Viðskipti erlent

Þungbúin nýársávörp leiðtoga Evrópu

Leiðtogar Evrópuríkja telja erfitt ár framundan. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í nýársávarpi sínu að Evrópa mætti nú búast við "erfiðustu þolraun síðustu áratuga á árinu, en að ríki Evrópu yrðu smátt og smátt samheldnari í þessum erfiðleikum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að kreppunni væri síður en svo lokið. Forseti Ítalíu kallaði eftir enn frekari fórnum.

Viðskipti erlent

Árið 2012: Barist á vígvelli lýðræðisins

Stundum er sagt að pólitíkin berjist á tveimur vígvöllum. Annars vegar eru það hefðbundin átök milli flokka um atkvæði kjósenda og hins vegar er það hugmyndabaráttan, þ.e. undirliggjandi barátta um hvaða hugmyndafræði eigi að ráða því hvert skuli stefnt. John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengist þessari "undirliggjandi baráttu“. Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður.

Viðskipti erlent

Erfitt ár að renna sitt skeið á enda

Hlutabréfamarkaðurinn í London lokar síðar í dag og opnar ekki aftur fyrr en á nýju ári. Árið sem er að líða hefur verið erfitt fyrir fjárfesta eins og raunar almenning allan. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um sex prósent á þessu ári. Það er reyndar mun minni lækkun er sést á öðrum helstu vísitölum í Evrópu.

Viðskipti erlent

Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar

Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar.

Viðskipti erlent

Miður sín eftir jól án iPad

Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Á hinum helga tíma er það jólaandinn, skreytingar, gjafirnar, fríið og samveran sem við þá nánustu sem skiptir mestu máli. En þó ekki fyrir alla. Vefurinn Gizmodo hefur tekið saman twitterummæli frá hinum vanþakklátu, sem bölva sínum nánustu í sand og ösku fyrir að hafa ekki valið réttu gjöfina handa sér. Og rétta gjöfin var auðvitað iPhone.

Viðskipti erlent

Vaxtakostnaður Ítalíu hríðféll í morgun

Ítalska ríkið endurfjármagnaði skammtíma skuldir í morgun upp á 9 milljarða evra, jafnvirði tæplega 1.500 milljarða króna, með vaxtaálagi upp á ríflega 3,2 prósent. Það eru um helmingi lægra álag en ríkinu bauðst í nóvember, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá neyddist ríkið til þess að endurfjármagna hluta skulda sinna á ríflega 6,5 prósent vaxtaálagi.

Viðskipti erlent

Japan stendur frammi fyrir áskorunum

Japan er skuldum vafið og með efnahag sem varð fyrir gífurlegu áfalli, þegar jarðskjálfti skók landið fyrr á árinu. Framleiðsla margra stórra fyrirtækja hrundi við skjálftann, m.a. hjá Toyota. Það er þó ekki öll nótt úti enn.

Viðskipti erlent

Fleiri Bretar atvinnulausir á næsta ári

Atvinnuleysi í Bretlandi mun aukast á næsta ári og verða þá tæplega tvær milljónir og níuhundruð þúsund manna atvinnulausar, samkvæmt nýrri skýrslu sem óháð atvinnumálasamtök þar í landi birtu í gær. Þau búast svo við því að atvinnuleysi muni ná hámarki árið 2013. Samtökin gera ráð fyrir að opinberum störfum í landinu muni fækka um 120 þúsund á næsta ári. Fjöldi starfa í einkageiranum muni hins vegar standa í stað. Samtökin segja að aðgerðir stjórnvalda í landinu ættu að miða að því að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi á meðal ungs fólks.

Viðskipti erlent

Hagkerfi Brasilíu stærra en það breska

Brasilía er orðið sjötta stærsta hagkerfi veraldar. Áður var Bretland í sjötta sætinu, því hefur brasilíska hagkerfið siglt fram úr því breska. Þetta er niðurstaða breska rannsóknarsetursins Centre for Economics and Business Research (CEBR).

Viðskipti erlent

Breskir fjárfestar vilja svör um ofurlaunastefnu

Samtök breskra fjárfesta ætla að funda með stjórnendum stærstu bankanna þar í landi eftir áramót og ræða við þá um launastefnu bankanna og ofurbónusa sem starfsmenn í bönkunum fá greidda. Samtökin vilja að hömlur verði settar á ofurlaun og bónusa sem þykja vera komnir út úr öllu valdi.

Viðskipti erlent

Japanar vilja kínversk ríkisskuldabréf

Japönsk stjórnvöld ætla að reyna að kaupa kínversk ríkisskuldabréf, samkvæmt tilkynningu frá japönsku ríkisstjórninni. Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, áttu í viðræðum um þetta í Peking í morgun. Í yfirlýsingu japanskra stjórnvalda er þó ekkert kveðið á um það í hve miklu mæli skuldabréfin verða keypt né heldur á hvaða verði.

Viðskipti erlent

Intel þróar snjallsíma

Bandaríska tæknifyrirtækið Intel hefur opinberað frumgerð snjallsíma sem knúinn er af nýjasta örgjörva fyrirtækisins. Intel var frumkvöðull á sviði einkatölvunnar en hefur á síðustu árum verið fjarverandi í þróun snjallsíma.

Viðskipti erlent

Lækkanir þrátt fyrir risa innspýtingu

Lækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt og evran lét undan í morgun sem talið er merki um efasemdir fjárfesta um að 500 milljarða evra innspýting Seðlabanka Evrópu inn í hagkerfi álfunnar í gær hafi tilætluð áhrif.

Viðskipti erlent

Norðmenn vilja lána AGS 1100 milljarða króna

Norðmenn ætla að bjóðast til að lána Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 55 milljarða norskra króna, eða því sem nemur 1100 milljörðum íslenskra króna, á næstunni. Evrópusambandið hefur jafnframt beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við að leysa skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent

Mikil uppsveifla á öllum mörkuðum

Mikil uppsveifla var á mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíu í nótt. Veislan á Wall Street hófst þegar nýjar efnahagstölur sýndu að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum er loks að braggast eftir að hafa hrunið árið 2008.

Viðskipti erlent

Google í jólaskapi

Starfsmenn tölvurisans Google eru sannarlega komnir í jólaskap. Með því að slá inn vinsælt textabrot í leitarvélina tekur að snjóa og leitarniðurstöðurnar verða þaktar hrími.

Viðskipti erlent