Veður

Lægðir sem hring­snúast um landið

Búast má við að norðaustlæg átt verði ríkjandi á landinu í dag og víða dálítil rigning. Í kvöld hvessir talsvert á Vestfjörðum og reikna má með slyddu til fjalla þar um slóðir.

Veður

Hægt vaxandi suð­austan­átt með hlýnandi veðri

Landsmenn mega reikna með hægt vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri þar sem muni fari að rigna sunnan- og vestanlands. Allhvass eða hvass vindur þar seinnipartinn, en mun hægari fyrir norðan og austan og þurrt norðaustantil fram á kvöld.

Veður

Bætir aftur í vind í kvöld og stormur víða á morgun

Mildur loftmassi hefur nú náð yfir landið eftir hina hvössu austanátt sem herjaði á landann í gær. Búast má við austan strekkingi með rigningu, en undantekningin á þeirri stöðu eru Vestfirðir, þar sem útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi og svalara veðri. Verður úrkoman þar því væntanlega slyddukennd.

Veður

Vara við hvassviðri og stormi á morgun

Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum.

Veður

Rigning í öllum lands­hlutum og smá vind­strengur

Skil koma að suðvesturhorni landsins núna í morgunsárið og er byrjað að rigna úr þeim á Reykjanesskaganum. Skilin fara norðaustur yfir landið í dag og því má búast við rigningu í öllum landshlutum, en þó ekki fyrr en seinnipartinn á Norðausturlandi.

Veður

Spá miklu hvassviðri víða um land á morgun

Veðurstofan spáir austan strekkingi við suðurströndina í dag, tíu til fimmtán metrum á sekúndu, en annars hægari vindi. Víða verður léttskýjað um vestanvert landið, en skýjað og sums staðar smáskúrir eða él austanlands.

Veður

Norð­læg átt og rigning með köflum fyrir norðan

Veðurstofan spáir norðlægum áttum í dag, tíu til átján metrum á sekúndu og rigning með köflum eða súld fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnan heiða. Heldur hvassara verður við fjöll norðvestanlands og á Suðausturlandi.

Veður

Norðan­áttin alls­ráðandi á næstunni

Spáð er norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi, tíu til átján metrum, fyrripart dags og víða rigningu í dag. Hvassast verður í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Hins vegar dregur úr vindi síðdegis og rofar þá til sunnanlands.

Veður

Lægðin ekki dauð úr öllum æðum

Lægðin sem olli illviðrinu í gær er nú stödd við Snæfellsnes, en hefur grynnst mikið. Lægðin er þó ekki dauð úr öllum æðum og í dag veldur hún sunnan- og suðvestan strekkingi á landinu með skúrum eða slydduéljum.

Veður

Hvöss norðan­átt með slyddu eða snjó­komu fylgir krappri lægð

Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land og fylgir henni hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi Á Breiðafjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu.

Veður

Væta á köflum um sunnan­vert landið

Reikna má með vætu á köflum um landið sunnanvert í dag en úrkomuminna fyrir norðan. Fremur svalt í veðri. Austlæg og norðaustlæg átt í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu og allvíða skúrir eða slydduél, en dálítil rigning suðaustanlands.

Veður

Lands­menn varaðir við ó­nauð­syn­legum ferða­lögum

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta.

Veður

Getur farið yfir 30 metra á sekúndu í hviðum

Lægð, sem í morgun var úti á Faxaflóa, er nú á leið norðaustur yfir landið. Henni fylgir vestan og norðvestan átta til fimmtán metrar, en í vindstrengjum nærri suðurströndinni mun vindstyrkurinn verða fimmtán til 23 metrum sekúndu upp úr hádegi og yfir þrjátíu í hviðum.

Veður

Von á næstu haustlægð í kvöld

Í dag er spáð vestan og suðvestan 3 til 10 metrar á sekúndu, skýjað með köflum og stöku skúrum en sunnan 8 til 13 og bjartviðri fram eftir degi á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast austanlands.

Veður