Viðskipti erlent

Segir að forstjóri AGS valdi alls ekki starfi sínu

Peter Doyle einn af reyndustu hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur látið af störfum. Hann gagnrýnir AGS harðlega í bréfi til stjórnarformanns sjóðsins og segir m.a. að þar á bæ skorti leiðtogahæfileika og að Christine Lagarde fyrsti kvenforstjóri sjóðsins valdi alls ekki starfi sínu.

Viðskipti erlent

Ekkert lát á verðhækkunum á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er tunnan af Brent olíunni komin í tæpa 106 dollara og hefur hækkað um 2 dollara síðan í gærdag. Samsvarandi hækkanir hafa orðið á bandarísku léttolíunni sem nú er komin aftur yfir 90 dollara á tunnuna.

Viðskipti erlent

Notendum Facebook fækkar

Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum greiningarfyrirtækisins Capstone Investments.

Viðskipti erlent

Sikiley rambar á barmi gjaldþrots

Ítalska eyjan Sikiley rambar nú á barmi gjaldþrots. Ef stjórnvöld á Ítalíu grípa ekki inn í og reyna að koma skikki á gerspillt og lítt virkt stjórnkerfi Sikileyjar lendir eyjan í greiðslustöðvun í náinni framtíð.

Viðskipti erlent

Olíuverðið fer aftur hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi aftur og hefur ekki verið hærra síðustu sjö vikur. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104 dollara og tunnan af bandarísku létttolíunni er komin í tæpa 90 dollara.

Viðskipti erlent

Office 2013 opinberað

Nýjasta útgáfa Office hugbúnaðarpakkans verður sérsniðin að spjaldtölvum og snertiskjám. Loks verður hægt að vinna með PDF-skjöl að einhverju ráði en útlit og notendaviðmót uppfærslunnar tekur mið af Windows 8, væntanlegu stýrikerfi Microsoft.

Viðskipti erlent

Nýr forstjóri Yahoo!

Enn á ný hafa orðið mannabreytingar í stjórn tæknifyrirtækisins Yahoo! Nýjasti forstjóri fyrirtækisins er Marissa Mayer en hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google, helsta samkeppnisaðila Yahoo!

Viðskipti erlent

Nexus 7 fær glimrandi viðtökur

Nýjasta spjaldtölva Google, Nexus 7, er uppseld víðast hvar í Bandaríkjunum. Tölvan var opinberuð á I/O tækniráðstefnunni í síðasta mánuði en hún er knúin af nýrri útgáfu Android stýrikerfisins, Jelly Bean.

Viðskipti erlent

Ákærur vegna Libor-hneykslisins í farvatninu

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er að undirbúa málaferli gegn fjármálastofnunum og starfsmönnum þeirra vegna LIBOR-hneykslisins. Meira en 10 stórir bankar í Bandaríkjunum og Bretlandi eru í skotlínunni. Frá þessu er greint í fréttum The New York Times.

Viðskipti erlent

BlackBerry í andarslitrunum

BlackBerry snjallsímarnir mega muna sinn fífil fegurri en fyrir um fjórum árum voru þeir heitasta græjan á markaði. Í dag eru þeir "á dánarbeðinu" að mati fjárfesta.

Viðskipti erlent

Tekjuhæstu ungstjörnur veraldar

Breska söngkonan Adele þénaði rúmlega 35 milljónir dollara á síðasta ári, eða það sem nemur 4.5 milljörðum króna. Adele er þó aðeins hálfdrættingur á við við launahæstu ungstjörnu veraldar.

Viðskipti erlent

Tveggja turna tal á snjallsímamarkaði

Tveir af hverjum þremur farsímum sem seldir eru í Bandaríkjunum eru snjallsímar. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti greiningarfyrirtækisins Nielsen sem tekur saman upplýsingar um snjallsímanotkun Bandaríkjamanna.

Viðskipti erlent

Digg seld keppinauti sínum

Eigendaskipti hafa orðið á einni vinsælustu vefsíðu veraldar, fréttasíunni Digg, en bandaríska fyrirtækið Betaworks hefur nú tryggt sér eignarrétt á léni, kóða og þar með umferð um síðuna.

Viðskipti erlent