Veður

Stórvarasöm hálka í dag

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu verður hálka á götum á göngustígum í dag.
Á höfuðborgarsvæðinu verður hálka á götum á göngustígum í dag. Vísir/Vilhelm

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við stórvarasamri hálku víða á vegum og gangstígum í dag. Hann segir það einkum eiga við um vestan- og sunnanvert landið, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

„Þetta eru mjög skrýtnar aðstæður. Það er búin að vera þessi þoka í morgun og á sama tíma er dauðhægur vindur og yfirborðið að kólna og það myndast þessi hálka þegar vatnið frýs á köldum veginum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.

„Þetta er ástand sem verður í mestallan dag að yfirborðið kólnar og frystir. Svo fáum við ofan í þetta pínulitla rigningu í þessum sudda sem fylgir allri þessari þoku. Þetta lagast ekki fyrr en við fáum almennilega norðanátt sem er kaldari og þurrari,“ bætir hann við.

Akstursaðstæður geti því verið erfiðar víða um landið. Hann spáir hitastigi upp í tvær gráður í dag miklum raka í lofti. Það gæti ringt örlítið seinni partinn og vindur verður á bilinu 1 metri á sekúndu og upp í fjóra.

Á vefi Veðurstofunnar kemur einnig fram að snarpar vindhviður verði undir Vatnajökli og syðst á Austjörðun á morgun og vara veðurfræðingar þar við við varasömum aðstæðum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×