Stormurinn er ekki yfirgenginn og úast má við 20-25 m/s á höfuðborgarsvæðinu, rigningu eða slyddu og síðar snjókomu í dag. Sama má segja um Suðurland en þar getur vindur farið upp í allt að 28 m/s og það sama má segja um aðra landshluta.
Ekkert ferðaveður er í kortunum í dag og talsverðar líkur á samgöngutruflunum. Þá er hárri ölduhæð spáð og hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Sýna þarf sérstaka aðgát við ströndina og þegar bátar eru festir við höfn.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Vestfjörðum en hættustig á Patreksfirði.
Við munum fylgjast með framvindu mála hvað veður varðar hér í vaktinni að neðan í dag.