Viðskipti erlent

Bandarísk stjórnvöld stefna 17 stórbönkum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið tengist lánum til fasteignakaupa.
Málið tengist lánum til fasteignakaupa. Mynd/ AFP.
Bandarísk stjórnvöld munu stefna 17 stórbönkum vegna taps á fjárfestingum tengdum fasteignum sem stjórnvöld telja að hafi kostað skattgreiðendur tugi milljarða bandaríkjadala. Bandaríski íbúðalánasjóðurinn segir að bankarnir sem um ræði séu meðal annars Godman Sachs, Barclays, Bank og America, Deutsche Bank og HSBC. Íbúðalánasjóðurinn segir að þau hafi metið gæði lánanna kolvitlaust þegar þau voru veitt í húsnæðisbólunni fyrir hrun.

Málið tengist fasteignalánafyrirtækjunum Fannie Mae og Freddie Mac, en þessi fyrirtæki töpuðu meira en 30 milljörðum bandaríkjadala (um 3500 milljörðum króna) þegar þau keyptu undirmálslán og ríkissjóður Bandaríkjanna þurfti að halda þeim á floti. Síðan þá hafa bandarískir skattgreiðendur þurft að reiða fram 140 milljarða dala (16 þúsund milljarða króna) til að halda fyrirtækjunum á floti, eftir því sem fram kemur á BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×