Með laginu fylgir glænýtt tónlistarmyndband sem Sigurlaug Gísladóttir leikstýrði en tónlistarkonurnar segjast sækja innblástur í norðurevrópska ferðamenn sem djamma í Suður-Evrópu á stöðum á borð við Mallorca, Ibiza og Rhodes.
„Lagið heiðrar bleikar bjórbumbur, Smirnoff Ice og lyktina af Aftersun. Við sóttum innblástur í eigin reynslu af því að láta hella áfengi í okkur af barþjónum á tíma þar sem naflahringir og gallabuxur frá Miss Sixty voru eitt það mikilvægasta.“

Þær segja lagið hafa komið til þeirra á afgerandi tímapunkti.
„Rhodos var samið í alheimsfaraldrinum þegar við þráðum að djamma. Við vildum heyra fólk öskra í eyrun okkar, allir að rekast utan í hvort annað, einhver að stíga á tærnar okkar og tilfinningin að finna fyrir köldum bjór leka niður bakið.
Þegar við skrifuðum Rhodos fór hugurinn strax með okkur á heita og klístraða strönd, stað sem við bæði elskum og fyrirlítum jafn mikið.“
Hér má sjá myndbandið: