Tónlist

Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli

Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. 

Tónlist

Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022

Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi.

Tónlist

Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið

Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu.

Tónlist

Ben­sol er plötu­snúður mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Tónlist

Ultraflex þvinga þig til að slappa af

„Slappaðu af,“ syngja Katrín Helga Andrésdóttir, eða Special K, og Kari Jahnsen, eða Farao, í skipunartón í nýju myndbandi. Gera hlustandanum ljóst að hann eigi að taka því rólega. Saman mynda þær íslensk-norska diskódúettinn Ultraflex, og nýta sér gjöfula uppskeru listlíkissögunnar sem innblástur fyrir bæði hljóð og mynd.

Tónlist

Sjálfsmynd, samskipti og óheppni í ástum

Hljómsveitin FLOTT hefur vakið töluverða athygli í íslensku tónlistarlífi undanfarið fyrir hnyttin popplög. Sveitina skipa fimm öflugar ungar konur sem vinna allt sitt tónlistarefni frá A-Ö og hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning við Sony Music. FLOTT er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

„Ég held nú að allir breytist aðeins með árunum“

Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson er búsettur í Austurríki og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína víðs vegar, þó sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki sem og hér heima. Hann gaf út sitt fyrsta lag átján ára gamall og á að baki sér marga smelli og tvær plötur. Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

Markmiðið að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni

Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valgeir Magnússon mynda hljómsveitina Poppvélin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa elskað tónlist frá ungum aldri og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ná þau vel saman sem heild. Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

Danir senda pönk til Ítalíu

Danir völdu framlag sitt í Eurovision söngvakeppnina nú í kvöld. Kvennapönksveitin Reddi verður fulltrúi Dana þegar keppnin fer fram í Tórínó í maí.

Tónlist

Bríet er mætt á íslenska listann

Íslenska söngkonan Bríet er mætt á íslenska listann með nýjasta lag sitt Cold Feet. Lagið kom út 21. janúar síðastliðinn og situr í sextánda sæti listans fyrstu vikuna sína inni eftir að hafa verið kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. Það er nóg um að vera hjá Bríeti en samkvæmt Instagram síðu hennar er nýtt lag væntanlegt 18. mars næstkomandi.

Tónlist

„Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“

Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa.

Tónlist

„Ég er mad partý dýr“

Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

Laddi fór á kostum á trommunum

Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari.

Tónlist

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

Tónlist