Veður Allhvasst á Vestfjörðum Hægfara lægð rétt vestur af Skotlandi stýrir veðrinu í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustan kalda eða stinningskalda en allhvössu á Vestfjörðum. Veður 6.11.2023 07:13 Stormi spáð norðvestantil „Á Norðursjó er alldjúp lægð sem þokast norðvestur og síðar vestur og stjórnar veðrinu hjá okkur,“ segir á vef Veðurstofu Íslands um veðurspá dagsins. Þar segir að í dag verði norðaustlæg átt og víða stinningskaldi eða allhvasst. Veður 4.11.2023 07:57 Áfram norðaustlæg átt og hiti að sex stigum Lægðin sem olli illviðrinu í Evrópu í gær er nú yfir Norðursjó og þokast til norðvesturs. Áttin verður því áfram norðaustlæg í dag, víða gola, kaldi eða strekkingur og dálitlar skúrir eða él. Þó má reikna með að verði léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi. Veður 3.11.2023 07:17 Almennt rólegt veður en allhvassir vindstrengir suðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegu veðri hér á landi í dag, norðaustan kalda eða stinningskalda og skúrum eða éljum. Þó má reikna með þurru og björtu á Suður- og Suðvesturlandi, en suðaustantil á landinu má búast við allhvössum vindstrengjum. Veður 2.11.2023 07:19 Austlæg átt og heldur hvassara við suðurströndina Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu en heldur hvassara við suðurströndina. Veður 1.11.2023 07:12 Bjart veður víðast hvar á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm tíu metrum á sekúndu en tíu til fimmtán metrum syðst á landinu. Bjart veður verður í fletum landshlutum en dálitlar skúrir eða él um landið austanvert. Veður 31.10.2023 07:12 Rólegheitaveður en stöku skúrir við sjávarsíðuna Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegheitaveðri og skýjuðu með köflum eða bjartviðri í dag. Þó má gera ráð fyrir stöku skúrum eða slydduéljum úti við sjávarsíðuna. Veður 30.10.2023 07:21 Litlar breytingar á veðrinu fram yfir helgi Vestur af Írlandi er víðáttumikil lægð sem heldur austlægum áttum að landinu. Það er því útlit fyrir litlar breytingar í veðrinu fram yfir helgi. Veður 27.10.2023 07:03 Fremur hægur vindur en hvassara með suðurströndinni Það eru litlar breytingar á veðrinu á landinu þessa dagana þar sem austlæg átt verður ríkjandi í dag og næstu daga. Hún verður yfirleitt fremur hæg en strekkingur eða allhvass vindur á köflum með suðurströndinni. Veður 26.10.2023 07:10 Víðáttumikil lægð stýrir veðrinu næstu daga Víðáttumikil lægð er nú stödd langt suður af landinu og mun hún stjórna veðrinu á landinu næstu daga. Veður 25.10.2023 07:11 Hægur vindur, bjart með köflum og yfirleitt þurrt Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi á landinu í dag, björtu með köflum eða léttskýjaðu og yfirleitt þurrt. Veður 24.10.2023 07:19 Rigning og slydda norðan- og austantil Lítil og veikluleg lægð er nú stödd við austurströndina og er útlit fyrir norðan þremur til tíu metrum á sekúndu um landið norðaustan- og austanvert. Með því fylgir rigning eða slydda af og til og snjókoma til fjalla. Veður 23.10.2023 07:30 Skaplegra veður í vændum Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið. Veður 21.10.2023 09:53 Hlý suðaustanátt en mikil rigning suðaustantil Landsmenn mega eiga von á hlýrri suðaustanátt og þokkalegum blæstri í dag, en þó ekki eins hvössum og var í gær. Veðurstofan spáir að það verði úrkomulítið á Norðurlandi, en annars rigning, einkum sunnantil. Veður 20.10.2023 07:14 Gul viðvörun og flugferðum aflýst fram yfir hádegi Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðvesturlandi og Miðhálendinu vegna suðaustan storms. Búast má við vind á bilinu fimmtán til 23 metrum á sekúndu og hviðum allt að 35 metra á sekúndu, sér í lagi undir fjallshlíðum. Veður 19.10.2023 06:25 Hvassviðri á landinu og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðaustan hvassviðri á landinu í dag með dálítilli vætu suðvestan og vestantil þar sem verður heldur úrkomumeira suðaustanlands. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og miðhálenginu í kvöld. Veður 18.10.2023 07:15 Hviður gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu Hlýtt og rakt loft streymir nú til landsins úr suðri og má því reikna með suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu tíu til átján metrum á sekúndu og þá hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil og á Snæfellsnesi. Veður 17.10.2023 07:16 Norðlæg átt og dálítil él norðantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum á norðanverðu landinu, sér í lagi við ströndina, en minnkandi úrkoma síðdegis. Veður 16.10.2023 07:15 Hætt við fljúgandi hálku Búast má við fljúgandi hálku í fyrramálið, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands. Veður 13.10.2023 15:04 Bjartviðri í borginni Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld. Veður 