Viðskipti erlent

Konur eru lykillinn að framtíðarauðlegð

Konur eru lykillinn að auðlegð Bandaríkjanna í framtíðinni, segir Warren Buffett, einn auðugasti maður Bandaríkjanna. Hann segist vera bjartsýnn á efnahagsástandið framundan vegna þess að Bandaríkjamenn séu farnir að gera sér grein fyrir mætti kvenna. Þetta sagði hann í grein sem hann ritaði í Fortune tímaritið.

Viðskipti erlent

Seðlabanki Evrópu lækkar stýrivexti sína

Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína í hádeginu eins og flestir sérfræðingar höfðu búist við. Stýrivextirnir voru lækkaðir um 0,25 prósentur eða niður í 0,5%. Hafa þessir vextir aldrei verið lægri í sögunni.

Viðskipti erlent

Dreamliner þoturnar aftur á loft

Langri martröð Boeing flugvélaverksmiðjanna er lokið því flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa aflétt kyrrsetningu sinni á þessum þotum. Boeing hefur endurbætt rafhlöðukerfi Dreamliner en eins og kunnugt er af fréttum voru þoturnar kyrrsettar í janúar s.l. eftir að rafhlaða brann yfir í einni þeirra.

Viðskipti erlent

Segir evruna eiga fimm ár eftir ólifað

Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: "Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur."

Viðskipti erlent