Tónlist

Mætt á toppinn og verður því „Aldrei toppað“

Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.

Tónlist

Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn

Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól.

Tónlist

Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision

Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri.

Tónlist

Gítargrip og texti Með hækkandi sól

Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og Systur munu stíga á svið og flytja Með hækkandi sól fyrir Íslands hönd. Hörðustu Júró-aðdáendur munu líklega blása til teitis í kvöld til að hvetja okkar konur áfram og verður því að gera fólki mögulegt að grípa í gítarinn og syngja með systrum. 

Tónlist

Hefur farið 23 sinnum á Eurovision

Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum.

Tónlist

„Ég var fæddur til að bumpa“

Love Bump 22 er ný útgáfa Love Guru af fyrsta laginu sem Boney M gáfu út, „Baby do ya wanna bump“ sem kom út árið 1975. Love Guru segir að hér sé sungið um þokkafyllsta dans sögunnar, The Bump sem á einmitt 50 ára afmæli um þessar mundir.

Tónlist