Danskir stjórnendur hafa lítið álit á FIH bankanum 16. maí 2013 12:31 Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að alls hafi 4.500 stjórnendur verið spurðir álits í þessari könnun. FIH bankinn lenti í fjórða neðsta sæti í könnuninni. Fyrir neðan FIH voru dönsku járnbrautirnar DSB, vindmyllufyrirtækið Vestas og SAS flugfélagið. Bjarne Graven bankastjóri FIH bankans viðurkennir í samtali við börsen að bankinn glími við ímyndarvanda. Hinsvegar standi til að bæta ímynd bankans á næstu tveimur árum. Graven segir að einn mesti ímyndarskaðinn hafi komið vegna eignarhalds Kaupþings á bankanum hér á árum áður. Það hafi ekki heldur hjálpað til að bankinn hefur stöðugt tapað fé undanfarin tæp þrjú ár og þurft á miklum stuðningi frá danska ríkinu að halda. Graven segir að í dag séu viðskiptavinir FIH almennt ánægðir með bankann. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur á yfir 3 milljarða danskra kr. seljendaláni Seðlabankans til kaupenda FIH bankans árið 2010 bundnar við gengi FIH fram til ársloka á næsta ári. Sem stendur virðist þetta vera að mestu glatað fé. Sjá nánar hér. FIH bankinn hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum á þessu ári og þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi skilaði hann hagnaði í fyrsta sinn undanfarn 10 ársfjórðunga. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að alls hafi 4.500 stjórnendur verið spurðir álits í þessari könnun. FIH bankinn lenti í fjórða neðsta sæti í könnuninni. Fyrir neðan FIH voru dönsku járnbrautirnar DSB, vindmyllufyrirtækið Vestas og SAS flugfélagið. Bjarne Graven bankastjóri FIH bankans viðurkennir í samtali við börsen að bankinn glími við ímyndarvanda. Hinsvegar standi til að bæta ímynd bankans á næstu tveimur árum. Graven segir að einn mesti ímyndarskaðinn hafi komið vegna eignarhalds Kaupþings á bankanum hér á árum áður. Það hafi ekki heldur hjálpað til að bankinn hefur stöðugt tapað fé undanfarin tæp þrjú ár og þurft á miklum stuðningi frá danska ríkinu að halda. Graven segir að í dag séu viðskiptavinir FIH almennt ánægðir með bankann. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur á yfir 3 milljarða danskra kr. seljendaláni Seðlabankans til kaupenda FIH bankans árið 2010 bundnar við gengi FIH fram til ársloka á næsta ári. Sem stendur virðist þetta vera að mestu glatað fé. Sjá nánar hér. FIH bankinn hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum á þessu ári og þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi skilaði hann hagnaði í fyrsta sinn undanfarn 10 ársfjórðunga.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira