:30 Íslenskt rokk vekur athygli Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember. Tónlist 29.10.2008 04:15 Íslensk tónlist kynnt í LA Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Tónlist 29.10.2008 04:00 Tónlistarveisla í Gramminu Raftónlistar- og rokkveisla var haldin í vinnustofunni Gramminu við Smiðjustíg fyrir skömmu. Raftónlistarmaðurinn 701 spilaði þar dáleiðandi raftónlist sína og Faðirvor rokkaði frumsamda sálmatónlist. Tónlist 28.10.2008 07:00 Jólatónleikar þrátt fyrir áföll „Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af,“ segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Tónlist 28.10.2008 05:00 Góðir gestir hjá Jerry Lee Goðsögnin Jerry Lee Lewis vonast til að Mick Jagger og Keith Richards úr Rolling Stones verði gestaspilarar á næstu plötu sinni. „Ég hef þekkt þá síðan þeir voru krakkar. Er það ekki magnað? Þeir eru engir krakkar núna,“ sagði Lewis, sem er 73 ára og líklega þekktastur fyrir lagið Great Balls of Fire Tónlist 28.10.2008 05:00 Syngjum saman með Ragga Bjarna „Jú, ég er að vinna í plötu sem ég hef lengi ætlað að gera en hef aldrei komist í því ég var að vinna í einhverjum öðrum plötum!“ segir Raggi Bjarna um væntanlega plötu sína. „Þetta er svona „sing-a-long“ plata, gömul lög með íslenskum textum, lög sem allir þekkja og geta sungið með uppi í bústað eða á jólunum eða hvar sem er. Ætli ég láti hana ekki bara heita „Syngjum saman með Ragga Bjarna“.“ Tónlist 28.10.2008 04:30 Ný plata frá Beastie Boys Hljómsveitin Beastie Boys er að undirbúa nýja plötu sem mun fylgja eftir The Mix-Up sem kom út í fyrra. Á henni var ekkert sungið en raunin verður önnur á þessari plötu. „Við erum í miðjum upptökum,“ sagði Adam Horovitz. Tónlist 27.10.2008 05:00 Sigur Rós lýkur tónleikaferðinni heima Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. Tónlist 25.10.2008 09:00 Það er bara til einn Dylan Áttundi hluti hinnar margrómuðu Bootleg Series sem hefur að geyma áður óútgefnar Dylan upptökur kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem heitir Tell Tale Signs og hefur að geyma upptökur frá árunum 1989-2006. Tónlist 24.10.2008 06:15 Safnplata frá Melua Söngkonan Katie Melua, sem hélt tónleika í Laugardalshöll fyrir tveimur árum, gefur út tvöfaldan safndisk á mánudag. Á fyrri disknum verða sautján lög, þar á meðal The Closest Thing To Crazy, Nine Million Bicycles og What A Wonderfuld World sem hún söng með Evu Cassidy. Tónlist 24.10.2008 05:30 Frábær list tekur tíma Andy Gould, umboðsmaður Guns N"Roses, líkir söngvaranum Axl Rose við ítalska listamanninn Michelangelo í nýlegu viðtali. Sautján ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar með frumsömdu efni kom út, Use Your Illusions II. Töldu því margir að nýja platan, Chinese Democracy sem kemur út 24. nóvember, yrði aldrei að veruleika. Tónlist 24.10.2008 04:15 FM Belfast fær góða dóma Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins NME fyrir tónleika sína á Iceland Airwaves-hátíðinni á laugardagskvöld. „Það var lítið sem gat heillað mann eftir að hafa horft gapandi á stóra fossa, heita hveri og grófgerða dalina. Þess vegna má þakka guði fyrir elektrópopparana í FM Belfast sem hrifu mann með kraftmikilli framkomu á myrkum tíma í sögu þjóðar sinnar," sagði í dómnum. Tónlist 23.10.2008 08:00 Loksins plata frá Skapta Ólafs Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. Tónlist 23.10.2008 07:00 Sólargeisli frá honum KK Nýjasta plata hins ástsæla tónlistarmanns KK – Svona eru menn – er komin út. Þjófstartað var á Kaffi Rosenberg á mánudag. Til útgáfuteitis KK var ýmsum vinum og velunnurum, ásamt þeim sem komu að gerð plötunnar, boðið. Tónlist 23.10.2008 06:00 Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Tónlist 23.10.2008 05:00 Langar að gefa út aðra plötu „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan,“ segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. Tónlist 23.10.2008 04:00 Jónsi með einsöng „Ég var í sveit á Kambsstöðum og þetta er fólkið sem ól mig upp. Mér var ljúft að bjóða fram aðstoð mína,“ segir Jónsi í Svörtum fötum, sem syngur einsöng með kórnum Sálubót úr Þingeyjarsveit í Fella- og Hólakirkju á laugardag. Tónlist 23.10.2008 04:00 Ráðstefnan komin til að vera „Ráðstefnan gekk alveg vonum framar. Við erum syngjandi glöð sem stóðum að henni," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útóns, sem skipulagði alþjóðlegu ráðstefnuna