13.10.2023 08:56 Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. Veður 11.10.2023 21:12 Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag. Veður 11.10.2023 07:16 Stormur og talsverð rigning í kortunum Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan og norðan 15 til 23 metrum á sekúndu í dag og má reikna með rigningu eða slyddu um landið norðanvert. Einnig má reikna með snjókomu á heiðum þannig að færð spillist og sums staðar talsverðri eða mikilli úrkomu. Veður 10.10.2023 07:31 Úrhellisrigning í dag og stormur á morgun Veðrið lætur vel á sér kræla næstu daga og má gera ráð fyrir mikilli rigningu í dag og norðan stormi á morgun og á miðvikudag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi í dag á suðvestanverðu og sunnanverðu landinu í dag vegna úrhellisrigningar og sömuleiðis hefur verið gefin út gul veðurviðvörun fyrir allt landið vegna norðanstormsins sem gengur á landið á morgun. Veður 9.10.2023 07:20 Dregur úr vindi og líkur á næturfrosti víða Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina. Veður 6.10.2023 07:08 Má reikna með allhvössum vindstrengjum syðst á landinu Búast má við allhvössum vindstrengjum syðst á landinu fram á kvöld og geta staðbundið myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi, einkum í Mýrdal og undan Öræfum. Veður 5.10.2023 07:28 Svalast norðantil en mildara fyrir sunnan Spáð er áframhaldandi lægðagangi fyrir sunnan og austan land sem mun beina hingað austan- og norðaustanáttum. Lægð gerist nærgöngul á morgun og verður því allhvass eða hvasst við suðurströndina. Veður 4.10.2023 07:14 Lægðirnar suður í hafi en verða nærgöngulli á næstu dögum Talsverður lægðagangur er nú suður í hafi og verða lægðirnar nærgöngulli þegar líður að helginni. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði yfirleitt fremur hæg austan- og norðaustanátt í dag. Veður 3.10.2023 07:14 Skriðuhætta eykst samhliða mikilli úrkomu Búist er við því að skriðuhætta aukist á Austurlandi næstu sólarhringa samhliða mikilli úrkomu. Veður 2.10.2023 21:37 Hvasst á vestanverðu landinu og varasamar aðstæður geta skapast Veðurstofan spáir norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu en hvassara í vindstrengjum við fjöll á vestanverðu landinu. Staðbundið geta myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi. Veður 2.10.2023 07:13 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 47 ›
Allhvasst á Vestfjörðum Hægfara lægð rétt vestur af Skotlandi stýrir veðrinu í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustan kalda eða stinningskalda en allhvössu á Vestfjörðum. Veður 6.11.2023 07:13
Stormi spáð norðvestantil „Á Norðursjó er alldjúp lægð sem þokast norðvestur og síðar vestur og stjórnar veðrinu hjá okkur,“ segir á vef Veðurstofu Íslands um veðurspá dagsins. Þar segir að í dag verði norðaustlæg átt og víða stinningskaldi eða allhvasst. Veður 4.11.2023 07:57
Áfram norðaustlæg átt og hiti að sex stigum Lægðin sem olli illviðrinu í Evrópu í gær er nú yfir Norðursjó og þokast til norðvesturs. Áttin verður því áfram norðaustlæg í dag, víða gola, kaldi eða strekkingur og dálitlar skúrir eða él. Þó má reikna með að verði léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi. Veður 3.11.2023 07:17
Almennt rólegt veður en allhvassir vindstrengir suðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegu veðri hér á landi í dag, norðaustan kalda eða stinningskalda og skúrum eða éljum. Þó má reikna með þurru og björtu á Suður- og Suðvesturlandi, en suðaustantil á landinu má búast við allhvössum vindstrengjum. Veður 2.11.2023 07:19
Austlæg átt og heldur hvassara við suðurströndina Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu en heldur hvassara við suðurströndina. Veður 1.11.2023 07:12
Bjart veður víðast hvar á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm tíu metrum á sekúndu en tíu til fimmtán metrum syðst á landinu. Bjart veður verður í fletum landshlutum en dálitlar skúrir eða él um landið austanvert. Veður 31.10.2023 07:12
Rólegheitaveður en stöku skúrir við sjávarsíðuna Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegheitaveðri og skýjuðu með köflum eða bjartviðri í dag. Þó má gera ráð fyrir stöku skúrum eða slydduéljum úti við sjávarsíðuna. Veður 30.10.2023 07:21
Litlar breytingar á veðrinu fram yfir helgi Vestur af Írlandi er víðáttumikil lægð sem heldur austlægum áttum að landinu. Það er því útlit fyrir litlar breytingar í veðrinu fram yfir helgi. Veður 27.10.2023 07:03
Fremur hægur vindur en hvassara með suðurströndinni Það eru litlar breytingar á veðrinu á landinu þessa dagana þar sem austlæg átt verður ríkjandi í dag og næstu daga. Hún verður yfirleitt fremur hæg en strekkingur eða allhvass vindur á köflum með suðurströndinni. Veður 26.10.2023 07:10
