Eiga meira fé en þeir koma í lóg 20. mars 2012 05:00 Arður Ákvörðun um að greiða hluthöfum arð mun ekki hafa áhrif á getu Apple til að þróa vörur segir Tim Cook, forstjóri Apple.Fréttablaðið/AP Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj Fréttir Tækni Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj
Fréttir Tækni Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira