Bankahrunin á Íslandi og Írlandi þau allra verstu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júní 2012 21:30 mynd/AFP Ísland og Írland tróna á toppi lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kostnaðarsömustu bankahrun síðustu áratuga miðað við aukningu í ríkisskuldum. Þetta kemur fram í skýrslu IFM, Systemic Banking Crises Database An Update. Höfundar skýrslunnar, þeir Luc Laeven og Fabian Valencia, rýna í og greina ástæður og útkomur bankahruna á árunum 1970 til 2011. Ísland leikur stórt hlutverk í skýrslunni og skipar sér í hóp með löndum eins og Indónesíu, Argentínu, Gíneu-Bissá, Kongó, Kúveit og Tyrklandi. Öll eiga þessi lönd sameiginlegt að hafa lent í stórfenglegum efnahagslegum hörmungum á síðustu árum. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að bankahrunin á Íslandi og Írlandi hafi verið sérstaklega kostnaðarsöm þegar litið er til aukningar ríkusskulda. Þeir Laeven og Valencia skipta bankahrununum niður í þrjá flokka: fjárhagslegur kostnaður í kjölfar bankahruns, skuldaaukning og misbrestur í efnahagslegri skilvirkni. Írum hlotnast sá vafasami heiður að sitja í efstu sætum í öllum þremur flokkum. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ísland og Írland tróna á toppi lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kostnaðarsömustu bankahrun síðustu áratuga miðað við aukningu í ríkisskuldum. Þetta kemur fram í skýrslu IFM, Systemic Banking Crises Database An Update. Höfundar skýrslunnar, þeir Luc Laeven og Fabian Valencia, rýna í og greina ástæður og útkomur bankahruna á árunum 1970 til 2011. Ísland leikur stórt hlutverk í skýrslunni og skipar sér í hóp með löndum eins og Indónesíu, Argentínu, Gíneu-Bissá, Kongó, Kúveit og Tyrklandi. Öll eiga þessi lönd sameiginlegt að hafa lent í stórfenglegum efnahagslegum hörmungum á síðustu árum. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að bankahrunin á Íslandi og Írlandi hafi verið sérstaklega kostnaðarsöm þegar litið er til aukningar ríkusskulda. Þeir Laeven og Valencia skipta bankahrununum niður í þrjá flokka: fjárhagslegur kostnaður í kjölfar bankahruns, skuldaaukning og misbrestur í efnahagslegri skilvirkni. Írum hlotnast sá vafasami heiður að sitja í efstu sætum í öllum þremur flokkum. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira