Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar að nýju

Framganga stuðningsmanna Gaddafis í Líbíu síðastliðinn sólarhring olli því að olíuverð hækkaði á ný eftir að hafa hríðfallið í gær. Styrkur stuðningsmanna Gaddafis kom fjárfestum á óvart og kæfði vonir um að landið byrjaði fljótt að framleiða olíu aftur. "Það gætu verið nokkrir mánuðir í að olía flæði á ný frá Líbíu," sagði stjórnandi á fyrirtækinu Purvin og Gertz.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur eykst í Noregi

Hagvöxtur í Noregi jókst þegar leið á sumarið, samkvæmt tölum frá Hagstofunni í Noregi sem norska blaðið e24 vísar til. Á öðrum ársfjórðungi jókst landsframleiðslan í Noregi um 1% ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna. Hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 0,5%. Aukning landsframleiðslunnar er a miklu leyti skýrð með því að orkuframleiðsla hafi aukist á öðrum ársfjórðungi og skýri hún um fjórðung af hagvextinum.

Viðskipti erlent

Svindlað á Dönum í gullkaupum

Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda.

Viðskipti erlent

Nýr iPad á markað næsta sumar

Apple verksmiðjurnar vinna nú að næstu útgáfu af iPad, sem verður bæði hraðvirkari og með langlífari rafhlöðu en fyrri kynslóðir. Þetta er vegna nýs örgjörva sem verður í nýju gerðinni. Búist er við því að nýja kynslóðin af iPad komi á markaðinn næsta sumar.

Viðskipti erlent

Hlutir í Goldman Sachs hröpuðu á Wall Street

Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina.

Viðskipti erlent

Evrópsk bankakreppa í uppsiglingu

„Ekki er hægt að útiloka að bankakerfi Evrópu verði fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þess óróa sem nú á sér stað á mörkuðum. Ólíkt bankakrísunni 2007-2008 er ekki um eiginlegan eiginfjárvanda að ræða, allavega ekki enn sem komið er. Jafnvel þótt það komi til umtalsverðrar skuldaniðurfærslu hjá PIIGS löndunum þar sem eign evrópska banka á þessum skuldabréfum er ekki mikil í hlutfalli við heildar eigið fé þeirra.“

Viðskipti erlent

Ferrari bíll seldur á 1,9 milljarða

Ferrari Testa Rossa bifreið frá árinu 1957 var seld á uppboði í Kaliforníu um helgina fyrir 16,4 milljónir dollara eða tæplega 1,9 milljarða króna. Þetta er mesta verð sem borgað hefur verið fyrir bifreið í sögunni.

Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu í jafnvægi

Markaðir í Evrópu eru í jafnvægi eftir að þeir voru opnaðir í morgun. FTSE vísitalan hækkar mest eða um tæpt prósent en Dax í Frankfurt og Cac 40 í París eru einnig í smávægilegum plús.

Viðskipti erlent

Varaforseti Bandaríkjanna reynir að róa Kínverja

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í Kína í nótt, þar sem hann er staddur í heimsókn. Á lokadegi heimsóknar sinnar sagði Biden að allar þær eignir sem Kínverjar ættu í bandarískum dollurum væru öruggar. Á fréttavef BBC segir að samskipti Bandaríkjanna og Kínverja hafi stirðnað mjög mikið að undanförnu vegna skulda Bandaríkjanna. Kínverjar hafi gagnrýnt stjórnmálamenn í Bandaríkjunum fyrir að hafa hækkað skuldaþakið. Einnig hafi Kínverjar lýst áhyggjum af lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent

Verðbólgan á evrusvæðinu er 2,5%

Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 2,5% í júlí síðastliðnum samkvæmt samræmdu vísitölu neysluverðs sem Eurostat birti í gær. Sé miðað við Evrópska efnahagssvæðið (EES) í heild mældist verðbólgan að jafnaði nokkuð meiri, eða 2,9%. Dregur því áfram úr tólf mánaða taktinum milli mánaða en í júní mældist verðbólgan á evrusvæðinu 2,7% en á EES 3,1%.

Viðskipti erlent

Yfirvöld rannsaka S&P

Nú stendur yfir rannsókn á starfsemi matsfyrirtækisins Standard og Poor's (S&P) á árunum fyrir hrun. Ráðuneytið vonast til að finna næg sönnunargögn til að styðja þá getgátu að fyrirtækið hafi ekki starfað á faglegan hátt að öllu leyti

Viðskipti erlent

Gullverðið aftur komið yfir 1.800 dollara

Heimsmarkaðsverð á gulli er aftur komið yfir 1.800 dollara á únsuna og hefur hækkað um 0,5% það sem af er degi. Gullverðið rauf síðast 1.800 dollara hrunið í upphafi mánaðarins þegar miklar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum heimsins.

Viðskipti erlent

Tíu milljarða maðurinn

Peyton Manning leikstjórnandi Indianapolis Colts í bandarísku NFL deildinni, það er ruðningi, er hæstlaunaði leikmaður deildarinnar. Manning er kallaður 90 milljón dollara maðurinn, eða tíu milljarða króna maðurinn, eftir að hann gerði nýjan fimm ára samning fyrir þá upphæð við lið sitt fyrr í ár

Viðskipti erlent

Osló er dýrasta borg heims

Osló er dýrasta borg heimsins að búa í að því er fram kemur í nýrri úttekt svissneska stórbankans UBS. Næst á eftir koma borgirnar Zurich og Genf í Sviss og síðan Kaupmannahöfn og Stokkhólmur.

Viðskipti erlent

Fitch staðfestir AAA einkunn Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna sem þrefalt A. Þar með er Fitch ósammála Standard & Poor´s um lánshæfi Bandaríkjanna en Standard & Poor´s lækkaði það fyrir tveimur vikum síðan.

Viðskipti erlent