Yfirlýsingar Draghis ollu vonbrigðum 3. ágúst 2012 00:01 Seðlabankastjóri Evrópusambandsins segir að á næstu vikum verði lögð nánari drög að inngripum í skuldabréfamarkaði. nordicphotos/AFP Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins, boðaði í gær inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að ná fram lækkun á lántökukostnaði ríkja á borð við Spán og Ítalíu. Hann kynnti þó engar ákveðnar aðgerðir og olli yfirlýsing hans því vonbrigðum, ekki síst á verðbréfamörkuðum þar sem tilkynningar frá honum hafði verið beðið í ofvæni. Hann sagði þó að á næstu vikum verði lögð nánari drög að aðgerðum á borð við kaup skuldabréfa til að létta skuldabyrði í það minnsta sumra þeirra ríkja, sem verst standa. Draghi sagði jafnframt að ríki evrusvæðisins þyrftu nú einnig að búa sig undir að nota neyðarsjóði sína til skuldabréfakaupa. Neyðarsjóðir evruríkjanna geta sett ríkjum ströng skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð, sem seðlabankinn getur ekki gert. Verðlækkun varð á verðbréfamörkuðum í kjölfar ræðu Draghis í gær, en lántökukostnaður bæði Spánar og Ítalíu hækkaði. Yfirlýsingar Draghis um fyrirhuguð inngrip bankans á mörkuðum eru þó harla óvenjulegar og til marks um það hve bankinn metur ástandið alvarlegt. Skuldavandi nokkurra evruríkja er svo mikill, að viðvarandi óvissa hefur verið vikum og mánuðum saman um framtíð myntbandalagsins. „Það var ekkert sérstakt atvik sem varð til þess að við tókum þessa ákvörðun í dag, heldur bara tilfinning fyrir því að ástandið sé að versna og afleiðingarnar að verða verri," sagði Draghi á blaðamannafundi í gær. Ríkisstjórn Grikklands er enn að útfæra ný sparnaðaráform til viðbótar fyrri samdrætti í ríkisútgjöldum, sem bitnað hefur harkalega á íbúum landsins. Fulltrúar frá Seðlabanka Evrópusambandsins, framkvæmdastjórn þess og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru að fara ítarlega yfir fjármál gríska ríkisins og nýju sparnaðartillögurnar, en gefa ekki upp fyrr en í september hvort þeir telji þær duga til að óhætt sé að veita Grikkjum frekari fjárhagsaðstoð. Spænska stjórnin er sömuleiðis að draga harkalega saman í ríkisútgjöldum, en mætir mótspyrnu úr ýmsum áttum, nú síðast frá Katalóníu og fleiri sjálfsstjórnarhéruðum á Spáni sem segjast ekki vilja taka á sig þann samdrátt sem ríkisstjórnin hefur boðað. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins, boðaði í gær inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að ná fram lækkun á lántökukostnaði ríkja á borð við Spán og Ítalíu. Hann kynnti þó engar ákveðnar aðgerðir og olli yfirlýsing hans því vonbrigðum, ekki síst á verðbréfamörkuðum þar sem tilkynningar frá honum hafði verið beðið í ofvæni. Hann sagði þó að á næstu vikum verði lögð nánari drög að aðgerðum á borð við kaup skuldabréfa til að létta skuldabyrði í það minnsta sumra þeirra ríkja, sem verst standa. Draghi sagði jafnframt að ríki evrusvæðisins þyrftu nú einnig að búa sig undir að nota neyðarsjóði sína til skuldabréfakaupa. Neyðarsjóðir evruríkjanna geta sett ríkjum ströng skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð, sem seðlabankinn getur ekki gert. Verðlækkun varð á verðbréfamörkuðum í kjölfar ræðu Draghis í gær, en lántökukostnaður bæði Spánar og Ítalíu hækkaði. Yfirlýsingar Draghis um fyrirhuguð inngrip bankans á mörkuðum eru þó harla óvenjulegar og til marks um það hve bankinn metur ástandið alvarlegt. Skuldavandi nokkurra evruríkja er svo mikill, að viðvarandi óvissa hefur verið vikum og mánuðum saman um framtíð myntbandalagsins. „Það var ekkert sérstakt atvik sem varð til þess að við tókum þessa ákvörðun í dag, heldur bara tilfinning fyrir því að ástandið sé að versna og afleiðingarnar að verða verri," sagði Draghi á blaðamannafundi í gær. Ríkisstjórn Grikklands er enn að útfæra ný sparnaðaráform til viðbótar fyrri samdrætti í ríkisútgjöldum, sem bitnað hefur harkalega á íbúum landsins. Fulltrúar frá Seðlabanka Evrópusambandsins, framkvæmdastjórn þess og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru að fara ítarlega yfir fjármál gríska ríkisins og nýju sparnaðartillögurnar, en gefa ekki upp fyrr en í september hvort þeir telji þær duga til að óhætt sé að veita Grikkjum frekari fjárhagsaðstoð. Spænska stjórnin er sömuleiðis að draga harkalega saman í ríkisútgjöldum, en mætir mótspyrnu úr ýmsum áttum, nú síðast frá Katalóníu og fleiri sjálfsstjórnarhéruðum á Spáni sem segjast ekki vilja taka á sig þann samdrátt sem ríkisstjórnin hefur boðað. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira