Umræðan

Afskræming bankasölunnar

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Einhvers konar stundarbrjálæði hafði gripið um sig. Forsíður vefmiðla voru undirlagðar af fréttum um að hinir og þessir hefðu fengið að kaupa Íslandsbanka á undirverði, og gífuryrðum um spillingu. Það heyrðust jafnvel háværar kröfur um að sölunni skyldi rift.

Umræðan

Sjálfbærnivegferð Evrópusambandsins er komin til Íslands

Reynir Smári Atlason og Vilhjálmur Þór Svansson skrifar

Larry Fink, forstjóri BlackRock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims, skrifar árlega opið bréf til forstjóra annarra fyrirtækja. Bréfið er víða lesið og rætt, enda er BlackRock eigandi í mörgum fyrirtækjum fyrir hönd fjárfesta sinna. Árið 2020 sló Fink nýjan tón í skrifum sínum. Þema Fink það ár var sjálfbærni.

Umræðan

15.000 prósenta vöxtur í komum skemmtiferðaskipa

Björgvin Ingi Ólafsson skrifar

Hagtölur á Covid tímum voru frekar fáránlegar. Gröf sem sýna breytingar milli ára síðustu árin sýna sitt á hvað 70% lækkun eða 300% hækkun. Mikilvægt er að blaðamenn og greinendur verði prósentufælnir því ef við pössum okkur ekki þá verða fréttir og fyrirsagnir um 1.721% eða jafnvel 15.000% vöxt á á vegi okkar innan tíðar.

Umræðan

Hvenær verða upplýsingar að innherjaupplýsingum?

Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Nýlegur dómur Hæstaréttur Noregs þýðir að óbreyttu að norsk félög þurfa að birta – eða taka ákvörðun um að fresta að birta – upplýsingar um atburð sem jafnvel minni líkur en meiri eru á að verði að veruleika. Er dómurinn ekki til þess fallinn að draga úr þeirri óvissu sem ríkt hefur, ekki aðeins í Noregi heldur jafnframt í öðrum Evrópuríkjum sem fylgja ákvæðum MAR-reglugerðarinnar, um hvað teljast eigi til innherjaupplýsinga.

Umræðan

Ferða­þjónusta og sveitar­stjórnar­kosningar utan höfuð­borgar­svæðisins

Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Nú eru fáar vikur til sveitarstjórnarkosninga. Eitt af mikilvægustu hlutverkum sveitarstjórna, ekki síst í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, er að styðja við atvinnuuppbyggingu með ráðum og dáð. Í minni sveitarfélögum er atvinna iðulega undirstaða annarra þátta, því með auknum atvinnutækifærum koma fleiri íbúar, aukin fjárfesting, aukin þjónusta við íbúana og meiri gróska í sveitarfélagið.

Umræðan

Hagfræðingur sem hefur rangt fyrir sér

Björgvin Ingi Ólafsson skrifar

Það má ekki gleyma að það er gagnlegt að spá þó spárnar reynist á endanum rangar. Bara að velta fyrir sér hvernig hlutirnir geti þróast mun hjálpa okkur að takast á við framtíðina, hvernig sem hún verður. Viðbragðið við því að spá vitlaust er því ekki að hætta að spá heldur einfaldlega að kunna að eiga sem best við það þegar við erum úti að aka.

Umræðan

Hæfir fjárfestar og útboð hlutabréfa

Andri Fannar Bergþórsson skrifar

Ströng skilyrði eru fyrir því viðskiptavinur sem telst ekki sjálfkrafa fagfjárfestir sé flokkaður sem slíkur. Ástæðan er sú að fjárfestar sem falla í þann flokk njóta minni fjárfestaverndar en almenni fjárfestirinn, til dæmis varðandi upplýsingagjöf og fjárfestingarkosti.

Umræðan

Stríð og ábyrgar fjárfestingar

Kristín Jóna Kristjánsdóttir skrifar

Ábyrgar fjárfestingar útloka almennt ekki fjárfestingar til hefðbundinnar vopnaframleiðslu þó vissulega séu einhverjir fjárfestar sem útloka vopnaframleiðslu með öllu. Getu landa til að verja sig verður tæplega teflt í voða þó fjárfestar kjósi að fjármagna ekki framleiðslu og þróun gereyðingarvopna.

Umræðan

Áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja innan ESB

Diljá Helgadóttir skrifar

Nýverið samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) tillögu að tilskipun um áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja. Fyrirtækjum verður gert að greina og, ef nauðsyn krefur, koma í veg fyrir, binda enda á eða draga úr skaðlegum áhrifum starfsemi þeirra á mannréttindi og umhverfi.

Umræðan

Andstaða við skipulagðar umferðartafir

Erlendur Magnússon skrifar

Umferðatafir hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag, draga úr kaupmætti launa, skerða hagnað fyrirtækja, og draga þar af leiðandi úr tekjum ríkis og sveitarfélaga. Þá ganga umferðatafir á frítíma fólks og því ekki undarlegt að það sé almennt mótfallið vísvitandi umferðartöfum.

Umræðan

Sex atriði til að selja meira með auglýsingum

Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifar

Rannsóknir sýna að stór hluti af hlutverki auglýsinga er að viðhalda sölu inn í framtíðina og verjast samkeppninni. Auglýsingar eru því mikilvægar í rekstri flestra fyrirtækja þrátt fyrir að við viljum mörg kalla þær skatt á reksturinn.

Umræðan

Skaðabótaskylda ríkisins vegna sóttvarnaraðgerða?

Halldór Brynjar Halldórsson og Jóna Vestfjörð Hannesdóttir skrifar

Ljóst er að heilbrigðiskerfið verður að aðlaga sig að verkefnum sínum en ekki samfélagið að heilbrigðiskerfinu. Í því samhengi er eðlilegt að velta því upp hvort rétt sé að líta á mögulegt álag á heilbrigðiskerfið sem málefnalega ástæðu fyrir skerðingu á stjórnarskrárvörðum réttindum landsmanna. Með öðrum orðum, hvort stjórnvöld geti notað vanrækslu á lögbundinni skyldu sinni til að réttlæta inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi landsmanna.

Umræðan

Það er hægt að eiga varasjóð þótt heimilið skuldi húsnæðislán

Gunnar Ingi Halldórsson skrifar

Raunveruleikinn er sá að skuldlaus heimili eru jafn sjaldgæf og skuldlaus fyrirtæki. Það eru bara einhyrningar eða erfðaprinsar og -prinsessur, ekki ég eða þú. Þannig þarf að eiga varasjóð þótt það séu skuldir á efnahagsreikningi heimilisins. Fjölskyldan þarf að eiga 5 til 6 mánaða útborguð laun á reikningi sem er aðgengilegur innan 3 til 6 mánaða.

Umræðan

Þjóð í öfgum

Ísak Rúnarsson skrifar

Mikil tækifæri eru í vinnslu og sölu orku til Evrópu og jafnvel mætti færa fyrir því rök að á okkur Íslendingum hvíli siðferðisleg skylda sem aðildarland NATÓ að leggja okkar að mörkum til að efla öryggi í álfunni með þeim hætti. Ísland hefur einkum lagt landfræðilega stöðu sína af mörkum til bandalagsins en ástæða er til að velta því upp hvort að framlag Íslands til NATÓ geti einnig tengst orkuöryggi.

Umræðan

Við getum ekki spáð

Björgvin Ingi Ólafsson skrifar

Þó við horfumst ekki alltaf í augu við það þá erum við líkleg til að ofmeta breytingar til tveggja ára en vanmeta breytingar næsta áratugar. Eitt af því fáa sem við vitum er að breytingar verða meiri og öðruvísi til lengri tíma litið en við gerum ráð fyrir.

Umræðan

Talsmenn hafta hverfa jafnan á öskuhauga sögunnar

Arnar Sigurðsson skrifar

Almenningur hér á landi þarf auðvitað ekkert á milligöngu Hafdísar eða hennar líkum að halda vegna kaupa á áfengi eða annarri matvöru. Þeir sem hafa hag af helsinu þurfa hins vegar á henni að halda og vita sem er að „það er bara best að kjósa framsókn“.

Umræðan

Íslensk öryggismál ekki á neinum tímamótum vegna Úkraínustríðsins

Albert Jónsson skrifar

Vegna Úkraínustríðsins hafa dúkkað upp skoðanir um að þess vegna þurfi að hyggja að nýju að hernaðarlegu öryggi Íslands. Umræða um öryggismál er af hinu góða en þarf að byggja á réttum forsendum. Þá kann hún að valda fólki óþörfu áhyggjum með tali um ógn við Ísland í tengslum við innrásina í Úkraínu og harmleikinn þar.

Umræðan

Skyldur stjórnenda hlutafélaga og krafan um sjálfbærni

Andri Fannar Bergþórsson skrifar

Hluthafar hafa mikla hagsmuni af því að félögin stuðli að sjálfbærni í rekstri, enda getur það aukið lífvænleika félaganna og framtíðartekjumöguleika þeirra. Ekki fæst séð að það sé nauðsynlegt að beintengja trúnaðarskyldu stjórnenda við sjálfbærnisjónarmið enda sé það nú þegar hluti af hagsmunum félagsins.

Umræðan

„Hvað verður um afgreiðslustúlkurnar?“

Arnar Sigurðsson skrifar

Kostulegt er að rifja upp rök þeirra sem hæst töluðu gegn lögleiðingu bjórs hér á landi. Bjórinn var meðal annars ekki einkamál eiginmanna því bjórvömbin yrði líka vandamál eiginkvenna og unglingum yrði umsvifalaust drekkt í óreglu. Þjóðin stóð á barmi hengiflugs.

Umræðan

Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson skrifar

Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja.

Umræðan

Af hneykslum og reginhneykslum

Þórður Gunnarsson skrifar

Borgarstjóri hefur enn á ný gert það að umtalsefni að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þegar tæplega 46% eignarhlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur til ríkisins. Hann gerði slíkt hið sama árið 2015 og kallaði söluna reginhneyksli. Í morgun sló hann aðeins úr og lét nægja að kalla söluna hneyksli.

Umræðan

Samkeppnismál stóru tæknifyrirtækjanna

Peter Dalmay skrifar

Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.

Umræðan

Rafmyntir sem fjárfestingakostur

Guðlaugur Steinarr Gíslason skrifar

Internetið gjörbreytti upplýsingamiðlun og samskiptum okkar til framtíðar. Í dag stöndum við frammi fyrir annarri byltingu með tilkomu bálkakeðjutækni. Á sama hátt og internetið breytti upplýsingamiðlun og samskiptum þá mun bálkakeðjutæknin gjörbylta skráningu og umsýslu verðmæta.

Umræðan

Ærandi þögn um ofríki í Kanada

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.

Umræðan

Að blekkja gegn betri vitund

Hörður Ægisson skrifar

Viðskiptaráðherra væri nær að huga að því að bæta samkeppnisstöðu íslensks fjármálakerfis, sem gæti skilað sér í minnkandi vaxtamun, í stað þess að boða aðgerðir sem allt í þrennt leiða til verri lánakjara, rýra virði eignarhluta ríkisins í bönkunum og vinna gegn peningastefnunni á verðbólgutímum.

Umræðan