You Are in Control sem var haldin á Hótel Sögu. Tónlist 21.10.2008 04:00 Stórtónleikar í Slane Castle Bresku rokkararnir í Oasis ætla að halda stórtónleika í Slane Castle á Írlandi 20. júní á næsta ári. Pláss er fyrir allt að hundrað þúsund manns á tónleikunum, sem yrðu á meðal þeirra stærstu í sögu sveitarinnar. Tónlist 21.10.2008 03:45 Long Blondes hættir Breska rokksveitin The Long Blondes hefur lagt upp laupana. Gítarleikarinn Dorian Cox tilkynnti þetta á MySpace-síðu sveitarinnar í gærmorgun. Cox fékk hjartaáfall í júní og segir hann að ástæða þess að sveitin hætti sé sú að hann viti ekki hvenær hann verði búinn að ná sér að fullu. Tónlist 21.10.2008 03:00 Magnað laugardagskvöld Feitasta dagskráin á Airwaves-hátíðinni hefur yfirleitt verið á laugardagskvöldinu og árið í ár var þar engin undantekning og eins og oft áður var ljóst að nú þyrfti að velja og hafna. Tónlist 20.10.2008 06:00 Lokakvöld Airwaves Þá er komið að lokum Iceland Airwaves hátíðarinnar enn eitt árið. Seinustu tónleikarnir verða í kvöld á Nasa. Tónlist 19.10.2008 16:51 Íslensk tónlist undir smásjá erlendra stórfyrirtækja Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Tónlist 19.10.2008 08:00 Nýtt lag í stað plötu Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is Tónlist 19.10.2008 06:00 Snúður og strengir Plötusnúðurinn Dj Margeir spilar á Nasa á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld ásamt níu manna strengjasveit. Stjórnandi sveitarinnar verður básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson, auk þess sem hann útsetur strengjahlutann. Tónlist 19.10.2008 05:00 Þrjár milljónir seldust Platan In Rainbows með Radiohead hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu. Tónlist 19.10.2008 02:30 « ‹ 182 183 184 185 186 187 188 189 190 … 226 ›
Múlinn í kvöld á Rósenberg Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21. Tónlist 30.10.2008 08:00
Andfélagslegur og kynlaus „Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa,“ segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó“ hans sem syngur á plötunni. Tónlist 30.10.2008 04:00
Spila án Plants Rokksveitin Led Zeppelin er á leið í tónleikaferð en söngvarinn Robert Plant verður ekki með í för. Bassaleikarinn John Paul Jones sagði í samtali við BBC að Plant hafi ákveðið að fara ekki með og nýs söngvara væri nú leitað. Tónlist 29.10.2008 04:45
Með 50 manna kór Rokkararnir í Oasis spiluðu með fimmtíu manna kór sér við hlið á tónlistarhátíð BBC, Electric Proms, í London fyrir skömmu. Kórinn söng með í sex lögum, þar á meðal Wonderwall og Champagne Supernova, og þótti þetta óvenjulega uppátæki takast mjög vel. Tónlist 29.10.2008 04:30
Íslenskt rokk vekur athygli Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember. Tónlist 29.10.2008 04:15
Íslensk tónlist kynnt í LA Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Tónlist 29.10.2008 04:00
Tónlistarveisla í Gramminu Raftónlistar- og rokkveisla var haldin í vinnustofunni Gramminu við Smiðjustíg fyrir skömmu. Raftónlistarmaðurinn 701 spilaði þar dáleiðandi raftónlist sína og Faðirvor rokkaði frumsamda sálmatónlist. Tónlist 28.10.2008 07:00
Jólatónleikar þrátt fyrir áföll „Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af,“ segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Tónlist 28.10.2008 05:00
Góðir gestir hjá Jerry Lee Goðsögnin Jerry Lee Lewis vonast til að Mick Jagger og Keith Richards úr Rolling Stones verði gestaspilarar á næstu plötu sinni. „Ég hef þekkt þá síðan þeir voru krakkar. Er það ekki magnað? Þeir eru engir krakkar núna,“ sagði Lewis, sem er 73 ára og líklega þekktastur fyrir lagið Great Balls of Fire Tónlist 28.10.2008 05:00
Syngjum saman með Ragga Bjarna „Jú, ég er að vinna í plötu sem ég hef lengi ætlað að gera en hef aldrei komist í því ég var að vinna í einhverjum öðrum plötum!“ segir Raggi Bjarna um væntanlega plötu sína. „Þetta er svona „sing-a-long“ plata, gömul lög með íslenskum textum, lög sem allir þekkja og geta sungið með uppi í bústað eða á jólunum eða hvar sem er. Ætli ég láti hana ekki bara heita „Syngjum saman með Ragga Bjarna“.“ Tónlist 28.10.2008 04:30
Ný plata frá Beastie Boys Hljómsveitin Beastie Boys er að undirbúa nýja plötu sem mun fylgja eftir The Mix-Up sem kom út í fyrra. Á henni var ekkert sungið en raunin verður önnur á þessari plötu. „Við erum í miðjum upptökum,“ sagði Adam Horovitz. Tónlist 27.10.2008 05:00
Sigur Rós lýkur tónleikaferðinni heima Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. Tónlist 25.10.2008 09:00
Það er bara til einn Dylan Áttundi hluti hinnar margrómuðu Bootleg Series sem hefur að geyma áður óútgefnar Dylan upptökur kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem heitir Tell Tale Signs og hefur að geyma upptökur frá árunum 1989-2006. Tónlist 24.10.2008 06:15
Safnplata frá Melua Söngkonan Katie Melua, sem hélt tónleika í Laugardalshöll fyrir tveimur árum, gefur út tvöfaldan safndisk á mánudag. Á fyrri disknum verða sautján lög, þar á meðal The Closest Thing To Crazy, Nine Million Bicycles og What A Wonderfuld World sem hún söng með Evu Cassidy. Tónlist 24.10.2008 05:30
Frábær list tekur tíma Andy Gould, umboðsmaður Guns N"Roses, líkir söngvaranum Axl Rose við ítalska listamanninn Michelangelo í nýlegu viðtali. Sautján ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar með frumsömdu efni kom út, Use Your Illusions II. Töldu því margir að nýja platan, Chinese Democracy sem kemur út 24. nóvember, yrði aldrei að veruleika. Tónlist 24.10.2008 04:15
FM Belfast fær góða dóma Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins NME fyrir tónleika sína á Iceland Airwaves-hátíðinni á laugardagskvöld. „Það var lítið sem gat heillað mann eftir að hafa horft gapandi á stóra fossa, heita hveri og grófgerða dalina. Þess vegna má þakka guði fyrir elektrópopparana í FM Belfast sem hrifu mann með kraftmikilli framkomu á myrkum tíma í sögu þjóðar sinnar," sagði í dómnum. Tónlist 23.10.2008 08:00
Loksins plata frá Skapta Ólafs Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. Tónlist 23.10.2008 07:00
Sólargeisli frá honum KK Nýjasta plata hins ástsæla tónlistarmanns KK – Svona eru menn – er komin út. Þjófstartað var á Kaffi Rosenberg á mánudag. Til útgáfuteitis KK var ýmsum vinum og velunnurum, ásamt þeim sem komu að gerð plötunnar, boðið. Tónlist 23.10.2008 06:00
Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Tónlist 23.10.2008 05:00
Langar að gefa út aðra plötu „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan,“ segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. Tónlist 23.10.2008 04:00
Jónsi með einsöng „Ég var í sveit á Kambsstöðum og þetta er fólkið sem ól mig upp. Mér var ljúft að bjóða fram aðstoð mína,“ segir Jónsi í Svörtum fötum, sem syngur einsöng með kórnum Sálubót úr Þingeyjarsveit í Fella- og Hólakirkju á laugardag. Tónlist 23.10.2008 04:00
Ráðstefnan komin til að vera „Ráðstefnan gekk alveg vonum framar. Við erum syngjandi glöð sem stóðum að henni," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útóns, sem skipulagði alþjóðlegu ráðstefnuna You Are in Control sem var haldin á Hótel Sögu. Tónlist 21.10.2008 04:00
Stórtónleikar í Slane Castle Bresku rokkararnir í Oasis ætla að halda stórtónleika í Slane Castle á Írlandi 20. júní á næsta ári. Pláss er fyrir allt að hundrað þúsund manns á tónleikunum, sem yrðu á meðal þeirra stærstu í sögu sveitarinnar. Tónlist 21.10.2008 03:45
Long Blondes hættir Breska rokksveitin The Long Blondes hefur lagt upp laupana. Gítarleikarinn Dorian Cox tilkynnti þetta á MySpace-síðu sveitarinnar í gærmorgun. Cox fékk hjartaáfall í júní og segir hann að ástæða þess að sveitin hætti sé sú að hann viti ekki hvenær hann verði búinn að ná sér að fullu. Tónlist 21.10.2008 03:00
Magnað laugardagskvöld Feitasta dagskráin á Airwaves-hátíðinni hefur yfirleitt verið á laugardagskvöldinu og árið í ár var þar engin undantekning og eins og oft áður var ljóst að nú þyrfti að velja og hafna. Tónlist 20.10.2008 06:00
Lokakvöld Airwaves Þá er komið að lokum Iceland Airwaves hátíðarinnar enn eitt árið. Seinustu tónleikarnir verða í kvöld á Nasa. Tónlist 19.10.2008 16:51
Íslensk tónlist undir smásjá erlendra stórfyrirtækja Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Tónlist 19.10.2008 08:00
Nýtt lag í stað plötu Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is Tónlist 19.10.2008 06:00
Snúður og strengir Plötusnúðurinn Dj Margeir spilar á Nasa á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld ásamt níu manna strengjasveit. Stjórnandi sveitarinnar verður básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson, auk þess sem hann útsetur strengjahlutann. Tónlist 19.10.2008 05:00
Þrjár milljónir seldust Platan In Rainbows með Radiohead hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu. Tónlist 19.10.2008 02:30