Viðskipti erlent

Íhuga gjaldþrot einstakra ríkja í Bandaríkjunum

Þingmenn í Bandaríkjunum vinna nú bakvið tjöldin að leiðum til þess að einstaka ríki innan landsins geti orðið gjaldþrota. Ætlunin er að með því að lýsa yfir gjaldþroti geti ríkin sloppið við óviðráðanlegar skuldir þar á meðal eftirlaun sem þau hafa skuldbundið sig til að greiða opinberum starfsmönnum.

Viðskipti erlent

Sjórán kosta dönsk skipafélög milljarða

Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða.

Viðskipti erlent

Hagnaður Goldman Sachs minnkaði um 52%

Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs minnkaði um 52% á fjórða ársfjórðungi í fyrra miðað við sama tímabil árið áður. Þessi niðurstaða olli fjárfestum vonbrigðum og hafa hlutabréf í bankanum lækkað eftir opnun markaða vestan hafs.

Viðskipti erlent

Mikil vaxtalækkun á portúgölskum skuldabréfum

Verulega dró úr þrýstingi fjármálamarkaða á Portúgal í dag. Boðin voru út ríkisskuldabréf til eins árs að upphæð 750 milljónir evra. Vaxtakrafan reyndist 4,03% en til samanburðar má nefna að í samskonar útboði í desember s.l. var vaxtakrafan 5,28%.

Viðskipti erlent

Mikil aukning á verðbréfasvindli i Danmörku

Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða.

Viðskipti erlent

Batmanbíllinn til sölu á eBay

Batmanbíllinn sem notaður var í myndinni Batman Returns árið 1992 er nú til sölu á eBay. Með honum fylgir upprunalegur samningur Warner Brothers og DC Comics um notkun bílsins í myndinni.

Viðskipti erlent

Metafkoma hjá Apple

Hlutabréf í tölvurisanum Apple hækkuðu í verði eftir lok markaða í gær eftir að tilkynnt var um metafkomu hjá félaginu sem skilaði sex milljörðum bandaríkjadollara í hagnað á öðrum ársfjórðungi og aukningu í veltu sem nemur 70 prósentum.

Viðskipti erlent

Hækkandi olíuverð er þróun sem bítur í skottið á sér

Verð á bensíni og dísil­olíu hefur náð hæðum sem hér hafa ekki sést áður. Skammt er síðan verð á þjónustustöðvum náði 220 króna markinu og hafði verðið þá aldrei verið hærra. Forsvarsmenn olíufélaga gera ekki ráð fyrir að verðið gangi niður þegar fram í sækir, nái jafnvel 250 krónum áður en árið er úti.

Viðskipti erlent

Ullarskortur yfirvofandi vegna flóðanna í Ástralíu

Ullarskortur er yfirvofandi í heiminum vegna flóðanna í vestanverðri Ástralíu. Flóðin í Queensland ásamt flóðum og þurrkum á öðrum sauðfjárræktarsvæðum landsins gera það að verkum að yfirvöld hafa dregið verulega úr áætlunum um ullarframleiðsluna í ár.

Viðskipti erlent

Goldman Sachs hættir við Facebooksölu

Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Evrulönd á krossgötum

Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s.

Viðskipti erlent

Bono hagnast um tugi milljarða á Facebook

Ef nýlega kaup Goldman Sachs og Digital Sky Technologies (DST) á hlut í samskiptavefnum Facebook gefa rétta mynd af markaðsvirði vefsins er ljóst að Bono, hinn litríki söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, hefur hagnast um tugi milljarða kr.

Viðskipti erlent

Fitch setur lánshæfi Grikklands í ruslflokk

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur ákveðið að setja lánshæfiseinkunn Grikklands í ruslflokk eða BB+ með neikvæðum horfum. Þar með fylgir Fitch í fótspor Moody´s og Standard & Poor´s sem einnig eru með lánshæfieinkunn landsins í ruslflokki.

Viðskipti erlent

Eignarhald ATP ógnar framtíð FIH bankans

Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans.

Viðskipti erlent

Danskur tóbaksrisi í milljarðakaupum vestan hafs

Danski tóbaksrisinn Skandinavisk Tobakskompagni (STG) hefur keypt Lane Ltd. eitt af dótturfélögum Reynolds í Bandaríkjunum fyrir rúmlega 200 milljónir dollara eða um 23 milljarða kr. Með kaupunum verður STG leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á vindlum, smávindlum og píputóbaki í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent