Viðskipti erlent

Eignir Batista hrynja í verði

Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista“ við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes.

Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Barclays mun segja upp

Marcus Agius stjórnarformaður Barclays mun segja upp vegna vaxtahneykslisins. Bankinn er sakaður um að hafa með markaðsmisnoktun reynt að hafa áhrif á stýrivexti. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC fullyrðir að Agius muni tilkynna afsögn sína á morgun. Barclays bankinn var sektaður um 290 milljónir sterlingspunda vegna hneykslisins. Royal Bank of Scotland hefur nú þegar rekið fjóra miðlara vegna þáttar þeirra í svindlinu.

Viðskipti erlent

Yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit í ESB

Seðlabanki Evrópu fær auknar valdheimildir með eins konar yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti yfir bönkum í ríkjunum sautján á evrusvæðinu, en það var meðal þess sem ákveðið var á fundi leiðtoga evruríkjanna í Brussel í dag. Um er að ræða stórt skref í átt til sérstaks bankabandalags evruríkjanna. Þá var samþykkt að veita 100 milljarða evra í endurfjármögnun spænskra banka, en peningarnir verða ekki veittir fyrr en hinu evrópska fjármálaeftirliti hefur formlega verið komið á laggirnar. Markaðir brugðust vel við tíðindunum og gengi evru gagnvart dollar styrktist eftir að tilkynnt var um áformin í dag.

Viðskipti erlent

Allt á niðurleið hjá RIM

Svo virðist sem að dagar Research in Motion, framleiðanda BlackBerry snjallsímanna, séu taldir. Síðasti ársfjórðungur var afar erfiður fyrirtækinu og er talið að um 5 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á næstu dögum.

Viðskipti erlent

Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum

Fjárfestar hafa brugðist einkar vel við fréttum af fundi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB), sem nú fer fram í Brussell, og er þar einkum horft til ákvarðana um að björgunarsjóður ESB fái heimildir til þess að endurfjármagna bankakerfi allra landa innan ESB, ef í óefni er komið.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Fjársjóður og umhverfisvá á Norðurslóðum

Landsframleiðsla í Grænlandi mun aukast um 300 prósent á næstu þremur árum ef uppbyggingaráform London Mining og Alcoa ganga eftir. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt The Economist á efnahagslegum tækifærum á Norðurslóðum sem birtist með tölublaði ritsins 16. júní sl. Ritið er 14 síður og er farið ítarlega yfir efnahagsleg og umhverfisleg áhrif þess ef farið verður út í mikla nýtingu á olíuauðlindum svæðisins, sem er raunar þegar komin af stað.

Viðskipti erlent

New York Times reynir að ná til Kínverja

New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times.

Viðskipti erlent

Barclays greiðir 57 milljarða króna í sekt

Barclays bankinn mun greiða 290 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 57 milljarða íslenskra króna, í sekt fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á stýrivexti með markaðsmisnotkun. Það eru bresk og bandarísk yfirvöld sem leggja sektina á og segja þau að brotið sé alvarlegt og útbreitt. Umræddir bankavextir hafa áhrif á kostnað við lántöku einstaklinga, eins og húsnæðislán. Bob Diamond, forstjóri Barclays, og þrír aðrir stjórnendur bankans hafa afsalað sér launabónusum sínum í ár vegna þessa.

Viðskipti erlent

Air Finland gjaldþrota

Flugfélagið Air Finland er gjaldþrota. Erlendir fréttamiðlar greina frá því að stutta tilkynningu væri að finna á heimasíðu félagsins sem birtist í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2002 og var með höfuðstöðvar í Helsinki.

Viðskipti erlent

Fitch setur Kýpur í ruslflokk

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur niður í svokallaðan ruslflokk eða úr BBB- og niður í BB+. Þar að auki er einkunnin með neikvæðum horfum.

Viðskipti erlent

Katar vill fjárfesta fyrir 5 milljarða dala í Kína

Stjórnvöld í Katar hafa hug á því að fjárfesta í Kína fyrir fimm milljarða dala, eða sem nemur 625 milljörðum króna. Ef þessi áform eiga að ganga eftir þurfa yfirvöld í Katar að falla undir skilyrði sérstakrar áætlunar um erlenda fjárfestingu (China's Qualified Foreign Institutional Investor (QFII) programme) fagfjárfesta.

Viðskipti erlent