Viðskipti erlent

Nýr framkvæmdastjóri hjá McDonald's

Jim Skinner, forstjóri McDonald's-skyndibitakeðjunnar, ætlar að láta af störfum í júní næstkomandi en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn fyrirtækisins segir að Skinner ætli að setjast í helgan stein enda verður hann 67 ára á þessu ári. Stjórnin þakkar Skinner fyrir störf sín en hann byrjaði fyrir 40 árum síðan sem yfirmaður á einum af stöðunum í Bandaríkjunum. Við starfinu tekur Donald Thompson, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tvo áratugi en hann verður fyrsti svarti framkvæmdastjórinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1955. Á þessu ári gerir skyndabitakeðjan ráð fyrir að opna þrettán hundruð nýja staði víðsvegar um heiminn.

Viðskipti erlent

Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal: Gengur kínverska módelið upp?

Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal, John Bussey, segir að yfirvöld í Kína hafi náð að róa markaði með aðgerðum til þess að sporna við verðbólgu. Hins vegar séu komnar upp alvarlegri spurningar um það, hvort kínverska módelið svokallaða, það er uppbygging kínverska hagkerfisins í heild sinni, gangi upp. Er þar einkum horft til þess að hið opinbera er við allar hliðar borðsins í hagkerfinu.

Viðskipti erlent

Kamprad gefur milljarða króna

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, vill að velgjörðarsjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmiðið er að taka þátt í að hjálpa hundrað milljónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmdastjóra sjóðsins.

Viðskipti erlent

iPad sagður hitna verulega við notkun

Neytendur í Bandaríkjunum og víðar hafa kvartað yfir því að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar hitni verulega þegar hún er í notkun. Í tilkynningu frá Apple segir að hitastig tölvunnar sé innan skekkjumarka.

Viðskipti erlent

Ferðafélagið undirritar samning við Advania

Ferðafélag Íslands hefur undirritað samning við Advania um innleiðingu á viðskiptalausninni ÓPUSallt, sem inniheldur einingar fyrir innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir. Í tilkynningu segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, að ferðafélagið sé með stærstu og öflugustu félagasamtökum í landinu. "Við höfum átt farsælt samstarf við félagið um langt árabil og það er grundvöllurinn að þessari nýju innleiðingu á nútímalegri viðskiptalausn," segir Gestur.

Viðskipti erlent

Eiga meira fé en þeir koma í lóg

Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu.

Viðskipti erlent

Uppsagnarbréfið gæti breytt Goldman Sachs

Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans.

Viðskipti erlent

Apple greiðir hluthöfum arð

Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag að fyrirtækið muni greiða hluthöfum sínum ársfjórðungslegan arð í júlí. Einnig mun fyrirtækið endurkaupa hlutabréf í sjálfu sér fyrir tíu milljarða dollara á næsta ári.

Viðskipti erlent

Apple tilkynnir áform um lausafé

Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í dag. Þá mun Tim Cook, forstjóri Apple, stíga á stokk ásamt fjármálastjóra fyrirtækisins, Peter Oppenheimer, og tilkynna hvernig Apple ætlar að ráðstafa lausafé sínu.

Viðskipti erlent

Roubini: Heimurinn getur enn hrunið

Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, sem oft er nefndur Dr. Doom, segir að staða efnahagsmála í heiminum sé enn viðkvæm og að ekki þurfi mikið til þess að heimurinn sogist aftur ofan í djúpa kreppu.

Viðskipti erlent

Varar við andvaraleysi í efnahagsmálum

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varar við andvaraleysi í efnahagsmálum nú þegar ástand á mörkuðum er farið að batna eftir að Grikkir sömdu um aðstoð Evruríkjanna við skuldavanda sínum en sjóðurinn samþykkti 28 milljarða lán til Grikkja nú í vikunni. Þetta kom fram í máli hennar á ráðstefnu í Peking í Kína og sagði hún jákvætt að tekist hafi að koma hagkerfum heimsins af botninum á fjármálakreppunni en það megi ekki verða til þess að leiðtogar halli sér aftur í sætunum og haldi að kreppan sé búin. Gera þurfi róttækar breytingar til að tryggja efnahagsbata.

Viðskipti erlent