Víðáttumikil lægð stýrir veðrinu næstu daga Víðáttumikil lægð er nú stödd langt suður af landinu og mun hún stjórna veðrinu á landinu næstu daga. Veður 25.10.2023 07:11
Hægur vindur, bjart með köflum og yfirleitt þurrt Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi á landinu í dag, björtu með köflum eða léttskýjaðu og yfirleitt þurrt. Veður 24.10.2023 07:19
Rigning og slydda norðan- og austantil Lítil og veikluleg lægð er nú stödd við austurströndina og er útlit fyrir norðan þremur til tíu metrum á sekúndu um landið norðaustan- og austanvert. Með því fylgir rigning eða slydda af og til og snjókoma til fjalla. Veður 23.10.2023 07:30
Skaplegra veður í vændum Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið. Veður 21.10.2023 09:53
Hlý suðaustanátt en mikil rigning suðaustantil Landsmenn mega eiga von á hlýrri suðaustanátt og þokkalegum blæstri í dag, en þó ekki eins hvössum og var í gær. Veðurstofan spáir að það verði úrkomulítið á Norðurlandi, en annars rigning, einkum sunnantil. Veður 20.10.2023 07:14
Gul viðvörun og flugferðum aflýst fram yfir hádegi Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðvesturlandi og Miðhálendinu vegna suðaustan storms. Búast má við vind á bilinu fimmtán til 23 metrum á sekúndu og hviðum allt að 35 metra á sekúndu, sér í lagi undir fjallshlíðum. Veður 19.10.2023 06:25
Hvassviðri á landinu og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðaustan hvassviðri á landinu í dag með dálítilli vætu suðvestan og vestantil þar sem verður heldur úrkomumeira suðaustanlands. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og miðhálenginu í kvöld. Veður 18.10.2023 07:15
Hviður gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu Hlýtt og rakt loft streymir nú til landsins úr suðri og má því reikna með suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu tíu til átján metrum á sekúndu og þá hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil og á Snæfellsnesi. Veður 17.10.2023 07:16
Norðlæg átt og dálítil él norðantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum á norðanverðu landinu, sér í lagi við ströndina, en minnkandi úrkoma síðdegis. Veður 16.10.2023 07:15
Hætt við fljúgandi hálku Búast má við fljúgandi hálku í fyrramálið, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands. Veður 13.10.2023 15:04
Bjartviðri í borginni Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld. Veður 13.10.2023 08:56
Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. Veður 11.10.2023 21:12
Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag. Veður 11.10.2023 07:16
Stormur og talsverð rigning í kortunum Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan og norðan 15 til 23 metrum á sekúndu í dag og má reikna með rigningu eða slyddu um landið norðanvert. Einnig má reikna með snjókomu á heiðum þannig að færð spillist og sums staðar talsverðri eða mikilli úrkomu. Veður 10.10.2023 07:31
Úrhellisrigning í dag og stormur á morgun Veðrið lætur vel á sér kræla næstu daga og má gera ráð fyrir mikilli rigningu í dag og norðan stormi á morgun og á miðvikudag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi í dag á suðvestanverðu og sunnanverðu landinu í dag vegna úrhellisrigningar og sömuleiðis hefur verið gefin út gul veðurviðvörun fyrir allt landið vegna norðanstormsins sem gengur á landið á morgun. Veður 9.10.2023 07:20
Dregur úr vindi og líkur á næturfrosti víða Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina. Veður 6.10.2023 07:08
Má reikna með allhvössum vindstrengjum syðst á landinu Búast má við allhvössum vindstrengjum syðst á landinu fram á kvöld og geta staðbundið myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi, einkum í Mýrdal og undan Öræfum. Veður 5.10.2023 07:28
Svalast norðantil en mildara fyrir sunnan Spáð er áframhaldandi lægðagangi fyrir sunnan og austan land sem mun beina hingað austan- og norðaustanáttum. Lægð gerist nærgöngul á morgun og verður því allhvass eða hvasst við suðurströndina. Veður 4.10.2023 07:14
Lægðirnar suður í hafi en verða nærgöngulli á næstu dögum Talsverður lægðagangur er nú suður í hafi og verða lægðirnar nærgöngulli þegar líður að helginni. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði yfirleitt fremur hæg austan- og norðaustanátt í dag. Veður 3.10.2023 07:14
Skriðuhætta eykst samhliða mikilli úrkomu Búist er við því að skriðuhætta aukist á Austurlandi næstu sólarhringa samhliða mikilli úrkomu. Veður 2.10.2023 21:37
Hvasst á vestanverðu landinu og varasamar aðstæður geta skapast Veðurstofan spáir norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu en hvassara í vindstrengjum við fjöll á vestanverðu landinu. Staðbundið geta myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi. Veður 2.10.2023 07:13